A A A

Tvö opin vettvangsnámskeið

Í notkun þangs, þara og annarra nytja stranda leynast möguleigar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar. Mynd: bb.is
Í notkun þangs, þara og annarra nytja stranda leynast möguleigar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar. Mynd: bb.is

Í vor býður Háskólasetur Vestfjarða upp á tvö opin vettvangsnámskeið á sunnanverðum Vestfjörðum í tengslum við námsleiðina sjávartengd nýsköpun. Fyrra námskeiðið snýst um nýsköpun í fiskeldi og fer fram á Tálknafirði en það síðara fjallar um nýsköpun í nýtingu hafsins og fer fram á Reykhólum. Bláa hagkerfið er löngu hætt að snúast aðeins um veiðar og vinnslu. Á Vestfjörðum hefur fiskeldi t.d. rutt sér til rúms og í notkun þangs, þara og annarra nytja stranda leynast möguleikar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar. Aukin verðmæti skapast oft með því að tengja bláa hagkerfið við það græna.

Námskeiðin tvö njóta góðs af nálægð við atvinnulíf tengt viðfangsefnunum og eru fyrirtækjaheimsóknir hluti af náminu. Nemendur fá innsýn í möguleika og áskoranir fiskeldis í köldum sjó í fyrra námskeiðinu, en í því síðara verður sjónum beint að nýsköpun í sjálfbærri nýtingu auðlinda strandsvæða. Í lok hvors námkeiðs vinna nemendur að viðskiptaáætlun fyrir nýsköpunarverkefni að eigin vali. Kennarar beggja námskeiða eru Dr. Peter Krost, Kiel, líffræðingur og meðeigandi fyrirtækisins CRM, Coastal Research and Management og María Maack, líffræðingur og sérfræðingur í visthagfræði.

Frétt tekin af: bb.is

Þorrablót Tálknfirðinga 2015

Þorrablót Tálknafjarðar verður haldið laugardagskvöldið 24. Janúar í Íþrótta og félagsheimili Tálknafjarðar. Blótið hefst stundvíslega klukkan 20:00 en húsið opnar 19:30.

Dansleikur verður að loknu borðhaldi með DJ Jónas.

Ath. aldurstakmark er 18 ára.


Miðaverð kr. 6.500,-

Hægt er að skrá sig á lista sem liggja frammi í Tálknakjöri, sundlauginni, Landsbankanum og Þórsbergi.

Miða verður hægt að sækja föstudaginn 23. janúar, milli kl. 17:00 - 19:00.

Boðið verður upp á rútuferðir heim frá kl. 12:00 til 03:00.

Hvetjum alla til að mæta og skemmta  sér með góðu fólki og borða góðan mat.
 

Kveðja nefndin.

 


Stígamót, þjónusta við íbúa Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Það er með ánægju sem við tilkynnum að Stígamót, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa gert með sér samkomulag um þjónustu Stígamóta við íbúa byggðarlaganna.  Samkomulagið er gert til reynslu í þrjá mánuði til að kanna hvort þörf er á þessari þjónustu. Ráðgjafinn sem kemur heitir Þórunn Þórarinsdóttir, hún hefur unnið í mörg ár á Stígamótum og bæði sinnt einstaklingsviðtölum og verið með sjálfshjálparhópa.

Þórunn byrjar mánudaginn 26. janúar og verður hálfsmánaðarlega fram til 1. maí en þá verður samningurinn endurskoðaður. Þjónustan er ókeypis og ef þátttaka verður mikil, kemur vel til greina að starfrækja sjálfshjálparhóp líka.
Tímabókanir eru í síma 562-6868 eða á thorunn@stigamot.is   

Stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019

 Nú er komið að því að vinna stefnumótunarvinnu fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Ákveðið hefur verið að halda þrjá opna fundi á Vestfjörðum til að safna hugmyndum og forgangsraða þeim. Um er að ræða fundi sem öllum er heimilt að mæta á og taka þátt í vinnunni. Uppkast að áætluninni verður svo birt á vefnum í framhaldinu og þá verður einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur. Allir fundirnir hefjast kl. 15:00 og standa að hámarki í þrjá tíma. Kaffi verður á boðstólum í hléi. Fundarstaðir og fundartímar eru eftirfarandi:

 

12. jan (mánudagur), kl. 15:00 – Félagsheimilinu á Patreksfirði

13. jan (þriðjudagur), kl. 15:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík

14. jan (miðvikudagur), kl. 15:00 – Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði

 

Í nýrri Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 á að fjalla um nýsköpun og atvinnuþróun, menningarmál, uppbyggingu mannauðs og lýðfræðilega þróun á svæðinu. Á fundunum verður fjallað um stöðu Vestfjarða í þessum málaflokkum í stuttum kynningum og síðan unnið í hópum við hringborð. Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur umsjón með vinnunni og nýtur aðstoðar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Allir sem áhuga hafa á byggðamálum og framtíð Vestfjarða eru hvattir til að mæta á fundina og taka þátt í vinnunni.

 

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Fjórðungssambandsins, www.vestfirdir.is einnig veitir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri .


Íbúð til leigu

Til leigu fjögurra herbergja íbúð að Miðtúni 4, Tálknafirði.

Nánari upplýsingar veitir Guðni Ólafsson í síma: 869 0918.

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður  lokuð frá og með  31.des. til 2.jan.

Hægt er að ná í sveitarstjóra í síma 456-2531

 

Sveitarstjóri

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón