Stuðningsfulltrúi og starfsmaður í lengdri viðveru við Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Fjölbrautaskóli Snæfellinga óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 75% starf við framhaldsdeild skólans á Patreksfirði.
Leitað er að einstaklingi sem hefur góða skipulagshæfileika og er lipur í samskiptum.
Háskólamenntun er æskileg. Einnig er mikilvægt að umsækjendur séu fljótir að tileinka sér nýjungar og séu vel tölvufærir.
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi SFR.
Starfsmaður vinnur undir stjórn deildarstjóra. Starfið felst fyrst og fremst í vinnu með nemanda á starfsbraut FSN.
Ráðið er í starfið frá 15. janúar 2015 til 15. maí 2015.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Jóni Eggerti Bragasyni skólameistara á netfangið joneggert@fsn.is Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði. Umsækjendur framvísi sakavottorði samkvæmt. 8. gr. reglugerðar nr. 680/2009.
Umsóknarfrestur er til 12. janúar 2015.
Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skólameistari á netfanginu joneggert@fsn.is eða í síma 430 8400/891 7384. Á vef skólans www.fsn.is má einnig finna ýmsar upplýsingar um skólann.
Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandarsýslu auglýsir eftir starfsmanni í lengdri viðveru við framhaldsskóladeild FSN á Patreksfirði.
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi FOSVEST.
Starfsmaður vinnur undir stjórn félagsmálastjóra.
Ráðið er í starfið frá 15. janúar til 15. maí 2015.
Umsóknir berist til Elsu Reimarsdóttur elsa@vesturbyggd.is Í umsókn skal tilgreina fyrri störf og menntun. Skriflegar umsóknir bersti til:Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandarsýslu, Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður. Nánari upplýsingar verða veittar í tölvupósti eða síma 4502300. Umsækjendur þurfa að framvísa sakavottorði samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 680/2009.
Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur
478. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, mánudaginn 15. desember 2014 og hefst kl. 17:00.
Sjá fundarboð hér (.pdf)
Sveitarstjóri
Kynning vegna breytingar á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi:
Aðalskipulagsbreyting, breyting á þéttbýlisuppdrætti og nýtt efnistökusvæði.
Viðfangsefni breytingarinnar er breyting á landnotkun í þéttbýlinu á Tálknafirði og nýtt efnistökusvæði E5 í dreifbýli sem og leiðréttingar á númerum á svæðum fyrir þjónustustofnanir í þéttbýli en númer í greinargerð og uppdrætti hafa víxlast á tveimur stöðum.
Deiliskipulag íbúðarsvæði Túnahverfi
Hér er um að ræða deiliskipulag á um 11,6 ha sem afmarkast af opnu svæði við Bugatún í suðri, Lækjargötu í austri, Hrafnadalsvegi í vestri og Nátthagatúni í norðri. Í gildandi aðalskipulagi fyrir Tálknafjarðarhrepp 2006-2018 er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði, en einnig sem svæði fyrir þjónustustofnanir (S8). Unnið er að breytingu á aðalskipulagi samtímis deiliskipulaginu þar sem verið er að breyta landnotkun á S8 og V3/A2 í íbúðarsvæði.
Megið markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:
- Að nýta óbyggðar lóðir við núverandi götur innan byggðarinnar
- Að mynda nýja heilsteypta íbúðabyggð sem liggur vel í landi og myndar eðlileg tengsl við núverandi byggð.
- Að bjóða upp á mismunandi sérbýlishúsalóðir sem taka mið að þörfum bæjarbúa varðandi stærðir og húsagerðir.
- Að koma fyrir öruggum gönguleiðum í gegnum hverfið sem tengjast nærliggjandi byggð, þjónustu og útivistarsvæðum.
- Að móta öruggt og einfalt gatnakerfi.
Breytingin og tillaga að deiliskipulagi verða til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps fimmtudaginn 11. desember frá 10-14.
Tillögurnar verða síðan auglýstar formlega í kjölfarið og gefst þá frestur til að gera athugasemdir.
Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Óskar Örn Gunnarsson
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir