Fjarðalax á góðri siglingu
Fjarðalax ehf, sem stundar laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum, mun í sumar setja þriðju kynslóð laxaseiða sinna í sjó í Patreksfirði. Um er að ræða stærstu kynslóð fyrirtækisins hingað til, 800-900.000 seiði. Nú er unnið að slátrun fyrstu kynslóðar fyrirtækisins en hún hefur verið alin í Tálknafirði frá miðju ári 2010. Önnur kynslóðin dafnar mjög vel í Arnarfirði og verður hafist handa við slátrun úr henni seinna á þessu ári. Hjá Fjarðalax starfa nú 30 manns en gert er ráð fyrir fjölgun með auknum umsvifum og að síðla næsta árs verði þeir allt að 60.
...Meira