A A A

Sveitarstjórnarfundur

509. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 21. febrúar 2017 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)
 

Sveitarstjóri

 

Skemmtileg sumarstörf á Minjasafninu að Hnjóti

Minjasafn Egils Ólafssonar auglýsir eftir hressu starfsfólki til starfa á safninu sumarið 2017.

 

Helstu verkefni starfsmanna er að leiðsegja gestum á lifandi hátt um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu og ýmiss tilfallandi verkefni.

 

Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum, skipulögðum og snyrtilegum einstaklingum með hæfni í mannlegum samskiptum. Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og frekari tungumálakunnátta er kostur.

 

Frítt húsnæði er fyrir starfsmenn í 5 km fjarlægð frá safninu. Eigið farartæki er kostur.

 

Frábært tækifæri fyrir nema eða annað áhugafólk um sögu, menningu og náttúru sunnanverðra Vestfjarða.

 

Atvinnuumsókn með ferilskrá skal skilað fyrir 1. mars á netfangið museum@hnjotur.is

 

Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður safnsins, Inga Hlín Valdimarsdóttir í síma 456-1511 eða á museum@hnjotur.is.

Tálknafjörður kemur sterkur inn

Landsleikurinn ALLIR LESA er nú í fullum gangi og hafa þátttakendur lesið í samtals 850 daga á þeim 14 dögum sem liðnir eru af keppninni. Sveitarfélögin keppast við að hvetja bæjarbúa áfram og víða keppa sjálfir bæjarstjórarnir til sigurs, enda heiður sveitarfélagsins í húfi!

 

Tálknafjörður stendur sig vel að vanda og vermir nú 7. sætið. Lestrarhestar bæjarins hafa lesið heilmikið, eða 13,8 klukkustundir að meðaltali. Það verður að teljast mjög góður árangur en betur má ef duga skal! Til að lífga upp á lesturinn næstu daga er tilvalið að taka þátt í bókabingói sem aðstaðandendur Allir lesa hafa sett saman.

 

Hægt er að skrá sig til leiks fram á síðasta dag landsleiksins, sem er þann 19. febrúar. Skráning fer fram á allirlesa.is auk þess sem hægt er að fylgjast með fréttum og skemmtilegu efni á facebook-síðu leiksins. Aðstandendur Allir lesa eru Reykjavík, bókmenntaborg Unesco og Miðstöð íslenskra bókmennta með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Heimili og skóla.

 

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu – leiðrétting

Deiliskipulag fyrir Norður-Botn var samþykkt í september 2014. Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulaginu, dags. 13. Júlí 2016, var grenndarkynnt sumarið 2016. Í tillögunni kemur fram að hámarks byggingarmagn innan byggingarreits I aukist úr 8.000 m² í 8.300 m² en um misritun er að ræða. Rétt hámarksstærð er 12.000m², sem er í samræmi við önnur gögn er varða framkvæmdina og kynnt hafa verið fyrir stjórn sveitarfélagsins.


Leiðréttingin hefur verið samþykkt í byggingar-, skipulags- og umhverfisnefnd og staðfest af sveitarstjórn.

Sjá nánar hér: Dskbrt Nordur Botn leidretting (.pdf)

Sveitarstjórnarfundur

508. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 8. febrúar 2017 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)

Sveitarstjóri

 

Fasteignagjöld 2017

Álagning íbúðarhúsnæðis :                                                                    2017

Fasteignaskattur.                                                                    0,5% af hús- og lóðamati.

Vatnsgjald.                                                                             0,35% af hús- og lóðamati.

Holræsagjald.                                                                         0,4% af hús- og lóðamati.

Lóðarleiga.                                                                             2,5% af lóðarmati.

Sorphreinsunargjald, íbúðir                                                    17.300.- kr. á hvert sorpílát.

Sorpeyðingargjald, íbúðir                                                       24.900.- kr. á hvert sorpílát.

Umhverfisgjald, sumarhús, lögbýli                                        24.900.- kr. á hvert sorpílát

 

Gjalddagar verða 7. Fyrsti gjalddagi 1.febrúar, síðan 1.hvers mánaðar (febrúar til ágúst). Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt fyrir eindaga. Ef gjöld eru samtals lægri en kr. 25.000.- er um einn gjalddaga að ræða og er hann 15.mars. Ef álagning er kr. 500.- eða lægri verður krafan ekki innheimt. Álagningarseðlar verða sendir út en verða einnig aðgengilegir á ísland.is
 

Vinsamlega athugið að ekki verða sendir út greiðsluseðlar nema þess sé sérstaklega óskað. Greiðsluseðlar munu birtast í heimabanka með sama hætti og á árinu 2016. Engin breyting verður hjá þeim sem pöntuðu seðla í fyrra. Hægt er að panta og afpanta seðla með því að hringja í síma 456-2539 á opnunartíma skrifstofu og/eða senda tölvupóst á talknafjordur@talknafjordur.is.
 

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem eiga lögheimili í og eru þinglýstir eigendur viðkomandi fasteignar og/eða geti á rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68.gr.laga nr. 90/2003 um tekju og eignaskatt. Einungis er veittur afsláttur vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs :

.

a) Ef um er að ræða einstaklinga;

- með brúttótekjur undir 2.847.000 kr. getur niðurfelling orðið 100%

- með brúttótekjur milli 2.847.001 - 3.560.000 kr. getur niðurfelling orðið 70%

 

b) Ef um er að ræða hjón;

- með brúttótekjur undir 3.928.000 kr., getur niðurfelling orðið 100%

- með brúttótekjur milli 3.928.001 - 4.998.000 kr. getur niðurfelling orðið 70%

 

Við álagningu fasteignagjalda er afslátturinn reiknaður út frá álagningu 2016 vegna

skatttekna 2015. Vinsamlega athugið að afslátturinn verður endurreiknaður þegar

skattframtal 2017 vegna skatttekna 2016 liggur fyrir.
 

Álagning atvinnuhúsnæðis :

Fasteignaskattur er 1,65% af hús- og lóðarmati, vatnsgjald 0,6% og holræsagjald 0,4% . Lóðarleiga er 2,5% af fasteignamati lóðar. Endurvinnslugjald vegna móttöku og þjónustu á gámavelli við Nýjabæ.

Að öðru leyti vísast til samþykkta Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps frá 15.nóvember 2014 og laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 ásamt síðari breytingum.

 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón