A A A

Héraðsþing HHF 2012

1 af 2

Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið í Félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd þann 30.apríl s.l.  Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ voru gestir á þinginu. 

Lilja Sigurðardóttir, formaður HHF sagði að vel hafi verið mætt og voru ýmis mál tekin fyrir.  Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem starf komandi árs var rætt.  Aron Páll Hauksson var ráðinn framkvæmdarstjóri HHF en hann hefur sinnt starfinu vel seinustu sumur.  Nýtt félag, Skotíþróttafélag Vestfjarðar - Skot Vest, var samþykkt inn í sambandið. 

...
Meira

Fundir um vímuefnaforvarnir

Fundir um vímuefnaforvarnir með foreldrum og nemendum 9 og 10 bekkjar Grunnskóla Vesturbyggðar og framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði.
Fundirnir fara fram á sal Patreksskóla


Fimmtudagur 10. maí 2012.
Kl.20:00 – Fundur með foreldrum grunnskólabarna og barna á framhaldsskólaaldri.


Föstudagur 11. maí 2012.
Kl.10:00 – 12:00 Fundur með nemendum 9. og 10. bekk og framhaldsdeild FSN.

...
Meira

Undirritun viljayfirlýsingar við Hjallastefnuna

Viljayfirlýsing á milli Tálknafjarðarhrepps og Hjallastefnunar verður undirritaður í Tálknafjarðarskóla föstudaginn 4.maí kl. 14:00
 

Margrét Pála Ólafsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir munu í framhaldinu svara spurningum foreldra og annarra aðstandenda skólans.
 

Allir velkomnir

Oddviti.

Orkusparnaður með varmadælu

Helgina 11 til 13 Maí verðum við í sveitinni að kynna mögulegan orkusparnað með varmadælum fyrir þá sem ekki hafa kost á hitaveitu, bjóðum við uppá að reikna út mögulegan orkusparnað með uppsettningu á varmadælu ásamt því að kynna helstu kosti þess, ráðleggjum með réttar stærðir af varmadælum ásamt því að gefa tilboð í varmadælu.

...
Meira

Járniðnaðarmaður og starfsmaður í verslun

Okkur vantar nú þegar vanann járniðnaðarmann til starfa.

Þá vantar okkur einnig starfsmann í verslun okkar.

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 893 1554

Vélsmiðjan Logi

Patreksfirði

Jóga á suðursvæði Vestfjarða

Indverski Jóga meistarinn Sajeevan Arakkal
Indverski Jóga meistarinn Sajeevan Arakkal

Indverski Jóga meistarinn Sajeevan Arakkal verður með tíu daga námskeið á Tálknafirði sem byrjar 10 maí næstkomandi. Þetta er einstakt tækifæri sem allir ættu að notfæra sér og byrja sumarið með beint bak, fallegar línur og bros á vör. Jóga kennslan er jafnt fyrir vana sem byrjendur. Sajeevan er einstakur leiðbeinandi og eflir svo sjálfstraust iðkendanna að það eru allir farnir að standa á haus og hnýta á sig slaufur eftir nokkra daga. Námskeiðið skiptist í morgun- og kvöld tíma og verður haldið í íþróttasalnum á Tálknafirði. Aðstoðarkennari, Dagný A. Steinsdóttir.

...
Meira
Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón