Sjálfboðaliðar óskast í fjöruhreinsun á Rauðasandi
Vesturbyggð, Umhverfisstofnun og landeigendur á Rauðasandi ætla að standa fyrir fjöruhreinsun á Rauðasandi laugardaginn 1. júlí frá kl. 10:00 – 16:00. Hreinsunin fer fram á austurhluta Rauðasands. Þetta er þriðji áfangi í hreinsun strandlengjunnar en stefnt er á að gera það árlega og klára alla ströndina. Boðið verður upp á samlokur, drykki og óvissuferð.
Þeir sem eru tilbúnir til að leggja hönd á plóg eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá landverði í síma 822-4081 eða senda póst á netfangið eddak@ust.is fyrir föstudaginn 31. júní. Mæting er við Félagsheimilið á Patreksfirði, kl. 10:00 þar sem sameinast verður í bíla eða á tjaldsvæðinu Melanesi kl. 10:40.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Opinn fundur í Dunhaga, 11. júli kl. 20:00
Hugmynd að nýjum baðlaugum við Pollinn.
Eins og íbúar í firðinum hafa eflaust tekið eftir hefur ferðamannastraumur til Tálknafjarðar og í Pollinn stóraukist síðustu ár. Núverandi aðstæður í Pollinum eru orðnar gamlar og geta ekki talist fullnægjandi til að taka á móti þeim mikla fjölda gesta sem sækir svæðið heim. Þörf er á uppbyggingu sem styrkt getur þjónustu við ferðamenn og íbúa Tálknafjarðar.
Marta Sólrún Jónsdóttir, landslagsarkitekt hefur í vor unnið að meistaraverkefni við NMBU háskólann í Noregi um hönnun á nýjum laugum og baðsvæði.
Kynning á verkefninu verður haldin í Dunhaga þann 11. júlí klukkan 20-21.
Allir Tálknfirðingar og aðrir hollvinir Pollsins eru hjartanlega velkomnir.
Sveitarstjórnarfundur
514. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 27. júní 2017 og hefst kl. 17:00.
Sveitarstjóri
Kynning fræðsluaðila á Patreksfirði
Dagur framhaldsfræðsluaðila á Vestfjörðum verður haldinn 14. júní kl. 16-18 í Félagsheimili Patreksfjarðar.
Helstu fræðsluaðilar á Vestfjörðum kynna nám sem hægt er að sækja í farnámi, námi á framhaldsskólastigi, háskólastigi, fullorðinsfræðslu og raunfærnimat.
Sérstök áhersla er lögð á að kynna nám á heilbrigðissviði þar sem mikil þörf er á heilbrigðismenntuðu fólki á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn verða á staðnum til að kynna sitt starf og Sjúkraflutningaskólann.
Grill og skemmtilegheit.
Allir velkomnir!
Sveitarstjórnarfundur
513. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 13. júní 2017 og hefst kl. 17:00.
Sveitarstjóri
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir