Kynning á styrkjum Menningarráðs Vestfjarða og námskeið um umsóknagerð
Eins og kynnt hefur verið mun Menningarráð Vestfjarða nú í fyrsta skipti úthluta stofn- og rekstrarstyrkjum á þessu ári og er umsóknarfrestur um þá til 30. mars. Einnig hafa verið auglýst eftir umsóknum um hefðbundna verkefnastyrki og er frestur til að sækja um þá til 10. apríl. Aðeins verður auglýst einu sinni eftir verkefnastyrkjum á árinu 2012. Af þessu tilefni mun Menningarráð Vestfjarða standa fyrir kynningu á styrkjum ráðsins og stuttu námskeiði um umsóknagerð víða um Vestfirði á næstu dögum. Búið er að ákveða tímasetningar á kynningum á sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum á næstu dögum og verða þau sem hér segir:
Malarkaffi, Drangsnesi - 11. mars kl. 17:00
Reykhólaskóla, Reykhólum - 12. mars kl. 17:00
Sjóræningjahúsinu, Patreksfirði - 14. mars kl. 17:00
Grunnskólanum Tálknafirði - 14. mars kl. 20:00
Skrímslasetrinu Bíldudal - 15. mars kl. 17:00
Rósubúð, Höfðagötu 9, Hólmavík - 16. mars kl. 17:00
Allir eru velkomnir á námskeiðin, ekki þarf að skrá sig sérstaklega og þátttaka er þeim sem mæta að kostnaðarlausu.
Ferðaárið 2012 lofar góðu
Ferðaárið 2012 lofar góðu og mikil aukning er á straumi erlendra ferðamanna um landið, en tæplega 28 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar eða fimm þúsund fleiri en í febrúar 2011. Þetta er 22% aukning milli ára, að því er fram kemur á vef Ferðamálastofu. Þá fjölgaði erlendum ferðmönnum einnig í janúar eða sem nemur 17% milli ára. Þessa aukningu má greinilega sjá í fjölda gistinátta á samanlögðu svæði Vestfjarða og Vesturlands, en þar fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna um 33% í janúar samanborið við janúar 2011. Fjöldi erlendra ferðamanna til Vestfjarða hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár og áætlar Markaðsstofa Vestfjarða að fjöldi ferðamanna til Ísafjarðar hafi rúmlega tvöfaldast frá árinu 2008. Sjá nánar á heimasíðu Ferðamálastofu.
Frétt tekin af bb.is
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars verður boðið upp á spennandi viðburði í Reykjavík og á Akureyri. Jafnréttisstofa hvetur alla til að kynna sér viðburði dagsins. Í boði er fjölbreytt dagskrá um jafnréttismál.
Meira
Bílaþvottur á Patreksfirði
10. bekkur mun bjóða uppá bílaþvott laugardaginn 10. mars. Þvottur fer fram í áhaldahúsi Vesturbyggðar og aðstöðu Vegagerðarinnar Byrjað verður kl.10:00
...Meira
Starfsmaður við félagsstarf eldri borgara
Starf aðstoðarmanns í félagsstarfi aldraðra í Eyrarseli á Patreksfirði er laust til umsóknar. Starfsmaður starfar náið með forstöðumanni og mun leiða einstök verkefni innan félagsstarfsins.
Ráðið verður í starfið sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað.
Allar frekari upplýsingar fást hjá félagsmálastjóra í síma 450 2300 eða elsa@vesturbyggd.is
Meira
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir