A A A

Sundlaugin lokuð vegna jarðarfarar

Vegna útfarar Unnar Torfadóttur frá Eysteinseyri sem vera á laugardaginn 23.mars n.k lokar íþróttahús og sundlaug klukkan 15:00 þann dag.

 

Umsjónarkona

Sumarstörf á Minjasafni Egils Ólafssonar

Minjasafn Egils Ólafssonar, Hnjóti, Örlygshöfn auglýsir eftir sumarstarfsmönnum til starfa á safninu sumarið 2013.

Helstu verkefni starfsmanna er að leiðsegja gestum um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu, þrif og ýmiss tilfallandi verkefni.

Atvinnuumsókn skal skilað fyrir 15. apríl

...
Meira

Boranir hefjast við Tálknafjörð eftir páska

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefur jarðboranir í landi Litla-Laugardals í Tálknafjarðarhreppi í byrjun næsta mánaðar. „Þetta er bara fjórum kílómetrum fyrir utan bæinn og því vonumst við til þess að þarna finnist heitt vatn sem nýtast muni bæjarbúum,“ segir Indriði Indriðason sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Finnist heitt vatn í borholunum er ljóst að orkukostnaður heimamanna kemur til með að lækka umtalsvert.

Til stóð að verkið hæfist í desember, en vegna bilana við vinnslu á núverandi verki á Höfn var á Suðurlandi lengur en til var ætlast. Hann er nú á leið vestur.

Frétt tekin af: bb.is

Niðurstaða komin frá innanríkisráðuneytinu

„Þetta mál er nú í meðferð hjá sveitarstjórn. Við erum að fara yfir þetta og tökum þetta fyrir næsta fundi þann 25. mars,“ segir Indriði Indriðason sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Innanríkisráðuneytið hefur lokið yfirferð sinni á lögmæti ákvörðunar Tálknafjarðarhrepps um að fela Hjallastefnunni rekstur grunnskóla staðarins. Niðurstaða ráðuneytisins hefur ekki verið gerð opinber og er sveitarstjórn með málið til umfjöllunar. „Ég get ekki tjáð mig um niðurstöðuna þar sem hún hefur ekki verið tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar,“ segir Indriði.

Í haust ályktaði mennta- og menningarmálaráðuneytið að ákvörðun Tálknafjarðarhrepps að semja við Hjallastefnuna um rekstur eina skóla sveitarfélagsins hefði ekki verið lögum samkvæmt. Leitað var eftir umsögn innanríkisráðuneytisins og liggur niðurstaða ráðuneytisins fyrir.

Frétt tekin af: bb.is

Varðskipið Þór til sýnis

Varðskipið Þór mun koma til Patreksfjarðar um helgina og leggja að bryggju. Skipið verður til sýnis almenningi á milli kl. 13:00 og kl. 16:00 á laugardaginn 16.mars nk.

Við hjá Landhelgisgæslu Íslands, bjóðum ykkur um borð á þessum tíma og áhöfnin mun verða til taks til að fræða ykkur um tækjabúnað og getu skipsins.

Átt þú rétt á styrk vegna vöruflutninga?

Á Vestfjörðum getur styrkurinn numið allt að 20% af flutningskostnaði samkvæmt lögum nr. 160/2011 um svæðisbundna flutningsjöfnun.


Fulltrúar Byggðastofnunar verða  með kynningarfund vegna umsókna um flutningsjöfnunarstyrki fimmtudaginn 14. mars kl 14:00 í fundarsal þróunarsetrisins á Ísafirði.


Hægt verður að taka þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað á Hólmavík og í Skor þekkingarsetri á Patreksfirði.

...
Meira
Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón