A A A

SEEDS kynnir spennandi verkefni á Ítalíu!

SEEDS leitar nú að þátttakendum fyrir leiðtoga námskeið á vegum ungmennaskipta Evrópu unga fólksins á Ítalíu 17. – 23. apríl 2013! Námskeiðið mun fara fram í bænum Alcamo á Sikiley og ber það heitið "Lead For A Reason". Námskeiðið mun fara fram á ensku og þar munu hópar frá Íslandi, Króatíu, Eistlandi, Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Lúxemborg koma saman og þróa leiðtogahæfileika sína.

...
Meira

Stofnfundur POWERtalk deildarinnar Kletts

Stofnfundur POWERtalk deildarinnar Kletts á sunnanverðum Vestfjörðum verður haldinn á Stúkuhúsinu á Patreksfirði þriðjudaginn 14. apríl klukkan 11:00

...
Meira

Lóðamál í Tálknafirði

Í Tálknafjarðarhreppi er mikið um að lóðaleigusamningar við hreppinn séu útrunnir. Einnig vantar heildarmynd á lóðafyrirkomulag í þorpinu til þess að hægt sé að deiliskipuleggja. Vegna þessa hafa verið unnin drög að nýjum lóðablöðum fyrir þorpið fyrir endurnýjun lóðaleigusamninga. Í einhverjum tilfellum geta  stærðir og lega á lóðum breyst frá því sem var í gömlum samningum. Þess vegna hvetjum við íbúa að taka þátt í mótun sinna lóða og hafa samband við byggingarfulltrúa á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps Miðtúni 1 milli kl 13:00 og 15:00 þann 11. og 18. apríl nk.
 

Drög að lóðafyrirkomulagi má finna á vef Tálknafjarðar og hjá byggingarfulltrúa á ofangreindum tímum.
 
Sjá nánar: Drög að lóðalegu (.pdf)

Ármann Halldórsson

Skipulags –og byggingarfulltrúi

Breyting á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018

Breyting á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018 vegna afmörkunar vatnsverndar, jarðborun og reiðleiðir í Tálknafirði
 

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi þann 20.mars 2013 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018. Tillagan og meðfylgjandi umhverfisskýrsla var auglýst frá 4. desember 2012 til 16. janúar 2013. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingastofnun, Orkustofnun, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun. Umsagnir gáfu ekki tilefni til þess að breyta auglýstri tillögu en brugðist hafði verið við umsögnum áður en tillaga var auglýst. Einnig bárust athugasemdir frá Dýrfiski. Orðið var við athugasemdunum og búið er að svara  þeim sem þær gerðu. Minniháttar breytingar voru gerðar á auglýstri tillögu sem gáfu ekki tilefni til þess að endurauglýsa tillöguna og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér að byggingarfulltrúa Tálknafjarðarhrepps.

 

Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi

Ræðunámskeið

Það fæðist enginn ræðumaður, ekki frekar en altalandi, en hvort tveggja lærist! POWERtalk á Íslandi stendur fyrir ræðunámskeiði 12 – 13 apríl næstkomandi. Námskeiðið er í þrem hlutum þar sem farið verður í grunnatriðin í ræðumennsku; uppbyggingu ræðu, framkomu í ræðustól, raddbeitingu og líkamstjáningu.

Námskeiðið verður haldið í fundarsalnum í félagsheimili Patreksfjarðar.

...
Meira

Messuheimsókn

Kórar Tálknafjarðar- og Bíldudalskirkna munu syngja við messu í Dómkirkjunni sunnudaginn 14. apríl kl. 11:00.
 
Organisti og kórstjóri er Marion Worthmann. Sr. Leifur Ragnar Jónsson predikar, sr. Karl V Matthíasson og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari.

Messukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar að messu lokinni. Allir hjartnalega velkomnir.

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón