A A A

Það er mörg búmannsraunin

1 af 3

Í gær lét athugull og ábyrgur íbúi Tálknafjarðarhrepps vita af því að innsiglingabaujan utan við Sveinseyrarodda væri laus og gengin á land í þokkabót. Landhelgisgæslan taldi óráðlegt að leyfa slíka landtöku, hún væri ólögleg og gæti í hæglega leitt sjófarendur í villu þegar dimma tæki. Björgunarsveitin var því kölluð út með hraði og flóttagemlingurinn var handsamaður og færður til hafnar, þar stendur baujan nú bísperrt og blikkar án afláts. Sjófarendur þurfa því að sýna sérstaka varúð meðan unnið er að viðgerð og baujan tjóðruð aftur á sinn stað.
 

Mjög margir athugulir og ábyrgir íbúar hafa sömuleiðis látið vita af fjórfættum einstæðum mæðrum sem flykkjast nú í þorpið og bjóða fjölskyldum sínum upp á gómsæt blóm og ljúffengt grængresi. Og þrátt fyrir að Tálknfirðingar gleðjist yfir barnafjölskyldum sem flytja í þorpið þykja þessar mæður ekki aufúsugestir, Sebastian hefur því fengið það hlutverk að banda þeim út fyrir þorpsmörkin á hverjum morgni og svo aftur síðdegis en smölun í leitarsvæði 9 á að fara fram frá 19. – 22. september og mun þá vonandi ljúka þessum óvelkomnu heimsóknum.
 

Bryndís Sigurðardóttir

Sveitarstjóri

Sveitarstjórnarfundur

546. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, 12. september 2019 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)


Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri

Áfylling slökkvitækja

Öryggismiðstöðin mun koma á Tálknafjörð og sækja slökkvitæki frá íbúum til áfyllingar.

 

Vinsamlegast komið slökkvitækjum í Áhaldahús fyrir 23. september,
nánar verður auglýst síðar hvenær þau verða til afhendingar aftur.

Sveitarstjórnarfundur

545. fundur (aukafundur) Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, 9. september 2019 og hefst kl. 09:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)


Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri

Móttökustöð fyrir skilagjaldskyldar drykkjarumbúðir

Nemendur 9.-10.bekkjar Tálknafjarðarskóla eru með móttökustöð Endurvinnslunnar á Tálknafirði fyrir skilagjaldskyldar einnota drykkjarumbúðir. Tekið er á móti umbúðum að Strandgötu 36
fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl: 20-21.
Allur ágóði af þessari umsýslu rennur óskiptur í nemendasjóð skólans.
 

Mælst er til þess við íbúa að umbúðum sé skilað flokkuðum í lokuðum plastpokum og að glerflöskum, plastflöskum og áldósum sé haldið aðskildum þar sem kemur fram hve margar umbúðir eru í hverjum poka. Athugað verður reglulega hvort slík talning sé rétt.
 

Að gefnu tilefni biðjum við fólk að vanda flokkun og skoða hvaða umbúðir eru ekki skilagjaldsskildar.
 

Viðskiptavinum er greitt andvirði skilagjaldskyldra umbúða með bankamillifærslu daginn eftir skil nema þeir kjósi að afþakka og leggja andvirði í nemendasjóð skólans. Í vetur munu nemendur bjóða íbúum þá þjónustu að ná í óflokkaðar umbúðir á heimili enda renni andvirði þeirra í nemendasjóð. Ef fólk vill gefa nemendum flöskur eða dósir utan opnunartíma er hægt að hafa samband við Láru í síma 848 6920.
 

Í vetur 2019-2020 verður opið þessa daga:

4.september 2.október 6.nóvember 4.desember 8.janúar 5.febrúar 4.mars 1.april 6.maí 3.júní.
 

Lokað verður í júlí og ágúst.

Íþróttamiðstöðin opnar

Mikið hefur gengið á í hjarta Tálknafjarðar, íþróttamiðstöðinni en nú er loksins komið að því að hægt verður að opna. Á morgun opnum við alla þjónustu nema heitu pottana sem þurfa meira klapp og ný tæki eftir drukknun í byrjun vikunnar. Verið er að strjúka raf- og tölvulögnum svo eftirlitskerfið virki og við höfum tröllatrú á því að það klárist í dag.
 

Kl. 11:00 í fyrramálið opnar Bjarnveig dyrnar með bros á vör og öllum frjálst að sprikla og baða eftir bestu getu til kl. 14:00 því nú er komin vetraropnun.
 

Í ljós hefur komið að lagnir höfðu gefið sig á nokkrum stöðum, stofnæð hitaveitu undir öðrum pottinum lak sem og lagnir í lagnakjallara, bráðabirgðaviðgerð hefur farið fram en framundan er hönnun og fjárfesting í endurbótum lagna.

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón