A A A

Sveitarstjórnarfundur

544. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38,
15. ágúst 2019
og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)


Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri

Reynsla Troms fylkis í Noregi af laxeldi - fundur á Tálknafirði

Fimmtudaginn 8. ágúst verður haldinn fundur í Dunhaga á Tálknafirði um áhrif laxeldis á Vestfirði. Það er Matís og Vestfjarðastofa sem boða til fundarins, sem hefst kl. 20:00, en fyrirlesari verður Gunnar Davíðssonar sem er ráðgjafi hjá Troms fylki í norður Noregi. 
 
Norðmenn framleiða um 1.3 milljónir tonn í sjókvíaeldi sem skilar um 840 milljörðum (ISK) króna á ári og skapar um 33 þúsund ársverk. Eitt ársverk í Noregi skapar um 14 milljón kr. í þjóðarauð að meðaltali (fyrir utan olíuvinnslu), en fiskeldi skilar hins vegar um 63 miljónum kr. og fiskveiðar skila 21 miljónum kr og fiskvinnsla um 15,1 milljónum.
 
Fiskeldi er mikilvæg atvinnugrein í Troms fylki, sem er um 26 þúsund km2 með um 7.200 km strandlengju og íbúafjöldi er 167 þúsund, en þeir framleiða um 190 þúsund tonn á ári. Um 10 seiðaeldisstöðvar eru starfræktar í Troms, 16 mateldisfyrirtæki með níu sláturhús; fyrirtæki sem keyptu vörur og þjónustu í fylkinu fyrir um 35 milljarða kr á ári. Störf í fiskeldi í fylkinu dreifast mjög vel um hin ýmsu sveitarfélög, sem eru 24 í dag. Um 70% þjónustu og verslun aðfanga eru frá fyrirtækjum í Troms og nágrannafylkinu Nordland. Eldið og þjónustan í kringum atvinnugreinina kallar á bæði verkmenntun og sérfræðiþekkingu, laðar að ungt fólk enda launin með því besta sem þekkist í norskri atvinnustarfsemi.
Til að byggja upp svo öfluga atvinnugrein eins og eldið er í Troms hefur þurft að byggja upp öflugar samgöngur, enda byggir framleiðslan á ferskum laxi sem liggur á að koma á markaði í Evrópu, Ameríku og Asíu. Fiskeldi hefur aukið aðsókn í verkmenntun og háskólanám tengt greininni og jafnframt haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu í fylkinu. 
 
Á fundinum í Dunhaga verður farið yfir áhrif fiskeldis á efnahag og íbúaþróun í Troms og velt upp hvaða áhrif eldi á Vestfjörðum getur haft í fjórðungnum. Getum við dregið lærdóm af sögu laxeldis í Troms fylki til að meta áhrif þess á mannlíf og efnahag Vestfjarða í framtíðinni?
 
Fundargestum verður boðið upp á hressingu meðan á fundi stendur.

Hunda- og kattahreinsun - Frestun

Viðvera dýralæknis sem átti að vera í dag hefur frestast vegna óviðráðnlegra orsaka. Lína Björk dýaralæknir áætlar að koma aftur föstudaginn 9. ágúst og vera um helgina.

Tímapantanir hjá Línu Björk Dýralækni eru í síma 7788979.

Hunda- og kattahreinsun 2019

Lína Björk dýralæknir verður með hunda og kattahreinsun á Tálknafirði í áhaldahúsinu.
Lína Björk mun starfa föstudaginn 26.júlí og mánudaginn 29. júlí og mögulega um helgina.
Fólk þarf að hringja og panta tíma í síma 7788979.

Hreinsunin er hluti af árgjaldi sem greitt er fyrir dýrin, fyrir aðra þjónustu við dýrin greiða eigendur sjálfir.

Snerpa mætt með ljósið

Áfram er haldið með ljósleiðaravæðingu landsins og nú eru starfsmenn Snerpu mættir í Tálknafjörð því nú á að leggja ljósleiðara frá tengimiðstöðinni sem staðsett er á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps og inn í Norður Botn en lélegt netsamband hefur verið fyrirtækjunum hér á ströndinni erfitt. Sömuleiðis verður lagt að Þinghólsbraut 1 og kirkjunni gefinn kostur á að tengjast ljósleiðara. Snerpa fullhannar og vinnur verkið og miðar við að nægjanlegur fjöldi þráða verði tiltækir til þess að allir fyrirséðir notendur sem óska eftir tengingu eigi þess kost.
 

Tálknafjarðarhreppur leggur til 3.000.000 í þennan áfanga en á árarnar leggjast líka Fjarskiptasjóður og sérlegur byggðastyrkur ráðherra.
 

Verkinu skal lokið á árinu 2019 en vonir standa til að því ljúki í haust.

Til sölu

Grunnur að parhúsi við Bugatún 16 – 18 er til sölu.

Um er að ræða parhús með 107,1 fm  íbúðum og 30,5 fm bílskúrum. Sökkull hefur verið steyptur ásamt gólfplötu og hitalagnir hafa verið lagðar í gólfplötuna. Allir gluggar fylgja með ásamt teikningum.

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps.

Byggingarlýsing (.pdf)

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón