Auglýsing eftir umsóknum um styrki
Nú er vinna við fjárhagáætlun sveitarfélagsins að hefjast.
Félagasamtökum í Tálknafirði, sem hafa í hyggju að sækja um styrki til sveitarfélagsins vegna ársins 2016, er vinsamlega bent á að skila inn umsóknum fyrir 15. október n.k.
Umsóknir skulu berast á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is
Raunfærnimat
Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir raunfærnimati á námsbrautum félagsliða-, leikskólaliða- og stuðningsfulltrúa í grunnskólum nú á haustdögum 2015.
Sjá nánar hér í auglýsingu. (.pdf)
Þjónusta Stígamóta á sunnanverðum Vestfjörðum haustið 2015
Usługi Stígamót ( Centrum nauczania i poradnictwa w sprawach przemocy na tle seksualnym) w południowej części fjördów zachodnich w roku 2015.
Næstu viðtalstímar/next appointments/næste aftale
Mánudaginn/Poniedziałek/ Monday/Mandag...
12.10./26.10./9.11/23.11./7.12.
Meira
Skólaþing
Fimmtudaginn 1. október nk. verður halið í Félagsheimili Patreksfjarðar málþing grunnskólanna á Vestfjörðum. ber það yfirskriftina " Hvernig komum við skólunum á Vestfjörðum í fremstu röð?
Eru fjórir fyrirlesarar með framsögu ásamt annarri dagskrá.
Fyrirlesararnir eru:
Gylfi Jón Gylfasson - Sálfræðingur og fyrverandi fræðslustjóri í Reykjanesbæ. Hann hefur unnið að því síðustu árin að koma Reykjanesbæ á kortið sem skólabæ.
Hulda Karen Daníelsdóttir - Verkefnisstjóri - Hún hefur fjallað og kannað mikilvægi móðurmáls nemanda sem eru tvítyngdir.
Ingvar Sigurgeirsson - Kennslufræðingur og kennir við Kennardeild Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað ýmsar bækur og má þar t.d nefna "Litróf Kennsluaðferðanna" (1999)
Bryndís Guðmundsdótti -Talmeinafræðingur- hún hefur unnið efnið Lærum og leikum með hljóðin; undirbúningur fyrir hljóðmyndun og tal.
Dagskráin er sem hér segir:
13:00 Friðbjörg Matthíasdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga setur Skólaþing.
13:10 Gylfi Jón Gylfason - Fram og aftur hvítbókina - hvernig ná skal markmiðum hennar- Reynslan úr Reykjanesbæ.
13:30 Hulda Karen Daníelsdóttir - Vá heve mikoð er til! Hagnýtt verkfæri til móttöku og kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál.
13.50 Ingvar Sigurgeirsson - Hvernig komum við skólunum okkar í fremstu röð?
14.10 Bryndís Guðmundsdóttir - Ávinningur samfélags: Miklvægar áherslur í málþroska og læsi á líflínunni.
14.30 Umræður
15.00 Kaffihlé
15:15 Grunnskóli Vesturbyggðar - Þróunarstarf og læsi
15.25 Grunnskóli Bolungarvíkur - Erlent samstarf
15.35 Grunnskólinn í Hólmavík - Grænfáninn og umhverfisfræðsla
15:45 Grunnskólinn á Ísafirði - Jafningjaverkefni.
15:55 Kaffihlé
16.10 Pallborðsumræður - Ásthildur Sturludóttir Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Andrea Kristín Jónsdóttir Sveitarstjóri Strandabyggðar, Elías Jónatansson Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar og Gísli Halldór Halldórsson Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
17.00 Þinglok
Skólaþing er öllum opið.
Dagskrá skólaþings (.pdf)
Starfsmaður í sundlaug
Starfskraftur óskast á kvöld og helgarvaktir í íþróttahúsi Tálknafjarðar. Felst starfið í afgreiðslu, gæslu og vörslu með íþróttasal, sundlaug, klefagæslu og þrif. Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOV-VEST og Launanefndar sveitarfélaga. Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára. Umsóknareyðublað má finna inn á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps.
Frekari upplýsingar gefur Jóhanna Guðnadóttir í síma 8690742.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir