A A A

Kökubasar í Tálknafjarðarkirkju

Sóknarnefnd Stóra Laugardalskirkju stendur
fyrir kökubasar í Tálknafjarðarkirkju
sunnudaginn 17. nóvember og hefst hann kl. 15.

Á boðstólum verða heimabakaðar kökur, tertur og fleira.
Tilvalið tækifæri til þess að ná sér í eitthvað sætt með sunnudagskaffinu.

Sóknarnefndin

Sveitarstjórnarfundur

548. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38,
14. nóvember 2019 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)


Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri

Opið hús á Hópinu

Laugardaginn 9. 11.

verður kynning á umhverfisvænu hreinlætisvörunum frá

Enjo.

Ýmsar nýjar vörur í bland við gamlar og góðar

Vonumst til að sjá sem flesta.

 

Harpa Páls og Freyja

Árshátíð Tálknafjarðarskóla

Föstudaginn 8. nóvember kl. 17:00 verður haldin árshátíð skólans í Íþróttamiðstöðinni.

Verið velkomin að koma og sjá nemendur sýna listir sínar á sviði.

Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri sem 10. bekkur innheimtir. Þau munu einnig sjá um veitingar í lok sýningar.

talknafjardarskoli.is/

Til eigenda gáma í Tálknafirði

Þar sem stöðuleyfi fyrir gáma er 1 ár, er hér með óskað eftir að eigendur gáma í sveitarfélaginu sæki um eða endurnýi stöðuleyfi fyrir gáma sína.

Umsókn þarf að hafa borist á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps fyrir 20. nóvember 2019.

 

Bryndís Sigurðardóttir

Sveitarstjóri.

Allt á floti í Tálknafjarðarskóla

Sjaldan er ein báran stök, fyrir nokkrum vikum varð talsvert tjón í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar þegar hitaveitulögn gaf sig og á föstudaginn gaf ofninn í tónlistarstofu Tálknafjarðarskóla upp öndina. Lekinn var mikill og þurfti hraðar hendur við að þurrka upp og forða meira tjóni. Sebastian bæjarfógeti í Þjónustumiðstöðinni brást hratt við, kom í veg fyrir lekann og mætti með ryksuguna, starfsmenn skólans brettu upp ermar og mokuðu vatninu upp. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var vatnsflaumurinn mikill og eiga starfsmenn sveitarfélagsins heiður skilinn fyrir hröð og fumlaus vinnubrögð.

 

Bryndís Sigurðardóttir

Sveitarstjóri

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón