A A A

Dýralæknir

Kæru gæludýra eigendur!
Lína Björk dýralæknir frá Dýraspítalanum í Garðabæ verður stödd hérna fyrir vestan þann 16. og 17.júlí ef ykkur vantar þjónustu fyrir dýrin ykkar þá endilega hafið samband við hana í síma 7788979 til að panta tíma.

Tálknafjörður fjölbreytt mannlíf og blómstrandi atvinnulíf

Tálknafjarðarhreppur og Arctic fish hafa tekið höndum saman og auglýsa í sameiningu eftir starfsfólki í hin ýmsu störf, það vantar kennara og vélstjóra, starfsmenn í sjóeldi og sundlaug og einhver þarf að sinna elstu og yngstu íbúum okkar fagra fjarðar.

 

Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:

 

Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður umsjónarkennara og stundakennara

 

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. 

Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:

Tvær stöður umsjónarkennara á yngsta stigi og unglingastigi (50-100% starf). Fjölbreytt og skemmtileg störf sem fela m.a. mögulega í sér list- og verkgreinakennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

  • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

  • Reglusemi og samviskusemi

  • Hefur hreint sakarvottorð

Stöður stundakennara (10% – 40% starfshlutfall). List- og verkgreinakennsla og kennsla/umsjón í Upplýsingatækni. Áhersla lögð á kennslu í samþættum verkefnum þvert á námsgreinar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

  • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

  • Reglusemi og samviskusemi

  • Hefur hreint sakarvottorð

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2019.

 Upplýsingar gefur Birna Hannesdóttir skólastjóri í síma 456-2537, 868-3915.

Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið skolastjori@talknafjordur.is og verður móttaka umsókna staðfest.

 

Arctic Fish

 

Við leitum að vélstjóra til starfa í sjóeldið okkar í Patreksfirði og Tálknafirði. Aðalverkefni eru viðhald og umsjón véla í bátum okkar sem og fóðurprömmum ásamt daglegum störfum öðrum tilfallandi verkefnum þegar þess gerist þörf. Vinnudagurinn er að jafnaði frá kl. 7–16 en umsækjendur þurfa að vera sveigjanlegir varðandi vinnufyrirkomulagið.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

- Vélstjórnarréttindi að lágmarki 750kW og <24m

- Stundvísi, skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður

- Hæfni í mannlegum samskiptum

 

Við leitum að starfsmönnum til að starfa við sjóeldi. Starfið felur í sér ýmis verkefni, s.s. fóðrun, daglegt eftirlit og önnur verkefni við kvíahringi og fóðurpramma. Umsækjendur þurfa að geta verið sveigjanlegir varðandi skipulag vakta og vinnutíma, en miðað er við að vinna á sjö daga vöktum og frí í sjö daga.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

- Stundvísi, frumkvæði og metnaður í starfi

- Hæfni í mannlegum samskiptum

- Skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi eru æskileg

- Reynsla úr fiskeldi er kostur

- Þekking eða reynsla á uppsetningu verkferla og vinnuferla í sjókvíaeldi er kostur

- Góð tölvukunnátta og þekking á eldishugbúnaði er æskileg

- Áhugi á líffræði, búskap og dýravelferð og skilningur á mikilvægi heilbrigðs umhverfis í fiskeldi

 

 

Við hvetjum konur jafnt sem karla að sækja um! Umsóknir sendist til Kristínar Hálfdánsdóttur, skrifstofustjóra Arctic Fish á kh@afish.is. Umsókn skal innihalda stutta starfsferilskrá auk kynningarbréfs. Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí 2019.

 

Tálknafjarðarhreppur - heimaþjónusta

 

Hlutastarf við heimaþjónustu, 6–8 tímar á viku. Í starfinu felst þrif og aðstoð á heimilum eldri borgara.

 

Starfsmaður til að sinna félagsmiðstöð unglinga u.þ.b. tvö kvöld í viku.

 

Nánari upplýsingar veitir Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri í síma 450 2300

Umsóknum er hægt að skila í netfangið arnheidur@vesturbyggd.is eða á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps. Umsóknarfrestur til 20. júlí.

 

Tálknafjarðarhreppur - Íþróttamiðstöð

 

Starfsfólk í sundlaugarvörslu í dag-, kvöld- og helgarvaktir frá og með 20. ágúst nk.

 

Starfið felst í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi. Æskilegt er að viðkomandi tali a.m.k eitt erlent tungumál, sé þjónustulundaður og ekki er verra að hafa dálítið frumkvæði.

 

Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára. Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4. mgr.10. gr. æskulýðslaga nr.70/2007.

 

Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 846 4713 eða í sundlaug@talknafjordur.is. Umsóknarfrestur er til 20. júlí 2019.

Oddvitakjör og sumarfrí

Guðni Jóhann Ólafsson, varaoddviti
Guðni Jóhann Ólafsson, varaoddviti

Samkvæmt samþykktum Tálknafjarðarhrepps á að kjósa oddvita og varaoddvita til eins árs í senn og skal kjör fara fram á síðasta fundi sveitarstjórnar fyrir sumarfrí. Bjarnveig Guðbrandsdóttir bauð sig fram til áframhaldandi starfa sem oddviti og var hún kjörin með 5 atkvæðum. Björgvin Smári Haraldsson sem verið hefur varaoddviti undanfarið ár óskaði eftir að stíga til hliðar og tillaga um Guðna Ólafsson sem varaoddvita var þá borin upp og samþykkt með fjórum atkvæðum. Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir sat hjá.
 

Nú tekur við hefðbundið sumarfrí sveitarstjórnar og er næsti fundur boðaður þann 15. ágúst, sömuleiðis er rétt að minna á að skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá 22. júlí – 9. ágúst.
 

Bryndís Sigurðardóttir

sveitarstjóri

Sjálfboðaliðar óskast í fjöruhreinsun á Rauðasandi, laugardaginn 6. júlí

Hafnir Vesturbyggðar, Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Vestfjarða og landeigendur á Rauðasandi ætla að standa fyrir fjöruhreinsun laugardaginn 6. júlí frá kl. 10:00 – 16:00. Hreinsunin fer fram á vesturhluta Rauðasands. Þetta er fimmti áfangi í hreinsun strandlengjunnar en stefnt er á að klára alla ströndina. Boðið verður upp á samlokur og drykki.
  

Þeir sem eru tilbúnir til að leggja hönd á plóg eru vinsamlega beðnir að skrá sig í síma 822-4080 eða senda póst á netfangið vatnsfjordur.ranger@ust.is. Mæting er við Félagsheimilið á Patreksfirði, kl. 10:00 þar sem sameinast verður í bíla eða á bílastæðinu við Lambavatn kl. 10:40.

  Vonumst til að sjá sem flesta.

Sveitarstjórnarfundur

543. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38,
27. júní 2019 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)


Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri

Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-24

Þér er boðið að taka þátt í að móta
Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-24
   

Sóknaráætlun Vestfjarða er sértæk byggðaáætlun fyrir Vestfirði og jafnframt samheiti yfir samning landshlutasamtakanna við hið opinbera um fjármögnun sóknaráætlunar og Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða. Tímabili fyrstu Sóknaráætlunar Vestfjarða lýkur á þessu ári og vinna við Sóknaráætlun 2020-24 er hafin.

Miðvikudaginn 26. júní nk. verða haldnir fundir í Skor á Patreksfirði.
Málefnin sem rædd verða eru:

  • Atvinnu- og nýsköpunarmál
  • Menntun og menningarmál
  • Umhverfismál

Fyrri fundurinn er opinn öllum, hefst kl. 14:00 og lýkur kl 15:30

Seinni fundurinn er hugsaður til þess að heyra raddir ungmenna á aldrinum 16 - 25 ára. Sá fundur hefst kl. 17:00 og lýkur 18:30.

Markmið fundanna er að draga saman megináherslur landshlutans í hverju málefni fyrir sig og koma fram með tillögur að markmiðum og aðgerðum. Afurðir fundanna verða nýttar við mótun nýrrar sóknaráætlunar.

Miklu fjármagni er úthlutað úr sóknaráætlun ár hvert og er því mikilvægt að raddir sem flestra heyrist við mótun hennar til næstu 5 ára.  

Vinsamlega skráðu þig á fundinn á vefsíðu Vestfjarðastofu

Fundirnir verða stuttir og líflegir. Taktu þátt og hafðu áhrif!

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón