A A A

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða 2016

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2016, en úthlutun samfélagsstyrkja er orðinn árlegur viðburður hjá fyrirtækinu.
 

Orkubúið vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum.  Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, s.s. björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag.
 

Rétt er að minna á að leitast verður við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði.
 

Verkefnin þurfa að uppfylla þau skilyrði að þau séu til eflingar vestfirsku samfélagi, en að öðru leyti er umsækjendum gefnar nokkuð frjálsar hendur varðandi verkefni.
 

Miðað er við að einstakar styrkveitingar geti verið á bilinu 50.000 til 500.000,-
 

Umsóknum skal skilað rafrænt með því að fylla út rafrænt eyðublað á heimasíðu OV:
https://www.ov.is/forsida/samfelagsstyrkur/
 

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember.
 

Stjórn Orkubús Vestfjarða

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð föstudaginn 18. nóvember.

Kveðja, starfsfólk.

Sveitarstjórnarfundur

505. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, þriðjudaginn 15. nóvember 2016 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)


Sveitarstjóri

Kynningarfundur um Heilsueflandi samfélag

Mánudaginn 14. nóvember kl. 18:00 í Félagsheimilinu á Patreksfirði  mun Embætti landlæknis bjóða upp á kynningarfund um Heilsueflandi samfélag.
 

Eftir kynninguna verður boðið upp á umræður þar sem horft verður á samstarf ólíkra aðila í samfélaginu til heilsueflingar. Íbúum sveitarfélaganna í Vesturbyggð og á Tálknafirði, starfsfólki frá sveitarfélögunum, íþróttahreyfingunni og skólasamfélaginu og öðru áhugafólki er boðið á kynningarfundinn.
 

Heilsueflandi samfélag er samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. Hér getur verið um að ræða sveitarfélag, samliggjandi sveitarfélög, hverfi eða önnur svæði sem finna til samkenndar og samstöðu.
 

Heilsueflandi samfélag byggist á lýðræðislegum grundvelli  og sameiginlegri ábyrgðar- og eignarhaldstilfinningu íbúa og sveitarstjórnar.
 

Nánari upplýsingar um Heilsueflandi samfélag er að finna hér http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item28551/Heilsueflandi-samfelag


Heimaþjónusta

Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir starfsmanni  í heimaþjónustu á Tálknafirði.

Félagsleg heimaþjónusta hefur það markmið að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem geta ekki án utanaðkomandi aðstoðar séð um heimilishald. Þjónustan getur verið veitt tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum.

Stafshlutfall fer eftir eftirspurn hverju sinni. 

 

Frekari upplýsingar gefur  Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri  í

síma 450-2300 eða arnheidur@vesturbyggd.is

Tölvur og net auglýsa eftir tæknimanni

Um er að ræða fjölbreytt starf á sviði tækni- og tölvuvinnu á sunnanverðum vestfjörðum.
Starfið hentar bæði konum og körlum.

Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og geta starfað sjálfstætt.

 

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Bjarna Einarsson í síma 659-0050 eða bjarni@ton.is
 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón