A A A

Arnarlax hf. leitar að starfsmanni í gæðaeftirlit og sýnatökur

Arnarlax hf. leitar að starfsmanni í gæðaeftirlit og sýnatökur í kvíaeldi.
 

Helstu verkefni:
 

- Aðstoða gæðastjóra við innleiðingu gæðastaðla Whole Food Market og ASC
- Ýmsar sýnatökur s.s. á fóðri og fiski
- Lúsatalningar
- Gerð sýnatöku áætlana
- Frágangur á sýnum og samskipti við rannsóknarstofur
- Nákvæm skráning niðurstaðna og skýrslugerð
- Skráning upplýsinga í gæðakerfi Arnarlax (FishTalk)
 

Umsækjendur skulu hafa lokið BS gráðu í líffræði eða skyldum greinum. Reynslu af sýnatökum og gæðaeftirliti er krafist. Umsækjendur skulu vera sjálfstæðir í vinnubrögðum, búa yfir hæfileikum í mannlegum samskiptum og hafa gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 

Umsóknarfrestur er til 14.nóvember.
 

Hafðu samband anna@arnarlax.is

Íbúafundur

Sveitarstjórn boðar íbúa til fundar laugardaginn 5. nóvember n.k.
fundurinn verður í Íþróttahúsinu og hefst kl 15:00

 

Dagskrá:

1.   Yfirlit yfir framkvæmdir og rekstur ársins 2016.

2.   Fjárhagsáætlun 2016. Kynnt verða drög að fjárhagsáætlun 2016.

3.   Hitaveita, kynnt verður skýrsla frá Wilhelm Steindórssyni verkfræðing.

4.   Kaffihlé.

5.   Ragnar Ásmundsson frá Varmalausnum kynnir Varmadælur.

6.   Fyrirspurnir. 

 

Sveitartjórn Tálknafjarðarhrepps.

Greinargerð um kosti hitaveituuppbygginar í Tálknafirði

Wilhelm V. Steindórsson, verkfræðingur kynnti greinargerð um hitaveitu í Tálknafirði á fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 18. október. Þar voru þrír kostir kynntir, þ.e. miðlæg varmadæla, varmadæla við hvert hús og frekari jarðhitaleit. Ákveðið var að skipa vinnuhóp vegna framhalds málsins og í honum eru: Jón Örn, Ásgeir og Kristinn.

Greinargerð ásamt skýringarmynd af varmadælu sem lögð voru fram á fundinum má nálgast hér fyrir neðan.

Kjörstaður í Tálknafjarðarhreppi

Kjördeild fyrir Alþingiskosningar laugardaginn 29.október
verður í Grunnskólanum frá kl 10-18.

 

Kjörstjórn

Arnarlax óskar eftir starfsfólki

Starfsmaður við almenn fiskeldisstörf á þjónustubáta Arnarlax.

Unnið á 7 daga vöktum og frí í 7 daga.
 
Skipstjóri á þjónustubát Arnarlax á Patreksfirði.
Unnið á 7 daga vöktum og frí í 7 daga.
 
Starfsmaður á seiðaeldisstöðinni í Bæjarvík í Tálknafirði.
Unnið 8-17:00 virka daga.
 
Sjá nánar í auglýsingu (.pdf)
 

Nánari upplýsingar veitir Anna Vilborg Rúnarsdóttir,
í síma 456-0100 eða í netfangið anna@arnarlax.is

Sveitarstjórnarfundur

503. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, þriðjudaginn 18. október 2016 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)


Sveitarstjóri

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón