A A A

Plastpokalausir sunnanverðir Vestfirðir

Eva Dögg og Andrés Páll
Eva Dögg og Andrés Páll

Í dag byrjuðu verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum að bjóða upp á margnota poka til láns í sínum verslunum.
 

Á Tálknafirði voru saumaðir 64 taupokar sem verða til láns í versluninni Hjá Jóhönnu. Eva Dögg, oddviti og saumari afhenti pokana í dag fyrir hönd þeirra sem stóðu að saumaskapnum en Andrés Páll stóð vaktina með móður sinni í versluninni og tók á móti þeim með bros á vör. Andrés tók einnig þátt í saumaskapnum og kunni alveg eitthvað á saumavélina hennar móður sinnar að eigin sögn, þó hún væri alveg eldgömul eins og hann orðaði það. Þess má geta að allir kjarnar grunnskóladeildar Tálknafjarðarskóla eru þessa dagana að sauma fleiri poka en þeir verða afhentir í verslunina í næstu viku.
 
Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum. Nú geta viðskiptavinir fengið poka að láni í stað þess að kaupa plastpoka. Margir eiga sína eigin poka og koma með þá að heiman og er það best. Ef taupokinn gleymist heima er hægt að fá lánaðan taupoka í stað þess að kaupa plastpoka. Boomerang er alþjóðlegt verkefni þannig að það má skila pokunum aftur hér á landi á merktri Boomerang pokastöð og erlendis.
 

Þær verslanir sem eru með í þessu verkefni eru:
Hjá Jóhönnu
Fjölval
Albína
Gillagrill
Vegamót
Logi
Vöruafgreiðslan
Lyfja
Pósthúsið
Bókasafnið Patreksfirði
 

Lauslega er áætlað að þessar verslanir selji um 70.000 plastpoka á ári. Miðað við 500 heimili þá eru það 140 pokar á hvert heimili.
 

Allir pokarnir voru unnir úr efni sem var fáanlegt á svæðinu og hafa verið saumaðir rúmlega 500 pokar fyrir svæðið.

Áætlað er að halda saumaskapnum áfram ef þarf, hist hefur verið í Húsinu á Patreksfirði, Vindheimum á Tálknafirði og Læk á Bíldudal. Það er því ekki of seint að koma og vera með, læra að gera poka eða fylgjast með framleiðslunni.
 

Við þökkum öllum kærlega fyrir sem gáfu tíma sinn, efni og þolinmæði í þessa vinnu og ekki síður verslunareigendum fyrir að taka verkefninu vel. Saman minnkum við plastnotkun.

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð föstudaginn 17. nóvember,
opnum aftur kl: 10 mánudaginn 20. nóvember.

Kveðja, starfsfólk Tálknafjarðarhrepps

Námskeið um þáttöku í sveitarstjórn

Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur standa saman að námskeiði um hvað felst í þátttöku í sveitastjórn. Námskeiðið verður haldið að Félagsheimili Patreksfjarðar, 8.nóvember frá kl. 17:30 til 21:30.
 
Fulltrúar frá ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík segja ykkur frá verkefnum sveitarstjórna og nefnda og hvernig hægt er að hafa áhrif og Kristín Á. Ólafsdóttir kennir ykkur hvernig maður kemur skoðunum sínum á framfæri. Stutt og gagnlegt fyrir alla, líka þá sem hafa þegar einhverja reynslu.

Dagskrá:
Kl. 17:30 Velkomin á námskeiðið - Ráðrík ehf.
Kl. 17:40 Hópefli – Kristín Ágústa Ólafsdóttir
Kl. 18:00 Sveitarstjórn, mín leið til að hafa áhrif? - Ráðrík ehf.
Kl. 18:30 Léttur kvöldverður á staðnum
Kl. 19:00 ,,Ég þori ekki að standa upp og tala!“ - Kristín Ágústa Ólafsdóttir
Kl. 20:00 Hvernig virkar þetta? - Ráðrík ehf.
Kl. 20:20 Þetta er gefandi og skemmtilegt! - Kristín Ágústa Ólafsdóttir og Ráðrík ehf.
Kl. 21:30 Fundarlok.

FRÍTT ! Athugið námskeiðið og kvöldverður er í boði sveitarfélaganna.
Allir hvattir til að mæta, stutt og mjög gagnlegt námskeið fyrir alla, líka þá sem hafa þegar einhverja reynslu af störfum sveitarfélaga.
Áhugasamir eru beðnir að senda skráningu á netfagið gerdur@vesturbyggd.is eða hringja í 450-2309.

Opnunartími Vindheima

Mánudagar og fimmtudagar

Opið er fyrir heldri borgara (60+)

kl. 13:00 – 16:00.

Spilað er félagsvist og unnið að ýmiskonar handverki

Stólaleikfimi í hverri viku.

Ýmsir fyrirlestrar og uppákomur eru öðru hvoru

 

Þriðjudagar

Opið hús fyrir alla

kl. 11:00 – 16:30.

Unnið að ýmsu handverki

 

Allir velkomnir, ávallt heitt á könnuni.

Jólahlaðborð Tálknafjarðar

Ákveðið hefur verið að halda jólahlaðborð hér á Tálknafirði þann 2. Desember 2017. Ekki hefur verið ákveðið hvar jólahlaðborðið verður haldið, það fer eftir fjölda gesta. Miðinn mun kosta kr. 7.000.-
 
Skráning fer fram á netfanginu kristrun@thorsberg.is eða í síma 849 0987 (Kristrún).
Einnig mun vera listi í búðinni Hjá Jóhönnu. Skráningar frestur er til 20. Nóvember.
 
Hittumst öll og njótum saman, góður matur og skemmtiatriði.
 
Allir velkomnir.
Nefndin.

Íþróttasalurinn lokaður vegna gólfefnaskipta

Kæru viðskiptavinir! Vegna gólfefna skipta verður íþróttasalurinn lokaður frá og með 30.október til og með 6.nóvember 2017. Opið er í tækjasal og sundlaug.
 
Bestu kveðjur, starfsfólk

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón