A A A

Vinnuskólinn byrjar mánudaginn 12. júní

Vinnuskólinn byrjar mánudaginn 12. júní.  Börnin mæti í áhaldahúsið kl. 9.00.
 

Þau sem ekki eru búin að skila inn skráningablaði komi með þau með sér fyrsta daginn.
 

Skráningablaðið er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins undir:
Skrár og skjöl/umsóknareyðublöð. 
 

Vinnuskólinn er eins og hér segir:
10. bekkur 8 vikur 7 klst.
9. bekkur 8 vikur 7 klst.
8. bekkur 6 vikur 4 klst.
7. bekkur 4 vikur 4 klst.


Enginn póstbíll í dag

Vegna óviðráðanlega orsaka verður enginn póstbíll í dag, 6.júní á Tálknafirði

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2016/2017

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir neðangreint byggðarlag skv. ákvæðum reglugerðar nr. 641/2016 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017 

 

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðu byggðalagi sbr. auglýsingu nr. 455/2017 í Stjórnartíðindum

 

Tálknafjörður

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér.  Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér. 

Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 14. júní 2017.

 

Fiskistofa 31. maí 2017

Auglýsing: Deiliskipulagsbreyting Norður-Botn

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. maí að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi fyrir Norður-Botn var samþykkt í september 2014.

 

Auglýst er hér með tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulaginu, svk. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Deiliskipulagsbreytingin felst í því að byggingareitur fyrir seiðaeldisstöð er stækkaður um 5500 m2 til suðausturs. Hámarksbyggingarmagn innan byggingareits I eykst í 15000 m2 í stað 8000 m2.

 

Að öðru leyti eru skilmálar óbreyttir.

 

Frestur til að skila athugasemdum er til 29. júní 2017.

16176001-4-ZZ-0003-a1-dskbr-grk-nordurbotn-2017 (.pdf)

Íþróttahúsið lokar tímabundið vegna viðhalds

Ágætu viðskiptavinir íþróttahússins!
 
Vegna árlegs viðhalds og námskeiðs verður íþróttahúsið LOKAÐ mánudaginn 29. og þriðjudaginn 30. maí.
 
Væntanlega tekst að opna Íþróttahúsið aftur miðvikudaginn 31.maí.
 

Frá og með 1.júní hefst sumaropnun og þá verður opið alla daga frá kl. 9.00 til 21.00.
 

Þökkum skilninginn!
Starfsfólk íþróttamiðstöðvar.

Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní

Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næst komandi.  Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.

Eftirfarandi breytingar verða eftir 1. júní 2017:

  • Réttindaávinnsla A deildar er breytt úr jafnri réttindaávinnslu yfir í aldurstengda réttindaávinnslu.
  • Lífeyrisaldur samræmdur við almennan vinnumarkað og verður 67 ár.
  • A deild er viðhaldið en þeir sem greiða áfram iðgjald til sjóðsins fara yfir í aldurstengda réttindaávinnslu en mismunur á réttindum í jafnri og aldurstengdri ávinnslu er mætt með sérstöku framlagi, lífeyrisauka, sem launagreiðendur greiða inn til sjóðsins.
  • Auk framlags í lífeyrisaukasjóð greiða launagreiðendur framlag í jafnvægissjóð sem er nýttur til að koma áfallinni stöðu A deildar í jafnvægi þann 31.maí 2017
  • Nýir sjóðfélagar frá 1. júní 2017 fara í aldurstengda réttindaávinnslu.
  • Launagreiðendur greiða einnig til sjóðsins framlag í varúðarsjóð.
  • Mótframlag launagreiðanda lækkar úr 12% í 11,5% þann 1. júní 2017.
  • Réttindi þeirra sem byrjaðir eru á lífeyri þann 31. maí 2017 og þeirra sem verða 60 ára á sama tíma verða ekki skert eða aukin þó svo til skerðingar eða réttindaaukningar komi hjá öðrum sjóðfélögum. Launagreiðendur gera sérstaklega upp fjárhagsleg áhrif vegna þessara sjóðfélaga við sjóðinn.

Sjá nánar um breytingu á A deild hér.

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón