A A A

Útskrift FSN 27. maí 2016

Boðskort á útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga 27. maí 2016

 

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 27. maí í  hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.

 

Allir velunnarar skólans eru velkomnir.

Skólameistari

Breyting á opnunartíma sundlaugar næstu daga

Nú er allt komið á fullt hjá okkur við að undirbúa sumarið. En núna á þriðjudaginn 24. maí og miðvikudaginn 25. maí opnum við ekki fyrr en klukka 17:00 vegna þess að starfsólkið er að fara á námskeiðið “skyndihjálp og björgun”.  Síðan eftir lokun á miðvikudeginum tökum við vatnið af lauginni svo það sé hægt að mála hana og gera við leka fyrir sumarið. Við gerum svo ráð fyrir því að geta opnað hana aftur á sunnudeginum 29. maí.

 

Þessi vika er alþjóðleg hreyfivika og til þess að hvetja fólk til að nýta sundlaugina okkar meira verður frítt í sund mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

 

Opnunartími næstu daga:

 

Þriðjudagurinn 24. maí 17:00 – 21:00

Miðvikudagurinn 25. maí 17:00 – 21:00

Fimmtudagurinn 26. maí LOKAÐ

Föstudagurinn 27. maí LOKAÐ

Laugardagurinn 28 maí LOKAÐ

Sunnudagurinn 29. maí 13:00 – 15:00

Mánudagurinn 30 maí 06:45 – 12:00 og 16:00 – 21:00

Þriðjudagurinn 31. maí 07:00 – 12:00 og 16:00 – 21:00

Miðvikudaginn 1. júní byrjar svo sumar opnunin sem verður 09:00 – 21:00

 

Ég vona að þetta valdi ekki miklum óþægindum og hvet fólk til þess að fara út og njóta vorsins í fallega firðinum okkar.

 

Jóhanna Eyrún Guðnadóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

Vinnuskóli Tálknafjarðar

Tekið er við skráningum í Vinnuskóla Tálknafjarðar sem hefst mánudaginn 6. júní.
 

Börn fædd árið       Dagl. Vinnutími            Tímabil

2000                           7 klst.                         8 vikur

2001                           7 klst.                         8 vikur

2002                           4 klst.                         6 vikur
 

Afhenda þarf útfyllt skráningareyðublöð, undirrituð af foreldri, annars er skráning ekki gild.
 

Eyðblöðum þarf að skila á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps í síðasta lagi föstudaginn 27. maí.
 

Áhaldahús Tálknafjarðar, forstöðumaður Guðni Ólafsson sími 869 0918.
 

Skráningareyðublöð má nálgast á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps undir Skrár og skjöl.
 

Vinsamlega athugið að foreldri þarf að undirrita umsóknina.

Félagsmálastjóri

Tiltekt í Tálknafirði

Laugardaginn 14. maí nk. Verður tiltektardagur í Tálknafirði. Mæting er við áhaldahúsið kl. 11:00 þar sem hægt verður að fá úthlutað verkefni og ruslapoka.


Hittumst aftur við áhaldahúsið kl. 13:00 þar sem Tálknafjarðarhreppur býður uppá grillaðar pylsur og svala eftir tiltekt.

Gámasvæðið verður opið í tilefni dagsins frá 13:00-15:00
- Ath. að garðaúrgangur fer upp í dal.

Spurningum má beina til Guðna í síma 869 0918.

Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt í að fegra bæinn okkar. Fyrirtæki eru einnig sérstaklega hvött til að hreinsa til í sínu nærumhverfi.

Láttu ekki þitt eftir liggja.

Áhugafólk um fallegri Tálknafjörð

Kynningarfundur um Umhverfisvottaða Vestfirði

Fjórðungssamband Vestfirðinga stendur fyrir kynningarfundi fyrir verkefnið Umhverfisvottaðir Vestfirðir sem sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa verið að vinna að síðastliðin ár. Einnig er verið að vinna að hliðarverkefni sem kallast Plastpokalausir Vestfirðir og verður það líka kynnt.
 

Lína Björg Tryggvadóttir verkefnastjóri kynnir verkefnin. 
 

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur  fjallar um hver  ávinningurinn er af því að flokka sorp og minnka plastnotkun? 
 

Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs fjallar um þær leiðir sem hægt er að fara til að minnka orkunotkun heimilanna.  
 

Félagsheimilinu á Patreksfirði þriðjudaginn 10. maí. kl. 17:00
 

Áhugaverðar námsbrautir í fjarnámi

Námsbrautir í fjarnámi á haustmisseri 2016

- UMSÓKNARFRESTUR TIL 1. JÚNÍ
- KYNNINGARFUNDIR 18. MAÍ

Nám til löggildingar fasteigna- og skipasala
- staðnám eða fjarnám

Réttindanám til löggildingar fasteigna- og skipasala er fjögurra missera námsbraut sem undirbýr þá sem vilja starfa við sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa.
 

Fjármál og rekstur
- staðnám eða fjarnám

Námslína fyrir aðila sem vilja öðlast hagnýta þekkingu á sviði fjármála og stýringu verkefna með áherslu á fjármál. Kynntar eru leiðir til að halda utan um kostnað og nýtingu fjármagns. Námið er eitt misseri.
 

Leiðsögunám á háskólastigi
- staðnám eða fjarnám

Leiðsögunám á háskólastigi er þriggja missera námsbraut fyrir þá sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns.
 

Viðurkenndur bókari
- staðnám eða fjarnám

Námið er eitt misseri og er undirbúningur fyrir próf til viðurkenningar bókara, sem haldið er af prófnefnd viðurkenndra bókara og er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
 

Náms- og starfsráðgjöf

Hjá Endurmenntun starfar náms- og starfsráðgjafi sem veitir aðstoð við námsval. Hægt er að hringja á símatíma eða bóka viðtalstíma.
Nánari upplýsingar hér
 

Námsbrautir - HAUST 2016

Hér má finna yfirlit yfir allar námsbrautir sem hefjast næsta haust.

Endurmenntun Háskóla Íslands - www.endurmenntun.is

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón