A A A

Foreldrar ánægðir með Hjallastefnuna

Tálknafjörður
Tálknafjörður

Tálknafjarðarskóli er eini leik- og grunnskóli landsins þar sem Hjallastefnan er við lýði á öllum námsstigum. Samkvæm foreldrakönnun Hjallastefnuskólanna sem gerð var á bilinu 12. desember til 11. janúar síðastliðinn kemur fram að meirihluti foreldra barna í Tálknafjarðarskóla eru ánægðir með starfsemi skólans. Meirihluti þeirra sem svöruðu könnuninni töldu upplýsingastreymi frá skólanum vera nægilegt. 45% aðspurðra telja sitt barn vera „frekar ánægt“ í skólanum, en 43% telja það „mjög ánægt.“

Meirihluti sagði að starfsfólk skólans hefði opið og jákvætt viðmót og auðvelt væri að ná samband við stjórnendur skólans. Mikill meirihluti sagði að viðkomandi myndi mæla með skólanum við aðra.

Frétt tekin af: bb.is

Borun á vinnsluholu í landi Litla - Laugardals

Borun við Hoffell í Hornafirði. mynd: ruv.is
Borun við Hoffell í Hornafirði. mynd: ruv.is

Eins og kunnugt er stendur til að bora eftir heitu vatni í landi Litla-Laugardals.  Tálknfirðingar eru orðnir ansi langeygir eftir að borun hefjist, enda gríðarlegur áhugi og spenna fyrir því að hér finnist nægilegt vatn til þess að leggja hitaveitu í þorpið.  Á fundi hreppsnefndar í nóvember kom fram að von væri á bormönnum Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um miðjan desember, það gekk því miður ekki vegna ófyrirsjáanlegra tafa af völdum bilana við vinnslu á núverandi verki sem er að Hoffelli við Höfn í Hornafirði.  Strax að því verki loknu mun borinn koma hingað og hafist verður handa við borun.
 
Meðfylgjandi er linkur inn á frétt RÚV þar sem þessi staða kemur fram. 

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/18012013/heitt-vatn-fyrir-hofn

Endurbygging stálþils á Tálknafirði

1 af 2

Á Tálknafirði er nú lokið fyrri áfanga endurbyggingar á gömlu bryggjunni. Gamla stálþilið var rekið niður 1960 og er því 53 ára gamalt. Í þessari lotu var var nýtt þil rekið utan um það gamla, alls 151 m með -6 m dýpi. Viðlegan beggja vegna er um 66,0 m og gaflinn um 17 m. Verkið hófst í júní árið 2011 með kaupum á 259 tonnum  af þilefni úr grunni tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík en stög og festingaefni voru innflutt frá Þýskalandi.

...
Meira

Aukaferð 9. febrúar

Til allra viðskiptavina ferjunnar Baldurs.

 

Aukaferð verður laugadaginn 9. febrúar.

 

Frá Stykkishólmi    kl. 09:00

Frá Brjánslæk         kl. 12:00

 

Komið við í Flatey ef á þarf að halda.

Þorrablót Tálknfirðinga

Þorrablót Tálknfirðinga verður haldið laugardaginn 26. janúar 2013
Í Íþrótta og félagsheimili Tálknafjarðar.
 Miðaverð kr. 6.000,-
Hægt er að skrá sig fram á miðvikudag 23. jan. 2013
Listinn liggur frammi í Tálknakjöri.

Koma svo allir !!!!

Indriði ráðinn sveitarstjóri

Indriði Indriðason
Indriði Indriðason

Indriði Indriðason  hefur verið ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.  Indriði er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum á Akureyri og er hann að ljúka MS.c námi í fjármálum og alþjóða bankahagfræði við Háskólann á Bifröst.   Indriði hefur reynslu og þekkingu á sveitarstjórnarmálum og hefur m.a. starfað sem fjármálastjóri, bæjarritari og staðgengill sveitarstjóra, nú síðast hjá Rangárþingi Ytra.  Indriði mun hefja störf frá og með 4. febrúar n.k.

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón