A A A

Íslenskuhátíð og 50 ára afmæli Tálknafjarðarskóla

Við bjóðum ykkur að koma á íslenskuhátíð skólans og um leið fagna með okkur 50 ára starfsafmæli skólans. Þar verða ýmisleg skemmtileg verkefni nemenda til sýnis er tengjast íslensku máli. Hátíðin verður haldin
fimmtudaginn 28. nóvember og byrjar kl. 13:00 í listgreinastofu skólans.
 
Dagskrá:
Setning hátíðarinnar, Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri
Tónlistaratriði leikskólans og yngsta-stigs grunnskóla
Gildi íslenskrar tungu og öflugs skólastarfs, Lilja Magnúsdóttir
Skólinn minn, frásögn mið-stigs grunnskóla
Skólinn 50 ára, Kristjana Andrésdóttir
Ljóðalestur elsta-stigs grunnskóla

Vonumst til þess að sjá sem flesta.
Nemendur og starfsfólk Tálknafjarðarskóla

Samkomulag milli sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps og sveitarstjóra um starfslok

Á fundi sveitarstjórnar og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps í gær var tekin sameiginleg ákvörðun um að leiðir lægu ekki lengur saman og samið var um starfslok Bryndísar Sigurðardóttir sveitarstjóra, síðasti starfsdagur hennar er 22. nóvember.

 

Sveitarstjórn þakkar Bryndísi vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

 

Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður stuðningsfulltrúa, stundakennara og starfsmann lengdrar viðveru

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.
 

Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:
 

Staða stundakennara (15% starfshlutfall). Stærðfræðikennsla

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

  • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

  • Reglusemi og samviskusemi

  • Hefur hreint sakarvottorð

Staða stuðningsfulltrúa (55% starf). Fjölbreytt og skemmtileg störf sem fela í sér almennan stuðning.

Hæfniskröfur:

  • Metnaður til að vinna með fjölbreytilegan hóp nemenda

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

  • Reglusemi og samviskusemi

  • Hefur hreint sakarvottorð

Yfirumsjón lengdrar viðveru ásamt stuðningi inn á leikskóladeild (30% starf). Fjölbreytt og skemmtileg störf sem fela í sér almennan stuðning á leikskóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Ba eða BEd próf (kennaramenntun, tómstundafræði eða sambærilegt nám).

  • Metnaður til að vinna með fjölbreytilegan hóp nemenda

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

  • Reglusemi og samviskusemi

  • Hefur hreint sakarvottorð

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur er til og með 6. desember 2019.

Ráðið verður í stöðurnar frá 1. janúar 2020, möguleiki er að sameina í eina 100% stöðu. 

Upplýsingar gefur Birna Hannesdóttir skólastjóri í síma 456-2537

Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið skolastjori@talknafjordur.is

og verður móttaka umsókna staðfest.

Tálknafjarðarskóli – óskaskólinn okkar

Skólastjóri kallar foreldra og samfélagið allt til samráðsfundar um hugmyndir varðandi skólann:

  • Skólalóðin
  • Sérstök verkefni
  • Tenging við atvinnulífið

Mánudaginn 18. nóvember 2019, kl. 20:00 – 21:00

Hvet alla til að mæta sem vilja leggja sitt á vogarskálarnar og taka þátt í að móta skólastarfið á Tálknafirði.

Skólastjóri

Skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepp 2006-2018 og breytingar á deiliskipulagi fyrir Norður Botn skv. 30. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana 105/2006

Sveitarfélagið Tálknafjörður hyggst vinna breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018. Fyrirhuguð skipulagsbreyting tekur til þess hluta gildandi aðalskipulags sem snýr að seiðaeldi á landareigninni Norður-Botn. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður gerð breyting á deiliskipulagi Norður-Botns.

 

Fyrirhugaðar skipulagbreytingar munu fela í sér að hámarksframleiðsla í Norður-Botni eykst úr 400 t í 2000 t á ári og stækkun byggingarreits um 4,5 ha til suðurs. Byggingarmagn eykst töluvert en stækkun stöðvarinnar gerir ráð fyrir tíu húsum sem hvert um sig er með um 4.000 m3 kerjarými innanhúss eða samtals 45.000 m3.

 

Bæði aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagsbreytingin eru háð umhverfismati áætlana.

 

Skipulagslýsingin fyrir báðar breytingar eru settar fram í sameiginlegri greinargerð og verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps Strandgötu 38, 460 Tálknafirði og  á heimasíðu sveitarfélagsins www.talknafjordur.is.

 

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði eða á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is fyrir 2. desember n.k. 

 

SKIPULAGSLÝSINGUNA MÁ SJÁ HÉR (.pdf)

 

Virðingarfyllst,

Óskar Örn Gunnarsson

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Minningarsjóður

Minningarsjóður hjónanna Málfríðar Guðbjartsdóttur og Hákonar Jónssonar auglýsir eftir umsóknum eða ábendingum.

Tilgangur sjóðsins er líknarstarfsemi innan Vestur-Barðastrandarsýslu.

Auglýst er eftir umsóknum eða ábendingum vegna úthlutunar úr minningarsjóðnum í desember 2019.

Hægt er að senda ábendingar eða umsóknir á netföngin:
kristjanaras@gmail.com og sirryb@landsbankinn.is

Umsóknir eða ábendingar skulu berast í síðasta lagi 8. desember, úthlutun fer fram þriðjudaginn 10. desember 2018.

Stjórnin

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón