A A A

Laus störf við sundlaug og tjaldsvæði

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laus störf við sundlaugina og tjaldsvæðið á Tálknafirði.

 
Starf sundlaugarvarðar felst í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi. Unnið er á vöktum, dag, kvöld og helgar.

Starf á tjaldsvæði felst í innheimtu og þrifum og er það 50% staða.

Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og sýni frumkvæði í starfi.
Æskilegt er að umsækjandi tali auk íslensku amk eitt tungumál.

Umsækjendur skulu vera orðnir 18. Ára.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaganna.
Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4 mgr. 10 gr. Æskulýðslaga nr. 70/2007.


Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 20. maí.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2017.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846 4713
eða sundlaug@talknafjordur.is



Sveitarstjórnarfundur

510. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 21. mars 2017 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)

Sveitarstjóri
 

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Reglur Tálknafjarðarhrepps  um sérstakan húsnæðisstuðning er komin á vefinn undir skrár og skjöl.. Þar er einnig umsóknaeyðublað vegna húsnæðisstuðning vegna 15 – 17 ára barna.  Í 8.grein reglnanna  kemur fram hverjir eiga rétt á þeim  og er greinin hér fyrir neðan.

Aðrir sem telja sig eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi samkvæmt þessum reglum   hafi samband við félagsmálastjóra í síma 450-2300 eða arnheidur@vesturbyggd.is  og sæki um.

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning (.pdf)

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára barna (.pdf)

 


 

8. gr.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna. 

     Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða leiguherbergi í íbúðarhúsnæði hjá óskyldum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sérstakur húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 60% af leigufjárhæð. Fjárhæð styrks skal þó aldrei nema hærri upphæð en 20.000 kr. á mánuði. Lágmarksgreiðsla foreldra eða forsjáraðila skal vera 10.000 kr á mánuði. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, ekki er greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja skólaönn.
 





Skrímslasetrið auglýsir eftir starfsfólki

Skrímslasetrið á Bíldudal auglýsir eftir umsjónarmanni og tveimur almennum starfsmönnum í sumar.
 

 Í störfunum felst m.a. móttaka gesta, veitinga- og minjagripasala ásamt öðrum tilfallandi störfum. Í starfi umsjónarmanns felst til viðbótar öll almenn umsjón með daglegum rekstri. Viðkomandi aðilar þurfa að hafa gott vald á íslensku og ensku og fleiri tungumál er kostur, jákvætt hugarfar, þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.

 

Skrímslasetrið opnar 15. maí og er opið til 15. september.
 

Áhugasamir hafi samband í síma 894 8503 eða sendi póst á netfangið skrimsli@skrimsli.is
 

Árshátið fyrirtækja 2017

Árshátið fyrirtækja á sunnanverðum Vestfjörðum verður haldin í félagsheimili Patreksfjarðar
laugardaginn 18. mars. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00.

Haukur á Heimsenda og hans fólk töfrar fram frábæran mat eins og þeim einum er lagið.

Veislustjórar eru þeir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson en þeir eru landsmönnum kunnugir úr Hraðfréttum.

Hljómsveitin Sólon heldur uppi stuði á dansgólfinu til kl. 03:00.

Matseðill (.pdf)
 
Árshátið fyrirtækja á Facebook

Fjölmennum á árshátíð og eigum frábæra kvöldstund saman.
 

Arnarlax leitar eftir vaktstjóra

Vaktstjóri í sjódeild-fiskeldi Á Patreksfirði og Tálknafirði

 

Unnið á 7 daga vöktum og 7 daga frí

 

Starfið felur í sér:

  • að geta stýrt og tekið þátt í daglegri framleiðslu allt frá útsetningu seiða til slátrunar
  • að hafa umsjón með mönnun á vöktum

Viðkomandi:

  • Þarf að hafa 12m skipstjórnarréttindi
  • Þarf að hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Þarf að sýna frumkvæði og  vera skipulagður

Umsóknarfrestur er til og með 6.mars

 

Áhugasamir sendi umsókn á anna@arnarlax.is

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón