A A A

Teigsskógur: Mælt með endurupptökuleið

Niðurstöður starfshóps um vegamál í Gufudalssveit hafa verið birtar. Þar voru þrír möguleikar á málsferð varðandi vegarlagningu um Teigsskóg teknir til skoðunar, en af þeim mælir hópurinn með svonefndri endurupptökuleið. Gert er ráð fyrir að unnt sé að sækja um framkvæmdaleyfi þegar eitt til eitt og hálft ár er liðið frá ósk um endurupptöku. Kæruleið er talin lakari kostur hvað tíma varðar en lagasetningarleið kæmi til greina ef niðurstaða fæst ekki með endurupptöku, að áliti hópsins.

 

Starfshópinn skipuðu Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingveldur Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Þórey Vilhjálmsdóttir frá innanríkisráðuneytinu, sem fer með vegamál.

 

Greiningu og niðurstöður starfshópsins varðandi málsmeðferð vegna mats á umhverfisáhrifum vegarlagningar um Teigsskóg má lesa hér.

Frétt tekin af: reykholar.is

Sönghátíð í Tálknafjarðarkirkju

Sunnukórinn á Ísafirði heldur af stað í söngferðalag laugardaginn 11. október. Farið verður á suðursvæði Vestfjarða, þar sem fyrsta stopp er Sjúkrahúsið á Patreksfirði en þar ætlar kórinn að syngja nokkur lög fyrir skjólstæðinga og alla þá eldri borgara sem heimangengt eiga. Ekkert gjald er heimt fyrir þann söng.

 

Síðar um daginn verður annað hljóð í strokknum því þá munu kór Hvammstangakirkju og Sunnukórinn bjóða Vestfirðingum til sönghátíðar í Tálknafjarðarkirkju. Hefst söngurinn þar kl. 17:00. Sameina kórarnir þar krafta sína og munu þeir syngja kirkjulega sem og veraldlega tónlist – allt frá Graduale til BG og Ingibjargar. Ekki er um sameiginlegan söng að ræða, heldur skiptast kórarnir á að syngja sínar dagskrár og má því búast við lífi í tuskunum og fjölbreyttri tónlist. Aðgangseyrir á þá tónleika er kr. 1000.-

Deiliskipulag Norður Botn, bókun og auglýsing á niðurstöðu hreppsnefndar

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 30. september 2014 tillögu að deiliskipulagi fyrir Norður Botn.
 

Deiliskipulagið var auglýst frá 9. desember 2013 til 24. janúar 2014. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
 

Óskað var eftir auka umsögn Fiskistofu eftir auglýsingatíma. Fiskistofa gerði athugasemd við deiliskipulagstillöguna og benti á að umsögn sérfræðings vegna mögulegra áhrifa framkvæmda á lífríkið væri ein af forsendum fyrir leyfisveitingu. Í kjölfarið var leitað til Náttúrustofu Vestfjarða sem gerði athugun á búsvæðum og seiðabúskap í Botnsá, sem birt er í skýrslu dags. ágúst 2014. Eftirfarandi köflum hefur verið breytt í greinargerð í samræmi við niðurstöður athugunarinnar:

  • Kafli 1.6.5 Náttúrufar
  • Kafli 2.3 Möguleg áhrif mismunandi valkosta
  • Kafli 2.4.1 Náttúra
  • Kafli 3.8 Efnistaka
  • Skipulagstillagan var send Skipulagsstofnun til yfirferðar og svaraði stofnunin í bréfi dags. 20. maí 2014. Í kjölfarið var umfjöllun og skilmálar í greinargerð gerðir skýrari. Breytingarnar eru eftirfarandi:
  • Kafla 1.6.3 Núverandi starfsemi er bætt inn.
  • Fjallað er um vöktun í kafla. 2.5. Jafnframt var bætt við kafla um vöktun vegna fiskeldis og efnistöku, þ.e. kafli 3.16 vöktun.
  • Fjallað er skýrar um efnismagn  og frágang náma kafla 3.8.
  • Fjallað er skýrar um frárennsli og fráveitu í kafla 3.9.
  • Fjallað er skýrar um meðhöndlun úrgangs í kafla 3.12

Frekari upplýsingar gefur skipulagsfulltrúi. Hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
 

Skipulagsfulltrúi  Tálknafjarðarhrepps
 

Skrifstofan lokuð 8. - 10. október

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð dagana 8 – 10 okt.

Ef erindið er aðkallandi er hægt að hafa samband við varaoddvita í síma 690-2632.

Hunda- og kattahreinsun

Sigríður dýralæknir verður með hunda og kattahreinsun á föstudaginn 10. Október,
milli kl. 14:00 og 15:30 í áhaldahúsinu á Tálknafirði.
 

Hreinsunin er hluti af árgjaldi sem greitt er fyrir dýrin.
 

Ef dýr þarf aðra þjónustu en hreinsun frá dýralækninum þá vinsamlega hafið samband við Sigríði í síma 861-4568 sem fyrst.

Fundi Stígamóta aflýst vegna veðurs

Áður boðuðum kynningarfundi Stígamóta sem halda átti í Félagsheimili Patreksfjarðar kl. 20:00 hefur verið aflýst vegna veðurs.

Fundurinn verður auglýstur að nýju í nóvember.

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón