A A A

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2014/2015

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 652/2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015

 

Tálknafjörður

Seyðisfjörður

 

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1051/2014 í Stjórnartíðindum

 

Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður)

 

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér.  Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér. 

Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2014.

 

Fiskistofa 5. desember 2014

Stígamót, þjónusta íbúa Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Stígamót, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa gert með sér samkomulag um þjónustu Stígamóta við íbúa byggðarlaganna.  Samkomulagið er gert til reynslu í þrjá mánuði.  Vestfirðingar greiða ferðakostnað, en Stígamót senda á sinn kostnað ráðgjafa á staðinn hálfs mánaðarlega.   Sú heitir Þórunn Þórarinsdóttir og mun bjóða upp á ókeypis viðtalsþjónustu og ef þátttaka verður mikil, kemur vel til greina að starfrækja sjálfshjálparhóp líka.

...
Meira

120 sementsflutningabílar vegna uppbyggingar fiskeldis á Tálknafirði

Guðmundur Hilmarsson við sementsflutningabílinn. Mynd: Skessuhorn.
Guðmundur Hilmarsson við sementsflutningabílinn. Mynd: Skessuhorn.

Geysimiklar framkvæmdir eru í uppbyggingu fiskeldis og annars iðnaðar á sunnanverðum Vestfjörðum. Aalborg Portland sinnir þangað miklum sementsflutningum frá Helguvík. Það var einmitt Guðmundur Hilmarsson sem ók fyrsta flutningabílnum um borð í nýja Baldur í áætlunarferð yfir Breiðafjörðinn þegar skipið fór sína fyrstu ferð í liðinni viku. Guðmundur er bílstjóri hjá sementsinnflutningsfyrirækinu Aalborg Portland. Hann kveðst í samtali við blaðamann Skessuhorns aka sementi á einum af fjórum bílum fyrirtækisins um land allt frá birgðastöðinni í Helguvík. Það var á sinn hátt táknrænt fyrir bjartsýnina sem fylgir hinu nýja skipi að það skyldi einmitt vera bíll með byggingarefni sem ók fyrstur um borð með farm inn á rúmgott bílaþilfar nýja Baldurs.  „Ég fer með þetta til steypustöðvarinnar á Bíldudal. Þeir eru nú að fara að framleiða tólf þúsund rúmmetra af steinsteypu í mannvirki tengdum fiskeldinu og vinnslu við það á Tálknafirði. Við erum með 32 tonn af sementi í hverri ferð á þessum bílum. Það er efni í hundrað rúmmetra af steinsteypu. Þannig að þú sérð að við munum fara 120 ferðir keyrandi með sement vestur, bara til að anna þessu verkefni þarna á Tálknafirði,“ sagði Guðmundur.

Frétt tekin af: skessuhorn.is

Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur

477. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, þriðjudaginn 18. nóvember 2014 og hefst kl. 17:00.

 

Sjá fundarboð hér (.pdf)
  
Sveitarstjóri

Auglýsing: Deiliskipulag fóðurstöð Fjarðalax, Háanesi (Stóri Laugardalur) Tálknafirði

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr, 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir fóðurstöð Fjarðalax, Háanesi (Stóri Laugardalur) Tálknafirði.
 

Deiliskipulagssvæðið er 0,6 ha að stærð, staðsett á Háanesi (Stóra Laugardal) í Tálknafirði. Gert er ráð fyrir 6000 m2 iðnaðarlóð með athafnasvæði á tveimur vinnuplönum, starfsmannahúsi, vélarhúsi og fóðursílóum. Markmið deiliskipulagsins er að forma lóð fyrir fóðurstöð í sem mestri sátt við nánasta umhverfi, sem einkennist af nálægð við sjó og fjöru.
 

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með þriðjudeginum 11. nóvember  nk. til 20. desember 2014. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is. 
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskiplögin til 20. desember 2014.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtún 1, 460 Tálknafirði.
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Óskar Örn Gunnarsson

Deiliskipulagsuppdráttur fóðurstöð Fjarðalax, Háanesi (Stóri Laugardalur) Tálknafirði (.pdf)


Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2014/2015

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 652/2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015

 

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 985/2014 í Stjórnartíðindum

 

Árborg (Stokkseyri og Eyrarbakki)

Garð

Stykkishólm

Bolungarvík

Húnaþing vestra (Hvammstangi)

Blönduósbæ

Sveitarfélagið Skagafjörð (Sauðárkrókur og Hofsós)

Norðurþing (Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn)

Fjarðabyggð (Mjóifjörður og Stöðvarfjörður)

 

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér.  Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér.  

Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2014.

 

Fiskistofa 7. nóvember 2014

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón