A A A

Sveitarstjórnarfundur

518. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38,
18. desember 2017 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)

Sveitarstjóri

Opnunartími íþróttahúss yfir jól og áramót

Opnunartími íþróttahúss yfir jól og áramót:

23. des - Þorláksmessa: opið 11 - 14
24. des - Aðfangadagur: opið 9 - 11
25. des - Jóladagur: lokað
26. des - Annar í jólum: opið 11 - 14
31. des - Gamlársdagur: opið 9 - 11
1. jan - Nýársdagur: lokað
 

Starfsfólk íþróttahússins óskar öllum Tálknfirðingum og nærsveitungum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir árið sem er að líða.
 

jólatrjáasala

Kæru Tálknfirðingar. Nú er jólatrjáasala Skógræktarfélags Tálknafjarðar framundan. Á sunnudaginn 17.des. ætlum við Kristinn að bjóða fólki að kaupa jólatré úr skógræktinni milli kl. 14.00 og 16.00. Tréð kostar kr. 6.000 óháð stærð. Öllum er velkomið að koma og velja sér tré og fella það sjálfir eða fá aðstoð við að fella tréð ef þess er óskað. Við keyrum svo trénu heim til kaupanda. Það sést best á torgtrénu okkar hvað trén eru falleg í skóginum okkar. Ef þið komist ekki á sunnudaginn megið þið hafa samband við mig og ég reyni að bjarga jólatrénu fyrir ykkur.
 

Lilja Magnúsdóttir
S: 895-2947

Flug á þorláksmessu

Ákveðið hefur verið að fljúga á Bíldudal laugardaginn 23. Desember, Þorláksmessu, og verður flogið kl 12:00 frá Reykjavík og kl 13:00 frá Bíldudal. Ferðin er nú þegar orðin bókanleg. Einnig erum við á tánum næstu vikurnar að bæta við flugferðum ef fyllist í þær ferðir sem fyrir eru og munum við reyna eftir fremsta megni að bæta við þá daga sem þess þarf. Nú þegar hefur nokkrum aukaferðum verið bætt við.


Flugfélagið Ernir

Húsið - House of Creativity

Aron og Julie
Aron og Julie

  Hjónin Julie Gasiglia og Aron Ingi Guðmundsson opnuðu í sumar Húsið - House of Creativity í Merkisteini, Aðalstræti 72, á Patreksfirði. Með Húsinu vilja þau efla og virkja menningar og listastarfsemina á sunnanverðum Vestfjörðum. Fjölbreytt dagskrá er í boði og eru þar listasýningar, skapandi vinnustofur, klúbbar og ýmis þemakvöld til að mynda. Ljósmyndaklúbbur Hússins er mjög vinsæll sem og Bókaklúbbur Hússins og svo eru þar Vín og Vínylkvöld þar sem gestir koma með vín aeða bjór til að leyfa öðrum að smakka og einnig er gestum velkomið að koma með vínylplötur með sér svo hægt sé að hlusta á ljúfa tóna plötuspilarans þessa skemmtilegu kvöldstund. Í sumar voru nokkur námskeið í boði sem voru vel sótt og munu fleiri námskeið og vinnustofur vera á dagskrá í vetur. Aron og Julie leggja áherslu á að Húsið sé ákveðinn samkomustaður þar sem heimamenn sem og aðrir geti komið saman, skapað, lært og skemmt sér með öðrum. Þau eru einnig opin fyrir allskonar samstarfi og hvetja fólk til að hafa samband ef það vill til dæmis vera með sýningu, fyrirlestur eða kennslu í Húsinu. Saumaðir voru taupokar í Húsinu einsu sinni í viku fyrr í vetur fyrir samvinnuverkefnið um plastpokalausa Vestfirði í samstarfi við Boomerang Bags og Vesturbyggð.
 

   Aron og Julie eru spennt fyrir komandi vetri og bjóða alla velkomna í Húsið. Viðburðir þar eru ókeypis og selja þau heita og kalda óáfenga drykki fyrir gesti og gangandi. Verð á vinnustofum og námskeiðum eru misjöfn eftir viðfangsefnum. Þau hjón eru með áform um að víkka út hugmyndina um Húsið og hefja starfsemi í gamalli verbúð við höfnina á Patreksfirði með sama markmiði, um að efla og virkja lista og menningarstarfsemi svæðisins. Þau vonast til að opna þar næsta vor. Þar munu m.a. vera vinnustofur fyrir listamenn og hönnuði, tónleikarými og æfingahúsnæði fyrir hljómsveitir og handiðnaðarverslun. Starfsemin þar verður rekin samhliða dagskránni í Húsinu í Merkisteini. Það er því um að gera að fylgjast með Húsinu og hægt er að gera það á heimasíðu Hússins: www.husid-workshop.com sem og á samfélagsmiðlunum facebook og instagram: https://www.facebook.com/husidworkshop/ og https://www.instagram.com/husid_workshop/


Dósamóttakan opin í kvöld

Dósamóttakan er opin í kvöld frá kl: 20-21 þar sem hún var lokuð í gær.

Nemendur 8.-10.bekkjar Tálknafjarðarskóla eru með móttökustöð Endurvinnslunnar á Tálknafirði fyrir skilagjaldskyldar einnota drykkjarumbúðir. Tekið er á móti umbúðum að Strandgötu 36.
Allur ágóði af þessari umsýslu rennur óskiptur í nemendasjóð skólans.

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón