A A A

Sigríður Etna gefur út barnabók

Ég er 26 ára Tálknfirðingur en hef búið í Grindavík í rúm 4 ár. Bý hér með manninum mínum, sem er grindvíkingur og dóttur okkar. Mér líður mjög vel í Grindavík en Tálknafjörður á alltaf sérstakan stað í hjarta mér.
 

Það var ekki fyrr en ég fór að fara með stelpuna mína í sveitina til foreldra minna, ömmu hennar og afa, að ég áttaði mig á því hve heppin hún væri. Það er alls ekki sjálfsagt að börn fái að upplifa íslenskt sveitarlíf. Ég hugsaði með mér hvað ég gæti gert til að leyfa öðrum börnum að njóta þess ævintýris og þá spratt upp sú hugmynd að gefa út barnabók.

Ég kláraði að skrifa handritið af bókinni og fékk Margréti Pálsdóttur til að fara yfir textann. Næst hafði ég samband við frænku mína, Freydísi Kristjánsdóttur og bað hana um að myndskreyta bókina fyrir mig. Freydís er fagmaður fram í fingurgóma og eini listamaðurinn sem mig langaði að vinna þetta verkefni með. Ég fann svo útgefanda sem hafði trú á verkinu og er ótrúlega þakklát Óðinsútgáfu fyrir traustið. Núna um það bil 20 mánuðum seinna er bókin loksins orðin að veruleika.

Etna og Enok fara í sveitina hefur persónulega þýðingu fyrir mig. Önnur aðalsöguhetjan ber sama nafn og ég og dóttir mín. Dýrin í bókinni heita það sama og í sveit foreldra minna og sagan gerist í firðinum mínum, sem mér þykir gríðarlega vænt um, Tálknafirði. Þeir sem eru að vestan ættu að þekkja umhverfið um leið og þeir byrja að lesa bókina.
 
Hægt er að panta bókina í gegnum like-síðuna Etna og Enok fara í sveitina á facebook. Það er hægt að nálgast eintak hjá foreldrum mínum á Eysteinseyri og svo kem ég sjálf vestur fyrstu helgina í desember og ætla að kynna bókina þá.
 
Kær kveðja, Sigríður Etna

Stofnfundur Vestfjarðastofu haldinn 1. desember 2017

Um nokkurt skeið hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun Vestfjarðastofu ses. Vestfjarðastofa mun taka að sér að reka og þróa áfram þau verkefni sem Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafa sinnt hingað til.

Miðað er við að Vestfjarðastofa verði sjálfseignarstofnun í eigu sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka á Vestfjörðum og víðar. Tilgangur Vestfjarðastofu verður að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og veita margháttaða ráðgjöf og þjónustu tengda atvinnulífi, byggðaþróun og menningu á Vestfjörðum.

Stofnfundur Vestfjarðastofu verður haldinn þann 1. desember kl. 13 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Fundurinn er öllum opinn, en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á netfangið fv@vestfirdir.is

Sveitarstjórnarfundi frestað

517. fundi Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps hefur verið frestað.
Nýr fundartími verður auglýstur síðar.

Sveitarstjórnarfundur

517. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 21. nóvember 2017 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)


Sveitarstjóri

Áfangastaðaáætlun DMP á Vestfjörðum, forgangsröðun verkefna

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Vestfjarða unnið að því að gera áfangastaðaáætlun fyrir Vestfirði. Verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi áfangastað, m.t.t. þarfa gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.
 

Markmið fundanna er að fara yfir nokkur atriði sem tengjast þessari vinnu. Á fundunum verður einnig ákveðið hver forgangsverkefni hagsmunaaðila á svæðinu verða.
 

Það er því mikilvægt að sem flestir mæti og taki þátt í þróun ábyrgrar ferðaþjónustu á svæðinu.
 

Fundirnir eru öllum opnir. Skráning fer fram á www.westfjords.is/dmp

Upplýsingar veitir Magnea Garðarsdóttir - magnea@vestfirdir.is eða í síma 450-3051

20. nóvember 2017 – kl. 11:00-14:00 – Hnyðja Hólmavík

21. nóvember 2017 – kl. 09:00-12:00 – Félagsheimilið Patreksfirði

30. nóvember 2017 – kl.11:00-14:00 – Hótel Ísafjörður

Kynningarfundir um Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Kynningarfundir um Uppbyggingarsjóð Vestfjarða verða haldnir í dag, fimmtudaginn 16. nóv:
Bíldudal, Vegamót kl 12:00-14:00.
Tálknafirði, skrifstofa sveitarfélagsins Strandgötu 38 kl. 17:00-19:00.
Patreksfirði, Skor kl. 20:00-22:0

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón