Allir lesa hefst í dag, föstudaginn 27. janúar!
Í dag er blásið til leiks í hinum stórskemmtilega og æsispennandi lestrarlandsleik Allir lesa! Mörg sveitarfélög hvetja bæjarbúa til að mynda lið og skrá lestur í von um að í bænum leynist sigurliðið, og þar með öflugustu lestrarhestar landsins! Í ár er einnig er hægt að keppa sem einstaklingur og verður fróðlegt að sjá hver les mest allra Íslendinga. Vinningshafar fá gjafakort á bókamarkað félags íslenskra bókaútgefanda og stærstu liðin fá girnilegar kræsingar með lestrinum. Allir lesa auk þess sem landsleikurinn er frábært tækifæri til að minnka skjátíma og lesa eitthvað af þeim fjölmörgu frábæru bókum sem fylla hillur landsmanna og bókasafna landsins. Hægt er að hefja keppni hvenær sem er á tímabilinu 27. janúar til 19. febrúar og hefur fjöldi fólks þegar skráð sig til leiks á allirlesa.is.
Aðstandendur Allir lesa eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóla.