A A A

Sumarafleysingar í Íþróttamiðstöð - sumarstörf 2022

Sumarafleysingar í Íþróttamiðstöð.

 

Tálknafjarðarhreppur leitar að lifandi, skemmtilegum og þjónustulunduðum einstaklingum til að taka starfa við sumarafleysingar í Íþróttmiðstöð Tálknafjarðar sumarið 2022.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn afgreiðsla.

  • Sundlaugarvarsla

  • Eftirlit með öryggi gesta í mannvirkjum Íþróttamiðstöðvarinnar.

  • Ræstingar og þrif íþróttamannvirkja.

  • Frumkvæði að lausn verkefna sem starfað er að.

  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við forstöðumann Íþróttamiðstöðvar.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð færni í mannlegum samskiptum.

  • Góð þjónustulund.

  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð.

  • Krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

  • Verður að standast þær kröfur sem gerðar eru til starfsfólks sem sinnir sundlaugarvörslu.

  • Góð kunnátta í íslensku og kunnátta í öðru tungumáli er kostur.

  • Hreint sakavottorð.

 

Unnið er samkvæmt vaktaskipulagi.

Unnið er undir stjórn forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar.

Um er ræða tímabundin störf sumarið 2022 og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.

 

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

 

Hægt er að hringja í 846-4713 eða senda tölvupóst í netfangið sundlaug@talknafjordur.is til að fá nánari upplýsingar hjá Bjarnveigu Guðbrandsdóttur, forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar.

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og hægt er að skila útfylltum umsóknum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepp eða með því að senda þær netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.
 
Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2022

Umsjón með tjaldsvæði - sumarstörf 2022

Umsjón með tjaldsvæði Tálknafjarðar.

 

Tálknafjarðarhreppur leitar að kröftugum, áhugasömum og skipulögðum einstaklingum sem eiga auðvelt með mannleg samskipti til taka að sér störf við umsjón tjaldsvæðis Tálknafjarðar sumarið 2022.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almennt utanumhald og eftirlit með tjaldssvæði.

  • Innheimta gjöld af gestum tjaldsvæðis í samræmi við gjaldskrá.

  • Daglegt uppgjör.

  • Þrif á tjaldssvæði og þeim mannvirkjum sem því tengjast.

  • Innkaup á nauðsynlegum aðföngum fyrir starfsemi tjaldsvæðis.

  • Ábyrgð á að svæðið sé snyrtilegt og öruggt.

  • Frumkvæði að lausn verkefna sem starfað er að.

  • Samskipti við annað starfsfólk sveitarfélagsin varðandi þau verkefni er snúa að tjaldsvæði.

  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við sveitastjóra.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð færni í mannlegum samskiptum.

  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð

  • Krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku. Kunnátta í þriðja tungumáli er kostur.

  • Æskilegt er að hafa bílpróf.

  • Hafa náð 18 ára aldri.

  • Hreint sakavottorð.

Ráðnir verða tveir einstaklingar til að sinna störfum á Tjaldsvæði Tálknafjarðar sumarið 2022.

Unnið verður á vöktum, 7 dagar í vinnu og 7 dagar í fríi.

Unnið er undir stjórn sveitarstjóra.

Um er ræða tímabundin störf sumarið 2022 og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

 

Hægt er að hringja í 450-2500 eða senda tölvupóst í netfangið talknafjordur@talknafjordur.is til að fá nánari upplýsingar.

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og hægt er að skila útfylltum umsóknum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepp eða með því að senda þær netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.
 
Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2022.

Vinnuskóli Tálknafjarðar - sumarstörf 2022

Vinnuskóli Tálknafjarðar.

 

Yfirflokkstjóri vinnuskóla Tálknafjarðar

Tálknafjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til að stýra starfi Vinnuskólans sumarið 2022. Í starfinu felst að skipuleggja og stýra starfið Vinnuskólans, leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga. Halda utan um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með og samskipti við nemendur vinnuskóla.

  • Markviss vinna að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.

  • Leiðbeiningar til nemenda um verklag og aðferðir og eftirlit með að vel og rétt sé unnið. Gætir þess að ávallt liggi skýrt fyrir hvaða verkefnum eigi að sinna.

  • Frumkvæði að lausn verkefna sem starfað er að.

  • Dagleg umsjón með hreinsun og fegrun bæjarins, m.a. opinna svæða.

  • Að gæta þess að verkfæri séu til staðar og frágengin að loknu verki.

  • Utanumhald vegna mætinga og skráning annara upplýsinga sem varða vinnuskólann.

  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa og starfsmanna áhaldahúss.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki.

  • Reynsla af, og áhuga á, að vinna með og fræða ungt fólk.

  • Krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð

  • Bílpróf er skilyrði.

  • Hafa náð 18 ára aldri.

  • Hreint sakavottorð.

Yfirflokkstjóri starfar undir stjórn íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Yfirflokkstjóri er nemendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.

Um er ræða tímabundið starf sumarið 2022 og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.

 

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og hægt er að skila útfylltum umsóknum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepp eða með því að senda þær netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.
Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 12. apríl 2022.

 

Hægt er að hringja í 450-2500 eða senda tölvupóst í netfangið it@vesturbyggd.is til að fá nánari upplýsingar hjá Guðnýju Lilju Pálsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa.

....

 

Flokkstjóri hjá vinnuskóla Tálknafjarðar

Tálknafjarðarhreppur leitar eftir einstaklingi sem á gott með að vinna með öðrum, hefur frumkvæði, er fyrirmynd, stundvís, metnaðarfullur og samviskusamur til að taka að sér starf flokkstjóra hjá vinnuskóla Tálknafjarðar sumarið 2022.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiðbeiningar til nemenda um verklag og aðferðir og eftirlit með að vel og rétt sé unnið. Gætir þess að ávallt liggi skýrt fyrir hvaða verkefnum eigi að sinna.

  • Vinnur með nemendur að verkefnum eins og við á.

  • Frumkvæði að lausn verkefna sem starfað er að.

  • Að gæta þess að verkfæri séu til staðar og frágengin að loknu verki.

  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirflokkstjóra.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki.

  • Reynsla af, og áhuga á, að vinna með og fræða ungt fólk.

  • Krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð

  • Æskilegt er að hafa bílpróf.

  • Hafa náð 18 ára aldri.

  • Hreint sakavottorð.

 

Flokkstjóri starfar undir stjórn yfirflokkstjóra.

Flokkstjóri er nemendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.

Um er ræða tímabundið starf sumarið 2022 og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.

 

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

 

Hægt er að hringja í 450-2500 eða senda tölvupóst í netfangið it@vesturbyggd.is til að fá nánari upplýsingar hjá Guðnýju Lilju Pálsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa.

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og hægt er að skila útfylltum umsóknum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepp eða með því að senda þær netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.
 
Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2022.

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 590. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram miðvikudaginn 27. apríl 2022 á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38, Tálknafirði og hefst kl. 12:30.
 

Um er að ræða aukafund sem er boðaður í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins.

Sjá fundarboð hér (.pdf)
 
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Upplýsingar vegna greiningar á skæðri fuglaflensu á Íslandi í apríl 2022

Samkvæmt ákvæðum 7. gr laga nr 55/2013 um velferð dýra um hjálparskyldu (https://www.althingi.is/lagas/152a/2013055.html) er skilgreint að þeim sem verði varir við sært eða sjúkt dýr eða það sé bjargarlaust að öðru leyti, beri að veita dýrinu umönnun eftir föngum. Sé um villt (og hálfvillt) dýr að ræða er sveitarfélagi skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða, að koma dýrinu til hjálpar eða aflífa.

Ef vart verður við veika ósjálfbjarga fugla í nærumhverfi manna er möguleiki á að fuglinn sé veikur vegna smits af fuglaflensuveirunni. Þó litlar líkur séu taldar á smiti yfir í mannfólk eða önnur dýr þá mælir Matvælastofnun með að fyllstu varúðar og smitgátar sé gætt. Ekki skal handleika fugla sem mögulega eru taldir vera smitaðir af fuglaflensu, án tilskilins hlífðarbúnaðar. Almenningi er því ráðið frá að handleika slíka veika fugla, en heldur beina erindi sínu til sveitarfélags, sem svo þarf að sjá til þess að gripið sé til aðgerða út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Mælt er með að fá dýralækni til að aflífa fuglinn á staðnum með svæfilyfi. Vaktsími víðsvegar um landið sést á heimasíðu Matvælastofnunar
(https://www.mast.is/is/baendur/lyfja-og-sjukdomaskraning/dyralaeknar-a-vakt). Ekki er ráðlagt að skjóta slíka fugla, rota eða skera m.t.t. smitvarna. Utan skrifstofutíma sveitarfélaga ættu erindi að beinast til lögreglu, sem gæti þá sett málin í sama farveg.

Fái sveitarfélög fyrirspurnir um hvernig fólk eigi að bera sig að með dauða fugla þá eru eftirfarandi leiðbeiningar að finna á heimasíðu Matvælastofnunar:

Þegar villtur fugl finnst dauður, skal hafa samband við MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna um dauðan fugl með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar www.mast.is en líka er hægt að hringja í síma 5304800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. MAST metur hvort taka skuli sýni úr fuglinum.

Hræ skal látið liggja nema ef það er þannig staðsett að nauðsynlegt sé að fjarlægja það. Ef það er gert skal hræið sett í plastpoka, án þess að það sé snert með berum höndum. Lokað skal fyrir pokann og hann síðan settur í almennt rusl. Ef viðkomandi sveitarfélag býður uppá leið til förgunar lífræns úrgangs má setja hræið í niðurbrjótanlegum poka í söfnunarílát fyrir slíkan úrgang.

Meiri upplýsingar um fuglaflensu og ýmsar spurningar og svör er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar https://www.mast.is/is/baendur/lyfja-og-sjukdomaskraning/listi-yfir-sjukdoma-og-meindyr/fuglaflensa#

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við starfsmenn Matvælastofnunar. Hægt er að beina erindum á tölvupóst á netfangið mast@mast.is eða hringja í síma 5304800 á opnunartíma.

Stóri plokkdagurinn 2022 sunnudaginn 24. apríl

Stóri plokkdagurinn 2022 verður haldinn sunnudaginn 24. apríl. Tálknfirðingar munu hittast á Lækjartorgi við hliðina á búðinni kl. 13:00 og skipta sér niður á svæði til að plokka. Gert er ráð fyrir að plokkinu verði lokið rétt fyrir kl. 15:00 og verður endað með því að bjóða upp á köku og kaffi eða djús.

 

Það eru Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla og Tálknafjarðarhreppur sem standa að plokkdeginum í sameiningu. Það að plokka er frábært tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki.

 

Sameinumst um að hafa Tálknafjörð til fyrirmyndar í snyrtimennsku og sýnum umhverfi okkar og náttúru virðingu í leiðinni.

 

           Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla og Tálknafjarðarhreppur

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón