A A A

Umhverfislestin var opnuð formlega af Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu og sveitarstjórnarráðherra

Umhverfislestin er farandsýning sem er haldin á vegum Vestfjarðastofu og fjallar um umhverfismál heimilanna á fjölbreyttan, fræðandi og skemmtilegan hátt. Þar gefst fólki tækifæri til að fræðast um stöðu loftslagsmála og annarra umhverfismála og hvaða aðgerða er þörf til að bregðast við. Markmiðið er að vekja athygli á þeim alvarleika sem blasir við í umhverfismálum en einnig að kynna fyrir fólki ýmsar lausnir og aðgerðir sem flestir geta auðveldlega tileinkað sér í daglegu lífi til að leggja sitt af mörkum.

Umhverfislestinni er ætlað að svara ýmsum spurningum eins og:

- Er rafbíll raunhæfur kostur fyrir Vestfirðina?
- Hvernig á að flokka rusl í minni heimabyggð?
- Hvort er verra fyrir umhverfið, íslenskt lambakjöt eða innflutt sojakjöt?
- Hvernig virka vindmyllur?
- Hvað er molta og af hverju skiptir máli að við flokkum lífrænan úrgang?
- Hvað getum við gert í tengslum við loftslagsvá heimsins?

Á sýningunni verður m.a. hægt að skoða og prófa tvinnbíl og rafhjól og spyrja sérfræðinga hvort það séu raunhæfir kostir fyrir Vestfirðinga. Á staðnum verður lítið reiðhjólaverkstæði og eru gestir hvattir til að taka með sér eigin hjól og fá aðstoð við viðgerð eða leiðbeiningar um viðhald. Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður með vinnusmiðju þar sem orkuhugtakið verður skoðað og vindmyllur smíðaðar sem breyta vindorku í raforku.

Hægt verður að kaupa umbúðalausar þurrvörur á staðnum sem og ýmsar umhverfisvænar lausnir fyrir heimilið. Mælt er með því að mæta með ílát, krukkur og box til að kaupa í.

Matreiðslumeistari fræðir fólk hvernig hægt er að sporna gegn matarsóun og dýrindis diskósúpa verður á boðstólnum fyrir alla.

Sýningin fellur undir áhersluverkefni Umhverfisvottunar Vestfjarða og er styrkt af Sóknaráætlun Vestfjarða

Hönnuður sýningarinnar er Ásta Þórisdóttir, hönnuður og listgreinakennari á Hólmavík.
Grafísk hönnun veggspjalda er eftir Áslaugu Baldursdóttur.

 

Umhverfislestin var formlega opnuð af Sigurði Inga Jóhannssyni Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra laugardaginn 25. október á Hólmavík í kjölfar Fjórðungsþings Vestfirðinga.

 

Næsta sýning verður á Patreksfirði á fimmtudaginn 31. Október frá kl. 16:00 til 20.00 í Félagsheimilinu á Patreksfirði
 

Laugardaginn 2. Nóvember verður svo sýning á Ísafirði í Edinborgarhúsinu kl. 13:00 til 17:00



Tálknafjarðarskóli tekur þátt í verkefninu Umhverfislestin

Nemendur skólans hafa unnið að þrenns konar verkefnum; sauma fjölnota innkaupapoka, búa til pappír og búa til listaverk úr plasti.
Nemendur skólans hafa unnið að þrenns konar verkefnum; sauma fjölnota innkaupapoka, búa til pappír og búa til listaverk úr plasti.
1 af 5

Hönnuður sýningarinnar er Ásta Þórisdóttir, hönnuður og listgreinakennari á Hólmavík. Gaman er segja frá því að starfsfólk Tálknafjarðarskóla kynntist þessu verkefni Ástu á Kennaraþingi KSV nú í byrjun september þar sem starfsfólk skólanna á Vestfjarðasvæðinu hittust og spjölluðu um skólastarfið. Við í skólanum ákváðum strax að taka þátt í þessu verkefni þar sem það fellur vel að Grænfánastarfi okkar sem hún Lára okkar stýrir með miklum myndarbrag.
 

Umhverfislestin er farandsýning sem fjallar um umhverfismál heimilanna á fjölbreyttan, fræðandi og skemmtilegan hátt. Þar gefst fólki tækifæri til að fræðast um stöðu loftslagsmála og annarra umhverfismála og hvaða aðgerða er þörf til að bregðast við. Markmiðið er að vekja athygli á þeim alvarleika sem blasir við í umhverfismálum en einnig að kynna fyrir fólki ýmsar lausnir og aðgerðir sem flestir geta auðveldlega tileinkað sér í daglegu lífi til að leggja sitt af mörkum.
 
Umhverfislestin hefur för sína um Vestfirði í lok október og verður á Patreksfirði fimmtudaginn 31. október í félagsheimilinu kl. 16 – 20.
 

Umhverfislestinni er ætlað að svara ýmsum spurningum eins og:

– Er rafbíll raunhæfur kostur fyrir Vestfirðina?
– Hvernig á að flokka rusl í minni heimabyggð?
– Hvort er verra fyrir umhverfið, íslenskt lambakjöt eða innflutt sojakjöt?
– Hvernig virka vindmyllur?
– Hvað er molta og af hverju skiptir máli að við flokkum lífrænan úrgang?
– Hvað getum við gert í tengslum við loftslagsvá heimsins?
 

Á sýningunni verður m.a. hægt að skoða og prófa tvinnbíl og rafhjól og spyrja sérfræðinga hvort það séu raunhæfir kostir fyrir Vestfirðinga. Á staðnum verður lítið reiðhjólaverkstæði og eru gestir hvattir til að taka með sér eigin hjól og fá aðstoð við viðgerð eða leiðbeiningar um viðhald. Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður með vinnusmiðju þar sem orkuhugtakið verður skoðað og vindmyllur smíðaðar sem breyta vindorku í raforku. Hægt verður að kaupa umbúðalausar þurrvörur á staðnum sem og ýmsar umhverfisvænar lausnir fyrir heimilið. Mælt er með því að mæta með ílát, krukkur og box til að kaupa í. Matreiðslumeistari fræðir fólk hvernig hægt er að sporna gegn matarsóun og dýrindis diskósúpa verður á boðstólum fyrir alla.
 

Við hvetjum alla til þess að fara og skoða sýninguna.

Hunda- og kattahreinsun á Tálknafirði

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir verður með hunda og kattahreinsun á Tálknafirði í áhaldhúsinu 30. október frá kl. 12:00 – 13:00, síminn hjá Sigríði er 861 4568.
 

Tálknafjarðarhreppur minnir dýraeigendur á að sækja þarf um leyfi og skráningu á hundum og köttum innan þriggja mánaða. Nálgast má samþykktir og gjaldskrár vegna hunda- og kattahalds á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, sem og umsóknareyðublöð um leyfi.

 

Bryndís Sigurðardóttir

sveitarstjóri

Opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish

Sjö ár eru nú liðin frá því að undirbúningur fyrir uppbyggingu nýrrar seiðaeldisstöðvar Arctic Fish hófst í botni Tálknafjarðar. Stöðin er nú risin og er um að ræða stærstu byggingar á Vestfjörðum.
 

Af því tilefni langar starfsfólki Arctic Fish að bjóða fólki að kynna sér starfsemina föstudaginn 18. október frá kl. 14:00

Í eldisstöðinni fer fram flókin starfsemi, allt frá klaki, frumfóðrun og til áframeldis í einu fullkomnasta vatnsendurnýtingarkerfi (RAS) í heimi.
 

Höfuðstöðvar Arctic Fish eru á Ísafirði en nýja landeldisstöðin í botni Tálknafjarðar er grunnurinn að starfseminni. Seiðin eru alin áfram í sjóeldisstöðvum okkar í Dýrafirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Seiðaeldisstöðin er byggð með mögulegri stækkun í huga samhliða frekari uppbyggingu sjóeldis Arctic Fish á Vestfjörðum.
 

Við vonum að sem flestir geti fagnað með okkur á þessum stóra degi

Hugleiðsludagur unga fólksins og List fyrir alla

1 af 3

Miðvikudaginn 9. október byrjaði skólinn daginn á að taka þátt í Hugleiðsludegi unga fólksins. Tilgangur verkefnisins ár hvert er að eiga saman hjartamiðaða stund sem heild, draga úr streitu, minna á að friðinn finnum við innra og læra aðferð til að sefa tilfinningar og þreytu af völdum áreitis og erils í hversdagslífinu.
 

Verkefnið er gjöf Jógahjartans og þennan sama dag er friðarsúlan í Viðey lýst upp.

Að hugleiðslu lokinni var skólanum boðið upp á viðburð á vegum List fyrir alla sem heitir Nýjar norrænar hefðir. Verkefnið sem er upprunnið frá Danmörku er byggt á samspili ólíkra þátta innan listarinnar; Sirkus, gjörningalistar, tónlistar auk kvikmyndalistar. Listasmiðjan er hluti af mun stærra listaverki sem kemur til með að flakka á milli landa og listviðburða, næstu ár. Nemendur skemmtu sér vel við að skapa saman og tók viðburðurinn heilan skóladag.
 Nánar má sjá um verkefnið hér.

Söfnun fyrir Hafdísi og fjölskyldu

Hafin hefur verið söfnun fyrir Hafdísi Rut og fjölskyldu vegna fráfalls Einars Braga. Á þessum erfiðu tímum ættu aðstandendur ekki að þurfa hafa fjárhagsáhyggjur og því langaði okkur að létta undir með þeim. Reikningurinn er á nafni Jórunnar Sif Helgadóttur. Þar sem útförin verður líklegast í enda næstu viku þá verður söfnunin opin til fimmtudagins 17. október og þá verður peningurinn millifærður á Hafdísar nafn.
Þeir sem vilja styrkja fjölskylduna geta lagt inná reikning 0123-15-204269 kt. 250192-3209.
  
Með Bestu kveðju 
Jórunn Sif Helgadóttir
Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón