Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2021 eru nú aðgengilegir á www.island.is undir flipanum mínar síður.
Gjalddagar eru tíu talsins. Sá fyrsti er 1.febrúar, síðan fyrsti dagur hvers mánaðar og sá síðasti 1. nóvember 2021. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Afsláttur er veittur af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili á Tálknafirði. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um afsláttarkjör og annað sem er varðar álagningu fasteignagjalda í gjaldskrá fasteignagjalda sem var samþykkt í sveitarstjórn 21. desember 2020.
Vakin er athygli á því að árlegt sorphirðu-, sorpeyðingar og endurvinnslugjald er innheimt með fasteignagjöldum. Í samræmi við gildandi í gjaldskrá sem var samþykkt í sveitarstjórn 21. desember 2020 gefst greiðendum frestur til að gera athugasemdir vegna þessara gjalda í 30 daga frá því að álagning hefur verið birt, eða til 1. mars 2021. Slíkt erindi skal vera skriflegt og vel rökstutt og skal sendast á skrifstofu sveitarfélagsins eða í tölvupósti á talknafjordur@talknafjordur.is.
Ef gjöld eru samtals lægri en kr. 25.000.- er um einn gjalddaga að ræða og er hann 15.febrúar. Ef álagning er kr. 500.- eða lægri verður krafan ekki innheimt. Greiðsluseðlar munu birtast í heimabanka og verða ekki sendir út á pappír nema þess sé sérstaklega óskað. Hægt er að panta og afpanta greiðslu- og álagningarseðla með því að hringja í síma 450-2500 á opnunartíma skrifstofu eða senda tölvupóst á talknafjordur@talknafjordur.is.
Björgvin Smári Haraldsson | fimmtudagurinn 28. janúar 2021