Byggðamálaráðstefna á Patreksfirði 19. og 20. september
Háskólasetur Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vesturbyggð og Byggðastofnun standa að Byggðamálaráðstefnu á Patreksfirði næstkomandi föstudag og laugardag.
Aðsókn að ráðstefnunni er með ágætum, en um 60 manns hafa nú þegar skráð sig.
Byggðamálaráðstefnan er öllum opin, en henni er ætlað að opna og móta umræðu um byggðamál á landsbyggðinni, móta umræðu um stefnumótun í stjórnsýslu og stjórnmálum ásamt því að vera vettvangur nýrra rannsókna.
Ennþá er hægt að skrá sig á ráðstefnuna á info@wa.is eða í síma 456-5006 og er skráningargjaldið 15.000 kr.
Í boði er fyrir þá sem það að hlýða aðeins á fyrirlestrana án þess að greiða skráningargjald. Þeir aðilar hafa hins vegar ekki aðgang að öðrum þáttum ráðstefnunar svo sem mat, málstofur og þess háttar.
Inn í skráningargjaldinu er m.a. matur báða dagana, kynnisferð í fyrirtæki á svæðinu ásamt áhugaverðum málstofum og umræðum.
Áætlað er að hafa rútuferðir á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar í tengslum við ráðstefnuna.
- Fimmtudaginn 18. september fer rútan frá Ísafirði kl. 17:30 og er áætluð koma til Patreksfjarðar kl. 20:30
- Laugardaginn 20. september fer rútan frá Patreksfirði kl. 13:30 og er áætluð koma til Ísafjarðar kl. 16:30.
Rútan mun taka upp farþega í Önundarfirði og Dýrafirði, en mikilvægt er að skráning í rútuna liggi fyrir.
Verð í rútuna fyrir báðar leiðir eru 15.000 kr.
Skráning í rútuna er í síma 456 5006 eða info@wa.is
Upplýsingar um dagskrá ráðstefnunar og fyrirlestra má finna á vefslóðinni
Ályktanir frá Kvennaþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem var haldið dagana 12. – 14. september 2014 á Patreksfirði hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir.
Ályktun
Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldið á Patreksfirði 13. september 2014 skorar á samgönguyfirvöld og Alþingi að tryggja heilsárssamgöngur sunnanverðra Vestfjarða við aðra landshluta og heilsárssamgöngur innan Vestfjarða.
Malarvegir eru víða í óásættanlegu ástandi og miklar slysagildrur.
Þingið tekur undir kröfu heimamanna að Vestfjarðarvegur 60 um Gufudalssveit verði í forgangi og láglendisleið verði kláruð sem allra fyrst.
Ályktun um fjarskiptamál
Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldið á Patreksfirði 13. september 2014 skorar á fjarskiptafyrirtækin á Íslandi að tryggja ávallt að fjarskiptakerfi þeirra, sími, gsm og internet virki sem skyldi og að varaleiðir séu ávallt til staða ef bilanir koma upp. Einnig skal áréttað mikilvægi RÚV til að koma skilaboðum til almennings þegar aðrar fjarskipta og samskiptaleiðir liggja niðri.
Greinargerð
Hinn 26. ágúst sl. bilaði aðalkerfi Símans á Vestfjörðum og varakerfi var ekki til staðar sökum skorts á viðhaldi. Allt símasamband Símans lá niðri og samfélagið lamaðist.
Sambærilegt ástand skapaðist á Norðurlandi í september 2012 þegar þar geisaði óveður. Rafmagn fór af stórum hluta Norðurlands í því veðri og fjarskiptakerfi lömuðust. Með tilliti til slysavarna er svona ástand grafalvarlegt mál ef slys gerast eða vá kemur upp.
Slysavarnakonur á sunnanverðum Vestfjörðum.
Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur
474. fundur sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn þriðjudaginn 16. september og hefst kl 17:00.
Sjá fundarboð hér (.pdf)
Sveitarstjóri
Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða kominn út
Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fyrir veturinn 2014 – 2015 var að koma út og hefur honum verið dreift á heimili og fyrirtæki á Vestfjörðum. Í námsvísinum eru auglýst um 70 námskeið og námsleiðir í 7 flokkum. Er námið sem boðið er mjög ólíkt að innihaldi og lengd. Með því vill Fræðslumiðstöðin koma til móts við sem flesta, enda kappkostar hún að þjóna öllum íbúum Vestfjarða hvar sem þeir búa og hvaða menntun sem þeir hafa.
...Meira
Fjölbrautaskóli Snæfellinga boðar til foreldrafundar
Fimmtudaginn 11. september kl. 20:00 – 21:30.
Fundarstaðir: FSN Grundarfirði og Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði.
Starfsmenn Fjölbrautaskóla Snæfellinga kynna starfsemi skólans.
Dagskrá:
- Almennt um FSN
- Kynning á nýjum námsbrautum
- Kennsluhættir-Námsmat
- Kynning á stoðþjónustu
- Foreldrafélag FSN
- Önnur mál
Umsjónarkennarar nýnema verða á staðnum
Skólameistari
Jón Eggert Bragason
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir