A A A

Sveitarstjórn boðar til íbúafundar

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps boðar til íbúafundar  laugardaginn 6. febrúar n.k.

Farið verður yfir fjárhagsáætlun 2016.  Einnig mun aðili frá Orkubúi Vestfjarðar kynna hugmyndir að hitaveitu í Tálknafirði.

Farið verður yfir atvinnumálin í Tálknafirði og  stöðu sem þar er komin upp.

Einnig verður farið yfir væntanlegar snjóflóðavarnir sem eiga rísa í Tálknafirði.

 

Sveitarstjórn mun sitja fyrir svörum og  svara fyrirspurnum frá íbúum.

 

Sveitarstjóri

Sundlaugin verður lokuð

Sundlaugin verður lokuð eftir klukkan 12 á föstudaginn vegna vinnu þorrablótsnefndar. Vonandi kemur þetta sér ekki illa fyrir neinn. Hittumst svo hress á blótinu á laugardaginn.

Jóhanna

Þjónusta Stígamóta á sunnanverðum Vestfjörðum

Næstu viðtalstímar/next appointments/næste aftale
Mánudaginn/Poniedziałek/ Monday/Mandag

25.1/22.2./14.3./11.4./9.5.

Sími/tel: 562 6868
thorunn@stigamot.is

...
Meira

Sálfræðiþjónusta vorið 2016

Emil Einarsson sálfræðingur verður til viðtals sem hér segir:
 

21.-24. janúar
11.-12. febrúar
25.-26. febrúar
10.-11. mars
14.-15. apríl
12.-13. maí
 

Almennar viðtalspantanir fara fram hjá Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar í síma 4502000 en hjá Félagsþjónustu Vestur-Barðastrandarsýslu vegna tilvísana þaðan í síma 4502300.
 

Félagsmálastjóri

Þorrablót Tálknfirðinga 2016

Þorrablót Tálknfirðinga verður haldið laugardaginn 30. janúar 2016. Gengið verður tímanlega í  hús með áskriftarlista. Frekari upplýsingar verða birtar síðar.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Auglýst er eftir styrkumsóknum til Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða vegna ársins 2016. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 22. janúar 2016.  

Uppbyggingarsjóður er hluti af Sóknaráætlunar Vestfjarða og er í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hann hefur nú tekið við hlutverki Menningarráðs Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða og veitir styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar. Uppbyggingarsjóður varð til með samningi ríkis og Fjórðungssambands Vestfirðinga um Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 sem undirritaður var 10. febrúar 2015. Sérstök níu manna úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs sér um að fara yfir umsóknir og úthluta styrkjum, á grundvelli Sóknaráætlunar Vestfjarða, áherslna og úthlutunarreglna, auk gæða umsókna og verkefna.

Sjá nánar á : vestfirdir.is/Uppbyggingarsjodur/

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón