Auglýsing: fundur í hreppsnefnd
458. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, miðvikudaginn 11. september 2013 og hefst kl. 17:00.
Sjá fundarboð hér. (.pdf)
Sveitarstjóri
458. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, miðvikudaginn 11. september 2013 og hefst kl. 17:00.
Sjá fundarboð hér. (.pdf)
Sveitarstjóri
Félagsþjónusta Vestur – Barðastrandasýslu og Framhaldsskólinn á Snæfellsnesi eru að hefja áhugavert samstarf, einskonar Mentor verkefni.
Verkefnið byggist upp á því að nemandi í framhaldsskóladeildinni á Patreksfirði heimsækir eldri borgara sem hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu. Íbúum á Patreksfirði, Tálkafirði og Bíldudal sem eru orðinir 70 ára er boðið að taka þátt í verkefninu. Ekki verður hægt að bjóða upp á þetta samstarf í sveitum sveitarfélagsins að þessu sinni og markast það af búsetu nemenda sem sækja framhaldsdeildina.
...Tálknafjarðarhreppur auglýsir til sölu fasteignina, Eyrarhús, fmr nr 212-4242. Um er að ræða einbýlishús, um 181,6 m². Fasteignin stendur á eignarlóð sem er 1110 m² að stærð.
Húsið selst í núverandi ástandi. Áhugasömum er bent á að hafa samband við sveitartjóra í síma 456-2539.
Kirkjuskólinn hefst laugardaginn 7. September Í Tálknafjarðarkirkju, kl.11:00.
Kirkjuskólinn á verður á laugardögum fram að aðventu, frá kl. 11:00 til 12:00.
Bestu kveðjur,
Sr. María
Ísafjarðarbær, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa samþykkt að auglýsa tillögu að Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Þar er m.a. fjallað um nýtingu fjarðarins, þ.e.a.s. á svæði sem afmarkast af línu sem liggur 115 m frá stórstraumsfjöruborði og línu sem liggur 1 sjómílu utan við grunnlínu landhelginnar. Áætlunin er ekki lögformleg skipulagsáætlun en við gerð hennar hafa verkferlar svæðisskipulags verið hafðir til hliðsjónar.
Sjá nánar á heimasíðu Fjórðungssambands Vestfirðinga
Vegna rennslismælinga á borholu við „Pollinn“ þá verður sundlaugin lokuð frá og með 30. Ágúst, til og með fimmtudagsins 5. september.
Íþróttahúsið verður opið fyrir fasta tíma frá kl 16.00 til 19.00, eða í samráði við forstöðumann sundlaugar. Sturtuaðstaða verður ekki til staðar á þessum tíma í íþróttahúsi.
Einnig verður „Pollurinn „ lokaður a.m.k fram á n.k mánudag.
Nánari upplýsingar um opnunartíma íþróttahúss eru veittar í hjá forstöðumanni sundlaugar í síma 456-2639.
sveitarstjóri