A A A

Surtarbrandsgil, opnun sýningar á Brjánslæk

Umhverfisstofnun í samstarfi við ábúendur á Brjánslæk hafa sett upp sýningu um jarðsögu náttúruvættisins Surtarbrandsgils í gamla prestbústaðnum á Brjánslæk. Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 en gilið er einn merkasti fundarstaður plöntusteingervinga á Íslandi. Þar hafa verið greindar um 65 tegundir plantna. Á sýningunni eru steingervingar og surtarbrandur til sýnis.

Landverðir ætla að bjóða upp á leiðsögn um sýninguna laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. ágúst milli kl. 15:30 – 17:00. Einnig verður farið í gönguferðir í Surtarbrandsgil með landverði kl. 13:00 báða dagana. Gengið er frá miðasölu Baldurs og tekur gangan um 2 ½ klst. Aðgangur ókeypis.

 

Landverðir

Sveitarstjórnarfundur

501. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, þriðjudaginn 16. ágúst 2016 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)
  
                        Sveitarstjóri

Atvinnuauglýsing

Arctic protein auglýsir hér með eftir starfsmanni til að stjórna og starfa við proteinverksmiðju fyrirtækisins sem áætlað er að sett verði upp í Tálknafirði í haust.

Áhugsamir hafi samband við Valdimar í síma 894 8503 eða á tölvupósti valdimar@arcticprotein.is



 

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð föstudaginn 29. júlí vegna sumarleyfa. Opnum aftur  þriðjudaginn 2. ágúst.
 
 Kær kveðja, starfsfólk.

Fræðsluganga í Vatnsfirði

Vissir þú að alþjóðadagur landvarða er 31. júlí? Þessi dagur er til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða  um allan heim við að vernda náttúru- og menningalegu verðmæti heimsins.

Í tilefni dagsins ætla landverðir að bjóða í fræðslugöngu í friðlandinu Vatnsfirði í Lambagil sunnudaginn 31. júlí. Mæting er við Hótel Flókalund kl. 13:00.

Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri, vera í góðum skóm og hafa með sér vatn og nesti. Gangan er miðlungs létt. Áætlað er að gangan taki 4 klst. Nánari upplýsingar í síma 822-4019.
 

Hlökkum til að sjá ykkur

Landverðir

Áhaldahúsið lokað

Áhaldahúsið verður lokað frá klukkan 13:00 í dag og engin þjónusta veitt eftir þann tíma.

Guðni Ólafsson

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón