A A A

Skemmtileg sumarstörf á Minjasafninu að Hnjóti

1 af 2

Minjasafn Egils Ólafssonar, Hnjóti, Örlygshöfn við Patreksfjörð auglýsir eftir hressu starfsfólki til starfa á safninu sumarið 2015.

Helstu verkefni starfsmanna er að leiðsegja gestum á lifandi hátt um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu og ýmiss tilfallandi verkefni. Frítt húsnæði er fyrir starfsmenn í nágrenni safnsins. Frábært tækifæri fyrir nema eða annað áhugafólk um sögu, menningu og náttúru Vestfjarða.

Atvinnuumsókn með ferilskrá skal skilað fyrir 15. maí á netfangið museum@hnjotur

Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður safnsins, Inga Hlín Valdimarsdóttir í síma 456-1511.

Héraðsþings HHF 2015

1 af 4

36.Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið á veitingastaðnum Hópinu á Tálknafirði þann 29.apríl s.l. Vel var mætt á þingið og voru ýmis mál tekin fyrir.  Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem valdir voru íþróttamenn ársins 2014 hjá sambandinu.  
 
Nýr íþróttafulltrúi var kynntur til starfa en hann mun starfa fyrir Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp auk þess að vera framkvæmdarstjóri HHF. Páll Vilhjálmsson var valinn úr hópi um 13 umsækjenda en ráðgjafafyrirtækið Attentus aðstoðaði við ráðningarferlið. Páll mun hefja störf þann 1.júní n.k.  
 
Íþróttamenn HHF voru valdir á þinginu og var Saga Ólafsdóttir frá Íþróttafélaginu Herði (ÍH) valin frjálsíþróttamaður HHF auk þess að vera íþróttamaður HHF árið 2014. Knattspyrnumaður HHF var Einar Jónsson frá ÍH, sundmaður HHF var Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá Ungmennafélagi Tálknafjarðar (UMFT) og Gabríel Ingi Jónsson frá UMFT var körfuknattleiksmaður HHF.
 
Ein umsókn barst árið 2014 í Minningarsjóð Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar en tilgangur sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn innan Héraðssambandsins Hrafna-Flóka til frekari þjálfunar. Hilmir Freyr Heimisson fékk styrk, en hann teflir í skák og er meðal annars Íslandsmeistari í skólaskák 2013. Hilmir Freyr á glæstan feril að baki og má m.a. nefna að hann er unglingameistari Hellis 2012, unglingameistari T.R. 2011 og varð barnablitzmeistari á Reykjavík Open 2012. Stjórn HHF hlakkar til að fylgjast með þessum efnilega skákmanni í framtíðinni.
 
Engin breyting varð á stjórn HHF en stjórnina skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi og Birna Friðbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi. Varastjórn skipa Heiðar Jóhannsson, Kristrún A. Guðjónsdóttir og Ólafur Byron Kristjánsson.
 

FSN auglýsir eftir starfsfólki

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir
Framhaldsskólakennurum

Meðal kennslugreina eru:
Enska, efnafræði, eðlisfræði, líffræði, lífsleikni og stærðfræði (afleysing).
Náms- og starfsráðgjafa

Náms- og starfsráðgjafi 50%
Ræstingar

Ræstingar 50%

...
Meira

Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Tálkna

Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Tálkna, Tálknafirði verður haldinn í húsnæði sveitarinnar að Strandgötu 42b, þriðjudaginn 12.maí 2015 kl. 20:00.

 

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
    Skýrsla stjórnar og reikningar
  2. Inntaka nýrra félaga
    Áhugasamir boðnir velkomnir til starfa með sveitinni
  3. Kosning stjórnar
    Kjósa þarf nýjan formann og gjaldkera þar sem núverandi formaður og gjaldkeri gefa ekki kost á sér áfram. Nauðsynlegt er að áhugasamir gefi kost á sér í þessi embætti til að starfsemi sveitarinnar stöðvist ekki.
  4. Starf sveitarinnar á næstunni
    Fulltrúar á landsþingi SL í lok maí
  5. Önnur mál

Allir þeir sem vilja tryggja öryggi samfélagsins okkar með öflugri starfsemi björgunarsveitarinnar eru hvattir til að mæta á fundinn og styðja þannig við starf sveitarinnar.

 

Stjórn Björgunarsveitarinnar Tálkna


Pakkarnir sóttir heim að dyrum á Tálknafirði

Frá og með 1. maí mun póstbíll taka við póstafgreiðslu á Tálknafirði. Póstbíllinn mun veita sambærilega þjónustu og pósthúsin, ásamt því að dreifa og taka við pósti frá íbúum.  

 

Póstbíllinn mun aka alla virka daga frá kl 11:00 til 14:00. Haft er beint samband við póstbílinn til að koma frá sér sendingum, ef sérstakar óskir eru varðandi afhendingu sendinga má koma þeim á framfæri og reynt verður að verða við slíkum beiðnum eins og kostur er. Samskonar þjónusta póstbíla er starfrækt á um 20 stöðum víðsvegar um landið og hefur gefist vel. Samhliða þessari breytingu á þjónustu verður póstafgreiðslu á Tálknafirði lokað. Frímerki og umbúðir verður hægt að kaupa í Tálknakjör og póstkassi verður staðsettur þar.

 

Póstbíllinn kemur frá pósthúsinu á Patreksfirði. Sími póstbílsins er 825 1155, en einnig má hafa samband við pósthúsið á Patreksfirði í síma 456 1000.

 

Aðrar upplýsingar er hægt að nálgast hjá þjónustuveri Póstsins í síma 580 1200.

 

Nýr forstöðumaður á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti

Inga Hlín Valdimarsdóttir
Inga Hlín Valdimarsdóttir

Inga Hlín Valdimarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Minjasafns Egils Ólafssonar að Hnjóti. Inga lauk BA prófi í fornleifafræði frá Háskóla Íslands 2007, og  er í meistaranámi við Háskóla Íslands í safnafræði. Hún hefur góða reynslu á safnastarfi, en hún starfaði sem safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga á Eyrabakka og einnig á Þjóðminjasafni Íslands.

Inga Hlín mun hefja störf við safnið í byrjun maí.

 

sveitarstjóri

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón