Teigsskógur: Mælt með endurupptökuleið
Niðurstöður starfshóps um vegamál í Gufudalssveit hafa verið birtar. Þar voru þrír möguleikar á málsferð varðandi vegarlagningu um Teigsskóg teknir til skoðunar, en af þeim mælir hópurinn með svonefndri endurupptökuleið. Gert er ráð fyrir að unnt sé að sækja um framkvæmdaleyfi þegar eitt til eitt og hálft ár er liðið frá ósk um endurupptöku. Kæruleið er talin lakari kostur hvað tíma varðar en lagasetningarleið kæmi til greina ef niðurstaða fæst ekki með endurupptöku, að áliti hópsins.
Starfshópinn skipuðu Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingveldur Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Þórey Vilhjálmsdóttir frá innanríkisráðuneytinu, sem fer með vegamál.
Greiningu og niðurstöður starfshópsins varðandi málsmeðferð vegna mats á umhverfisáhrifum vegarlagningar um Teigsskóg má lesa hér.
Frétt tekin af: reykholar.is