A A A

Femínistafélagið Þjóðgerður stofnað á Patreksfirði

Stofnfélagar Femínistafélagsins Þjóðgerðar fyrir utan veitingastaðinn Heimsenda á Patreksfirði
Stofnfélagar Femínistafélagsins Þjóðgerðar fyrir utan veitingastaðinn Heimsenda á Patreksfirði

Á 100 ára kosningaafmæli íslenskra kvenna þann 19. júní sl. gerðist sá sögulegi viðburður að stofnað var Femínistafélag á Patreksfirði. Félagið hlaut nafnið Þjóðgerður eftir dóttur Hrafna-Flóka, og hefur þannig bæði tengingu við svæðið auk þess að vera sterkt og þjóðlegt.
 

Stofnfundur félagsins fór fram úr björtustu vonum þeirra kvenna sem fyrstar áttu hugmyndina, en á fundinn mættu 26 konur og einn karl, auk þess sem nokkrar konur sem ekki sáu sér fært að mæta þetta kvöld óskuðu eftir að verða skráðar í félagið.
 

Mikill áhugi og eldmóður var á fundinum og er því augljóst að konur og karlar á Patreksfirði láta sig jafnréttismál varða. Stefnt var m.a. að því að opna og efla umræðuna og baráttuna um jafnréttismál, efla fræðslu almennt um femínisma og koma jákvæðri orðræðu um femínisma út í samfélagið.
 

Næsti fundur er 19. júlí næstkomandi og er nú þegar búið að fá fyrsta fyrirlesarann til að halda erindi. Vilja stofnfélagar Femínistafélagsins Þjóðgerðar hvetja enn fleiri til að ganga í félagið, bæði konur og karla, en hægt verður á skrá sig á fundum.
 

Spilar Mozart á Mikladalnum

„Sumir pakkar eru risastórir,“ segir Anna Benkovic sem finnst ferðalög um fjöll milli fjarða skemmtileg. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson
„Sumir pakkar eru risastórir,“ segir Anna Benkovic sem finnst ferðalög um fjöll milli fjarða skemmtileg. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson

„Sendibréf eru undantekning en skammtur dagsins er samt alltaf drjúgur. Úti á landi hefur pósturinn talsvert annað hlutverk og meira en raunin er fyrir sunnan. Sumir pakkar eru risastórir; stundum heimilistæki, húsgögn eða annað slíkt. Fólk leggur traust sitt á þessa þjónustu,“ segir Anna Benkovic Mikaelsdóttir á Patreksfirði. Á fréttaferð um Vestfirði í síðustu viku hitti Morgunblaðsmaður Önnu þar sem hún hafði lagt bílnum út í kant við byggðina á Bíldudal. Þetta var morgunpásan, tilvalinn tími fyrir kók og samloku.

Hér má lesa greinina úr Morgunblaðinu. (.pdf)
 

Stærsta hús á Vestfjörðum að rísa í fjarðarbotni Tálknafjarðarhrepps

Góður gang­ur er í fram­kvæmd­um við nýju elds­stöðina, sem er fyr­ir botni Tálkna­fjarðar. Í daln­um ofan við bygg­ing­una er veg­ur­inn til Bíldu­dals. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
Góður gang­ur er í fram­kvæmd­um við nýju elds­stöðina, sem er fyr­ir botni Tálkna­fjarðar. Í daln­um ofan við bygg­ing­una er veg­ur­inn til Bíldu­dals. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Ágæt­ur gang­ur er í fram­kvæmd­um við bygg­ingu nýrr­ar seiðaeld­is­stöðvar Arctic Fish fyr­ir botni Tálkna­fjarðar. Alls vinna 14 iðnaðar­menn við að reisa bygg­ing­arn­ar, það er þrjá 3.700 fer­metra skála sem hver og einn hýs­ir átta 350 rúm­metra ker.
 

Ein bygg­ing­anna þriggja er þegar til­bú­in og starf­semi þar haf­in, burðar­virki annarr­ar er komið og sökkl­ar að þeirri þriðju. Að lok­um verður reist­ur tengigang­ur milli þess­ara þriggja húsa sem sam­an­lagt verða um rösk­lega 11.000 fer­metr­ar og þar með stærsta bygg­ing á Vest­fjörðum, að talið er.
 

Í dag fara um 500 þúsund eld­is­fisk­ar á ári frá Tálkna­fjarðar­stöð Arctic Fish, en eldi frá hrogn­um í 300 gramma stærð er eins árs ferli.

Hér má skoða greinina úr Morgunblaðinu. (.pdf)

Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur

487. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, þriðjudaginn 23. júní 2015 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)
  
              Sveitarstjóri

Fyrirhugað straumrof á Tálknafirði

Vegna vinnu í tengivirki á Keldeyri verður rafmagnslaust í þéttbýli og dreifbýli Tálknafjarðar aðfaranótt þriðjudagsins 23. Júní 2015.  Rafmagnslaust verður frá miðnætti til kl. 07:00.

www.ov.is

Starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar er laust til umsóknar

Forstöðumaður er deildarstjóri yfir Íþróttamiðstöðinni, ber ábyrgð á starfsmannahaldi, skipulagningu vakta og starfslýsingum fyrir starfsfólk sitt.  Forstöðumaður tekur þátt undirbúningi  fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og kemur að skipulagningu starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar og umhverfis hennar.
 

Nánari upplýsingar veitir: Indriði Indriðason sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, sveitarstjori@talknafjardarhreppur.is  s. 456-2539.
 

Launakjör skv. kjarasamningi FosVest og LN sveitarfélaganna.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps á þar til gerðum eyðublöðum, sem hægt er að nálgast þar og á vefsíðu sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2015.

 

Sveitarstjóri

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón