A A A

Aukaferðir með ferjunni Baldri

Sigldar verða aukaferðir á morgun þriðjudaginn 28. febrúar og fimmtudaginn 2. mars

Brottför frá Stykkishólmi kl. 9:00
Brottför frá Brjánslæk kl. 12:00
 
Seinni ferð dagsins verður samkvæmt áætlun:
Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00
Brottför frá Brjánslæk kl. 18:00

Mikilvægt er að bóka í ferðir Baldurs til að tryggja pláss.
Sæferðir

Íbúa­fundir vegna úrgangs­mála

Vest­ur­byggð og Tálkna­fjarð­ar­hreppur boða til fjög­urra íbúa­funda vegna úrgangs­mála.

Fundirnir verða sem hér segir:

  • Barðaströnd: Miðvikudaginn 1. mars kl. 16 í félagsheimilinu Birkimel.

  • Patreksfjörður: Miðvikudaginn 1. mars kl. 20 í félagsheimili Patreksfjarðar.

  • Tálknafjörður: Fimmtudaginn 2. mars kl. 16 í Tálknafjarðarskóla.

  • Bíldudalur: Fimmtudaginn 2. mars kl. 20 í félagsheimilinu Baldurshaga.

Í ársbyrjun 2023 tóku gildi ný lagaákvæði í lögum um meðhöndlun úrgangs, nefnd í daglegu tali hringrásarhagkerfi, og ber sveitarfélögum á Íslandi að innleiða það hvert fyrir sig. Það sem hefur hvað mest áhrif á íbúa er þátttaka þeirra í kostnaði og skylda heimila til flokkunar úrgangs. Sveitarfélögum ber nú skylda til að innheimta sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs.
 

Árið 2023 tók Tálknafjörður upp það flokkunarkerfi sem nú er skylt að flokka eftir. Flokkarnir sem skulu vera við íbúðarhús eru pappír og pappi, plast, lífúrgangur og blandaður úrgangur. Málmar, gler og annar úrgangur skilast á gámavellina.
 

Búið er að kortleggja þau sorpílát sem eru við heimili í Vesturbyggð. Árið 2023 verður nýtt til að þróa þá möguleika sem íbúar munu hafa varðandi stærð og fjölda íláta við hverja fasteign og getur innheimtan því orðið mismunandi milli heimila eftir umfangi sorpíláta. Íbúar geta sótt um heimild til undanþágu á sorpíláti fyrir lífúrgang ef þeir stunda moltugerð. Þá geta íbúar fjölbýlishúsa sótt um að samnýta sorpílát.
 

Við hvetjum íbúa til að kynna sér ítarlega hvernig beri að flokka. Með betri flokkun munum við skila jörðinni okkar betur til afkomenda okkar. Við vonumst til að sjá sem flest.
 

Dagskrá:

  1. Erindi Kubbs um sorpflokkun og -hirðu.

  2. Borgað þegar hent er: Breytingar á lögum og reglum og áhrif þeirra á íbúa.

  3. Umræður og hugmyndavinna:
    – Hvernig getum við minnkað sorpmagn?
    – Hvernig getum við aukið endurnýtingu?
    – Hvernig getum við lækkað kostnað?

 

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 608. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 28. febrúar 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Starfsfólk í íþróttamiðstöð

Íþróttamiðstöðin á Tálknafirði auglýsir eftir sundlaugarvörðum í 100% framtíðarstarf.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið stö
rf í síðasta lagi 1. maí n.k.

Leitað er að einstaklingum með góða þjónustulund og getu til að sýna frumkvæði í starfi. Kunnátta í a.m.k. einu tungumáli auk íslensku er kostur.
Umsækjendur skulu vera orðnir
18. ára og þurfa að standast hæfnispróf sundstaða.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Störf sundlaugarvarða
felast í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi.
Unnið er á vöktum:
dag, kvöld og helgar.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá samkvæmt 4. málsgrein 10. greinar
æskulýðslaga nr. 70/2007 áður en fólk er ráðið til starfa í íþróttamiðstöð.

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir
forstöðumaður í síma: 846-4713 eða sundlaug@talknafjordur.is

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is
og skila skal umsóknum á netfangið sundlaug@talknafjordur.is


Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2023.
 

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps  verður lokuð föstudaginn 17.febrúar.

Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 20.febrúar 2023 kl. 10:00

 

Kveðja starfsfólk skrifstofu Tálknafjarðarhrepps.

Tillaga um formlegar sameiningarviðræður við Vesturbyggð samþykkt

Á fundi síðasta þriðjudag samþykkti sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps samhljóða tillögu um að skipa sex fulltrúa í samstarfsnefnd, þ.e. þrír frá hvoru sveitarfélagi, sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Stefnt skal að því að samstarfsnefndin skili áliti sínu til sveitarstjórna í maí næstkomandi með það fyrir augum að formleg kynning tillögunnar hefjist í ágúst og að kjördagur verði fyrir lok árs 2023. Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma.

 

Tillaga þessi er lögð fram í kjölfar óformlegra viðræðna fulltrúa sveitarfélaganna og samráðs við innviðaráðuneytið og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Sveitarstjórnin samþykkti jafnframt að skipa Jenný Láru Magnadóttur, Jóhann Örn Hreiðarsson og Lilju Magnúsdóttur til setu fyrir sína hönd í samstarfsnefnd.

 

Tillagan verður tekin til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar sem fer fram miðvikudaginn 15. febrúar.

 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón