A A A

Heimaþjónusta í Tálknafirði

Sveitarfélagið auglýsir eftir starfsmanni til að sinna heimaþjónustu í Tálknafirði .

Um er að ræða hlutastarf u.þ.b   6 -  8 tímar á viku.

Í starfinu fellst þrif og aðstoð á heimilum eldri borgara  í Tálknafirði

 

Nánari upplýsingar  gefur

Arnheiður Jónsdóttir félagmálastjóri sími 450-2300

Umsóknum er hægt að skila í netfangið arnheidur@vesturbyggd.is eða á  sveitarskrifstofu Tálknafjarðarhrepps.

Umsóknareyðublað  er  hér  http://www.talknafjordur.is/skrar_og_skjol/skra/283/

Tillaga að starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Patreks- og Tálknafirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. vegna laxeldis í Patreks- og Tálknafirði. Starfsleyfi var gefið út vegna eldisins þann 27.12.2018 en var fellt úr gildi af úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem talið var að skorti á umræðu um valkosti í umhverfismati. Unnið er með eldri umsókn og ný gögn sem rekstaraðili hefur lagt fram vegna eldisins.   
 

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) sem frá eldinu muni berast í viðtakann. Að mati stofnunarinnar eru áhrif mengunarinnar afturkræf og munu því ekki hafa varanlega áhrif á umhverfið. Eldið er kynslóðaskipt og svæði hvíld á milli kynslóða þannig að botninn jafni sig á milli. Breyting á eldissvæði mun ekki breyta afstöðu Umhverfisstofnunar hvað varðar lífrænt álag enda munu kröfur um vöktun í starfleyfi taka á þeim þætti. Er það einnig mat stofnunarinnar að breytingin á eldissvæði sé ekki líkleg til að auka á lífrænt álag í firðinum heldur sé hún til þess fallin að draga úr neikvæðum umhverfisaðstæðum.
 

Athugasemdir við tillöguna og fylgigögn skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. júlí 2019.
 

Tengd skjöl:
Tillaga að starfsleyfi
Starfsleyfisumsókn
Matsskýrsla Patreks- og Tálknafjörður
Matsskýrsla Patreks- og Tálknafjörður, viðbótargögn
Álit Skipulagsstofnunar
Annað álit Skipulagsstofnunar
Vöktunaráætlun

Almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

Smá breyting er á áætlun á Leið 1.
Ferð nr. 2 á miðvikudögum færist aftur um 30 mínútur. Þetta er gert svo HHF geti nýtt sér almenningssamgöngurnar til æfinga á Völuvelli, Bíldudal í frjálsum íþróttum. 

Sjá nánar á Facebooksíðu: Almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

Skólaslit Tálknafjarðarskóla 2019

Skólaslit Tálknafjarðarskóla fara fram miðvikudaginn 29. maí kl. 17:00 í Tálknafjarðarkirkju.

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 - Dunhagi

Aðalskipulag

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 Dunhagi.

Breytingin felur í sér breytta landnotkun á þéttbýlisuppdrætti við skólasvæði Tálknafjarðar þar sem landnotkun verður breytt frá svæði fyrir þjónustustofnun og opnu svæði til sérstakra nota yfir í svæði fyrir verslun og þjónustu. Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu á reitnum og stækka þarf reitinn til að rúma skilgreinda landnotkun.


Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með föstudeginum 24. maí til 5. júlí 2019 og aðalskipulagsbreytingin einnig hjá Skipulagsstofnun á Borgartúni 7b, 105 í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 5. júlí 2019. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.


Greinargerð SA26G_Dunhagi (.pdf)
Auglýsing 2019-05-21-Breyting á aðalskipulagi Dunhagi (.pdf)


Virðingarfyllst,
Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps



Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur Stóra-Laugardalssóknar verður haldinn miðvikudaginn 29. maí í safnaðarheimilinu og hefst kl. 20:00.
 
Fundarefni:
1.  Venjuleg aðalfundarstörf
2.  Málefni kirkjugarðsins
3.  Önnur mál
 
Sóknarnefnd Stóra-Laugardalssóknar

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón