A A A

Frumnámskeið

Lyftara með allt að 10 tonna lyftigetu

Fjölnotatækja/smávéla, s.s. gröfur og ámokstursskóflur, allt að 4 tonna eigin þyngd

Dráttarvéla með tækjabúnaði

Hleðslukrana með allt að 18 tm lyftigetu, körfukrana og steypudælukrana

Valtara, útlagningarvéla (malbikunarvéla) og vegfræsara.

Námskeiðið verður í Félagsheimilinu á Patreksfirði

20, 21 og 22 júní n.k.  kl. 08:30 – 16:00 alla dagana.

Skráning í síma 5504655 eða 5504600,

Eða á www.vinnueftirlit.is

Netfang: margret@ver.is

Laus störf við sundlaug og tjaldsvæði Tálknafjarðar

Um er að ræða störf sem felast meðal annars í afgreiðslu, gæslu við sundlaug, vörslu með íþróttasal og tækjasal, klefagæslu og þrif, eins innheimtu og þrif á tjaldstæði.

 

Æskilegt er að viðkomandi sé kurteis og góður í mannlegum samskiptum, duglegur. Eins er gott ef viðkomandi hafi frumkvæði og sjálfstæði.

 

Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4 mgr. 10 gr. Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Æskilegt er að umsækjandi tali auk íslensku amk eitt tungumál.

Unnið verður á vöktum, dag, kvöld og helgar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaganna.

Umsækjendur  skulu vera orðnir 18 ára.

Eyðublöð til útfyllingar er að finna á heimasíðu Tálknafjarðar: talknafjordur.is.
Viðkomandi þarf að geta byrjað 1. júní.
 

Nánari upplýsingar gefur Jóhanna í síma 456-2639 eða sundlaug@talknafjordur.is

 

Umsóknafrestur er til 27. apríl 2016.

Framlög Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða 2016

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2016 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. Samtals voru rúmar 65 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar á Vestfjörðum. Mörg verkefni sem fá framlög eru sérstaklega áhugaverð og umsóknir voru fjölbreyttar. Fjórðungssamband Vestfirðinga óskar styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.

Sjá nánar hér:  http://www.vestfirdir.is/frettir/Framlog_Uppbyggingarsjods_Vestfjarda_2016/

Héraðsþing HHF

íþróttamenn ársins 2015
íþróttamenn ársins 2015

37. Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið í Félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd þann 15.mars s.l. Garðar Svansson mætti sem gestur á þingið fyrir hönd ÍSÍ og Hrönn Jónsdóttir fyrir UMFÍ.

Lilja Sigurðardóttir, formaður HHF sagði að vel hafi verið mætt og voru ýmis mál tekin fyrir.  Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem starf komandi árs var rætt. Miklar umræður sköpuðust um ástand íþróttamannvirkja á svæðum HHF en veðrið síðasta árið hefur valdið miklum skemmdum á þeim. Þingið bókaði áskorun til sveitarfélaganna um að fara í stefnumótun varðandi uppbyggingu og viðhald íþróttavalla og mannvirkja á svæðinu og að ábyrgðaraðilar séu skilgreindir.
Páll Vilhjálmsson íþróttafulltrúi fór yfir starf sitt og fór hann m.a. yfir starfsemi íþróttaskólans sem er fyrir börn í 1.-4.bekk. Páll er skólastjóri íþróttaskólans og sér einnig um þjálfun ásamt Þorbjörgu Petreu Pálsdóttur, Marion Worthmann og Sædísi Eiríksdóttur. Skólinn er á hverjum degi í samfellu við skólahald á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal og fá nemendur skólans grunnþjálfun í mörgum mismunandi íþróttagreinum. Fyrirmynd íþróttaskólans kemur frá HSV þar sem þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og virðist henta vel fyrir minni og dreifðari sveitarfélög. Yfir 90% nemenda á þessum aldri eru skráð í íþróttaskólann og í fyrsta skipti hafa börn á þessum aldri tækifæri til að stunda fjölbreyttar íþróttir 5 daga vikunnar í skipulögðu starfi. Eitt af markmiðum skólans er að börn læri það strax að hreyfing er hluti af daglegu lífi.
Veitt voru verðlaun fyrir íþróttamenn ársins 2015. Knattspyrnumaður ársins var Einar Jónsson, ÍH, körfuknattleiksmaður ársins var Kristján Kári Ágútsson, ÍH, frjálsíþróttamaður ársins var Saga Ólafsdóttir, ÍH, sundmaður ársins var Andrea Björk Guðlaugsdóttir, UMFT, og kraftlyftingamaður ársins var Þorbergur Guðmundsson, ÍH. Íþróttamaður HHF árið 2015 var Þorbergur Guðmundsson kraftlyftingamaður úr íþróttafélaginu Herði, en hann er landsliðsmaður í sinni grein og sá fimmti besti á landinu. Hann er Norðurlandameistari og hefur fengið gull og silfur á Evrópumóti unglinga í kraftlyftingum.

Á þinginu var veitt starfsmerki UMFÍ til Kristrúnar Guðjónsdóttur, fyrir mikið og óeigingjarnt starf í gegnum árin fyrir bæði UMFT og HHF. Sædís Eiríksdóttir fékk silfurmerki ÍSÍ fyrir starf sitt bæði í stjórn HHF og sem gjaldkeri ÍH.

Breytingar urðu á bæði stjórn og varastjórn en Kristrún Guðjónsdóttir, sem var í varastjórn, tók sæti Sædísar Eiríksdóttur sem setið hefur í stjórn síðan árið 2010. Iða Marsibil Jónsdóttir kom inn í varastjórn í stað Kristrúnar.  Stjórn HHF skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Birna Friðbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi og Kristrún Guðjónsdóttir, gjaldkeri. Í varastjórn sitja nú Heiðar Jóhannsson, Ólafur Byron Kristjánsson, og Iða Marsibil Jónsdóttir.

Stjórn HHF vill þakka þeim sem sóttu þingið og einnig gestgjöfunum í Ungmennafélagi Barðastrandar fyrir frábærar móttökur.
 

Sveitarstjórnarfundi frestað

Sveitarstjórnarfundur sem vera átti þann 15. mars er frestað fram til 22. mars.
 
 

Sveitarstjóri

Fasteignagjöld 2016

Álagning íbúðarhúsnæðis :                                                                    2016

Fasteignaskattur.                                                                    0,5% af hús- og lóðamati.

Vatnsgjald.                                                                             0,35% af hús- og lóðamati.

Holræsagjald.                                                                         0,4% af hús- og lóðamati.

Lóðarleiga.                                                                             2,5% af lóðarmati.

Sorphreinsunargjald, íbúðir                                                    17.300.- kr. á hvert sorpílát.

Sorpeyðingargjald, íbúðir                                                       24.900.- kr. á hvert sorpílát.

Umhverfisgjald, sumarhús, lögbýli                                        24.900.- kr. á hvert sorpílát

 

Gjalddagar verða 7. Fyrsti gjalddagi 1.febrúar, síðan 1.hvers mánaðar (febrúar til ágúst). Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt fyrir eindaga. Ef gjöld eru samtals lægri en kr. 25.000.- er um einn gjalddaga að ræða og er hann 15.mars. Ef álagning er kr. 500.- eða lægri verður krafan ekki innheimt. Álagningarseðlar verða sendir út en verða einnig aðgengilegir á ísland.is
 

Vinsamlega athugið að ekki verða sendir út greiðsluseðlar nema þess sé sérstaklega óskað. Greiðsluseðlar munu birtast í heimabanka með sama hætti og á árinu 2015. Engin breyting verður hjá þeim sem pöntuðu seðla í fyrra. Hægt er að panta og afpanta seðla með því að hringja í síma 456-2539 á opnunartíma skrifstofu og/eða senda tölvupóst á talknafjordur@talknafjordur.is.
 

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem eiga lögheimili í og eru þinglýstir eigendur viðkomandi fasteignar og/eða geti á rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68.gr.laga nr. 90/2003 um tekju og eignaskatt. Einungis er veittur afsláttur vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs :

.

a) Ef um er að ræða einstaklinga;

- með brúttótekjur undir 2.847.000 kr. getur niðurfelling orðið 100%

- með brúttótekjur milli 2.847.001 - 3.560.000 kr. getur niðurfelling orðið 70%

 

b) Ef um er að ræða hjón;

- með brúttótekjur undir 3.928.000 kr., getur niðurfelling orðið 100%

- með brúttótekjur milli 3.928.001 - 4.998.000 kr. getur niðurfelling orðið 70%

 

Við álagningu fasteignagjalda er afslátturinn reiknaður út frá álagningu 2015 vegna

skatttekna 2014. Vinsamlega athugið að afslátturinn verður endurreiknaður þegar

skattframtal 2016 vegna skatttekna 2015 liggur fyrir.
 

 Álagning atvinnuhúsnæðis :

Fasteignaskattur er 1,65% af hús- og lóðarmati, vatnsgjald 0,6% og holræsagjald 0,4% . Lóðarleiga er 2,5% af fasteignamati lóðar. Endurvinnslugjald vegna móttöku og þjónustu á gámavelli við Nýjabæ.

Að öðru leyti vísast til samþykkta Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps frá 15.nóvember 2014 og laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 ásamt síðari breytingum.

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón