A A A

Deiliskipulag fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar í Tálknafirði

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr, 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar í Tálknafirði.
 

Skipulagssvæðið er í land Gileyrar og Eysteinseyrar við norðarnverðan Tálknafjörð u.þ.b 1 km fyrir innan þéttbýlið. Svæðið nær niður í fjöru og er stór hluti þess á uppfyllingu, stærð svæðisins er um 1,35 ha. Gert er ráð fyrir tveimur byggingareitum, annars vegar fyrir núverandi seiðaeldishús og þjónustubyggingar, hinsvegar er fyrirhugaður byggingarreitur fyrir kerskálabyggingu með móttöku og aðstöðu fyrir starfsmenn.
 

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með mánudeginum 22. febrúar nk. til 4. apríl 2016. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskiplögin til 4. apríl 2016.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtún 1, 460 Tálknafirði.
 

           Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

                    Óskar Örn Gunnarsson
 
Auglýsing Deiliskipulag Bæjarvík 12022016 (.pdf)
Deiliskipulagstillaga gileyri-eysteinseyri greinagerð 12022016 (.pdf)
Deiliskipulagstillaga gileyri-eysteinseyri uppdráttur 12022016 (.pdf)

Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur

495. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, miðvikudaginn 17. febrúar 2016 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)
  
                        Sveitarstjóri

Sveitarstjórnarfundi frestað

Fundi sveitarstjórnar sem vera átti í dag 16. febrúar hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur

495. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, þriðjudaginn 16. febrúar 2016 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)
  
                        Sveitarstjóri

Íbúafundur í Tálknafirði

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps boðar til íbúafundar laugardaginn 6. febrúar 2016.

í Íþróttahúsinu. Fundurinn hefst kl 14.00 og áætlað að honum ljúki kl 17.00

  1. Ávarp sveitarstjóra.
  2. Kynning á fjárhagsáætlun 2016.
  3. Hitaveita í Tálknafirði – kostir Sölvi Sólbergsson sérfræðingur frá Orkubúi Vestfjarða kynnir stöðu mála.
  4. Staða í atvinnumálum. Einar Sveinn Ólafsson, formaður félags atvinnurekenda flytur ávarp.
  5. Ofanflóðavarnir.
  6. Opið fyrir fyrirspurnir.

Smáskipanám

Hefst 6. febrúar 2016.

Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008. Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans og lýkur hverjum námsþætti þess með bóklegu prófi.

Kennarar: Magnús Jónsson.
Tími: Hefst laugardaginn 6. febrúar. Nánari tímasetning auglýst síðar.
Lengd: 115 kennslustundir (hver kennslustund 40 mín).
Staður: Bíldudalur.
Verð: 139.900 kr. Sjókort, allar námsbækur og próf innifalin í verði.
Námsmat: Nemendur þurfa að lágmarki 5 í einkunn í stöðugleika og siglingafræði og að lágmarki 6 í siglingareglum til þess að ljúka náminu.

Skráning á námskeiðið hjá: frmst.is

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón