A A A

Fundarboð 632. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhepps

Boðað er til 632. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, fimmtudaginn 21. mars 2024 og hefst kl. 17:00. Um er að ræða aukafund í sveitarstjórn.

...
Meira

Eldvarn­ar­eft­irlit að störfum

 


 

Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa gert samning við Brunavarnir Suðurnesja um að sinna eldvarnareftirliti á þjónustusvæði sveitarfélaganna til ársloka 2024. Með samningnum er áætlað að reglubundnu eftirliti sé haldið uppi í samræmi við lög um brunavarnir.  

 

Á næstunni mun eldvarnareftirlitið vera hjá okkur að sinna eldvarnareftirlitinu hjá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu í samræmi við brunavarnaráætlun sveitarfélaganna. 


Við biðjum ykkur því að láta ykkur ekki bregða ef þið sjáið aðila merktan Brunavörnum Suðurnesja, þau eru ekki að villast.   

Festur að renna út vegna geymslusvæða og eigna í Hranfadal

Þann 2. febrúar 2024 birti Tálknafjarðarhreppur auglýsingu vegna eigna í Hrafnadal. Þar er auglýst eftir eigendum eigna og lausamuna sem og að þeir aðilar sem leigt hafa geymsluaðstöðu á svæðinu eru beðnir um að staðfesta slíkt.

 

Vakin er athygli á því að frestur til að senda inn athugasemdir vegna þessa rennur út 15. mars n.k. Upphaflegu auglýsinguna má sjá hér.

Sumarstörf - Yfir­flokk­sstjóri og flokks­stjóri hjá vinnu­skóla

Tálknafjarðarhreppur leitar að einstak­lingum til starfa hjá vinnu­skóla Tálknafjarðarhrepps sumarið 2024. 

 

Yfirflokksstjóri 

Tálknafjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til að starfa í vinnuskóla Tálknafjarðarhrepps sumarið 2024. 

Um er að ræða 100% sumarstarf sem hentar öllum kynjum. 

Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið í samstarfi við áhaldahús og tómstundafulltrúa, leiðbeina ungmennum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga. 


Flokkstjórar 

Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða einstaklinga sem eiga gott að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum. 

  

Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2024 

Um er að ræða sumarstörf og  eru laun og starfskjör eru í samræmi við kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttafélags. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Tálknafjarðarhreppur áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Frekari upplýsingar gefur Hafdís Helga Bjarnadóttir tómstundafulltrúi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í síma 787 4175 og á netfanginu hafdishelga@vesturbyggd.is og tekur hún einnig á móti umsóknum. Áhugasamir einstaklingar sem uppfylla hæfniskröfur eru hvattir til að sækja um.

 

Körfur og pappírspokar

 

Körfur og pappírspokar fyrir lífrænt sorp

 

Þeir íbúar sem vilja fá plastkörfur og pappírspoka fyrir lífrænt sorp geta nálgast það í búðinni Hjá Jóhönnu frá og með deginum í dag og fram að páskum. Eftir það er hægt að fá körfur afhentar hjá umsjónarmanni áhaldahúss eftir samkomulagi. Pappírspokar munu áfram liggja frammi í búðinni hjá Jóhönnu þar til annað verður ákveðið.

                                                               Tálknafjarðarhreppur og Hjá Jóhönnu

Fundarboð 631. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps

Boðað er til 631. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, mánudaginn 11. mars 2024 og hefst kl. 17:00.

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón