A A A

Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur

491. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, mánudaginn 2. nóvember 2015 og hefst kl. 17:00.

 

Sjá fundarboð hér (.pdf)
  
              Sveitarstjóri

Námskeið í skyndihjálp

Rauði krossinn og Fræðslumiðstöð Vestfjarða halda námskeið í skyndihjálp dagana 14. og 15. nóvember frá kl. 9 til 16 báða dagana. Kennari er Guðlaugur Jónsson og kennt er í SKOR á Patreksfirði.
 

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
 

Námskeiðið er frítt í boði Rauða krossins. Skráning er á frmst.is,  vefpóstur patro@frmst.is eða síma 4905095​

Myndlistarnámskeið í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi

Ásdís Sigurþórsdóttir
Ásdís Sigurþórsdóttir

Myndlistarnám er þroskandi fyrir börn og unglinga. Það þjálfar bæði hug og hönd  og kemur að góðu gagni á mörgum sviðum, bæði í skóla og í daglegu lífi. Það þjálfar einbeitingu, athygli og smekk, örvar  ímyndunaraflið og opnar augun fyrir umhverfinu.

Námskeiðin verða kennd í lotum, tvær helgar í nóvember og tvær í mars/apríl.
 

6.-8. nóvember Patreksfjörður

Á fyrsta námskeiðinu verður viðfangsefnið teikning, litafræði og myndbygging.
 

20.-22. nóvember Tálknafjörður 

Á seinna námskeiðinu verða unnir skulptúrar úr pappamassa, pappa og ýmsu tilfallandi í barnahópnum en meiri áhersla á tvívíð verk í hópi fullorðinna.

Nánari upplýsingar ym skipulag og fleira er að finna hér Myndlistarnámskeið bæklingur (.pdf)

Skráningareyðublað er að finna hér Skráning á myndlistarnámskeið undir: skrár og skjöl/umsóknareyðublöð

Eyðublaðið má prenta út og koma með á skrifstofu eða senda í tölvupóst til elsa@vesturbyggd.is Ekki verður tekið við skráningum í gegnum síma.


Viðvera félagsmálastjóra

Frá og með 20. október 2015 verður ekki um fasta viðveru félagsmálstjóra að ræða í Tálknafirði.

 

Sveitarstjóri

Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur

490. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, þriðjudaginn 20. október 2015 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)
  
              Sveitarstjóri

Auglýsing um stöðuleyfi gáma og annara lausafjármuna í Tálknafjarðarhreppi

Í byggingarreglugerð nr. 112/2012 segir svo um stöðuleyfi:

Sækja skal um stöðuleyfi til leyfisveitanda til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna:
 

     a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí.

     b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
 

Umsókn um stöðuleyfi skal vera skrifleg og undirrituð af eiganda eða ábyrgðarmanni viðkomandi hlutar og skal fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standi á. Í umsókn skal gerð grein fyrir tilgangi og lengd stöðuleyfis. Með umsókn skulu fylgja uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg eru til að sýna staðsetningu, útlit og gerð, fyrirkomulag og öryggi lausafjármunanna.
 

 Lausafjármuni skal staðsetja þannig að almenningi stafi ekki hætta af og ekki sé hætta á að eldur geti borist frá þeim í aðliggjandi hús. Ennfremur skal þess gætt að aðgengi slökkviliðs að aðliggjandi húsum sé ekki torveldað.
 

Handhafi stöðuleyfis er ábyrgur fyrir því að ekki skapist hætta vegna lausafjármuna og er leyfisveitanda heimilt að krefja eiganda um gögn og rökstuðning þar að lútandi. Handhafi stöðuleyfis er ábyrgur fyrir því að hreinlætisaðstaða í og við lausafjármuni sem falla undir þessa grein uppfylli ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og ákvæði laga um fráveitur og laga, reglugerða og reglna um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eftir því sem við á hverju sinni. Stöðuleyfi skulu mest veitt til 12 mánaða nema ákvæði skipulags mæli fyrir um annað. 
 

2.6.2. gr.

Heimild leyfisveitanda til að fjarlægja lausafjármuni.
 

Þegar lausafjármunir sem getið er um í 2.6.1. gr. eru staðsettir án stöðuleyfis skal leyfisveitandi krefja eiganda um að fjarlægja þá innan eðlilegs frests, þó aldrei lengri frests en eins mánaðar, að öðrum kosti verði það gert á kostnað eiganda. Þegar handhafi stöðuleyfis uppfyllir ekki þær kröfur sem fram koma í 2.6.1. gr. eða önnur skilyrði stöðuleyfis skal leyfisveitandi krefja hann um úrbætur innan hæfilegs frests, þó aldrei lengri frests en eins mánaðar. Verði viðkomandi ekki við þeim kröfum skal leyfisveitandi krefjast þess að lausafjármunirnir verði fjarlægðir innan hæfilegs frests, að öðrum kosti verði það gert á kostnað handhafa stöðuleyfis.

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón