A A A

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 589. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 5. apríl 2022 og hefst kl. 16:00.
 

Sjá fundarboð hér (.pdf)
 
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri
 

Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafnaflóka 2022

Héraðsþing HHF verður haldið í félagsheimilinu á Patreksfirði þann 5.apríl klukkan 18:00.
 

Dagskrá þingsins:

1) Þingsetning.
2) Kosning fyrsta og annars þingforseta.
3) Kosning fyrsta og annars þingritara.
4) Kosning kjörbréfanefndar.
5) Ávörp gesta.
6) Kosnar nefndir er þingið samþykkir að kjósa skuli til starfa á þinginu til að fjalla um þær tillögur og málefni sem til þeirra er vísað.
7) Lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar.
8) Lagðir fram skoðaðir reikningar til samþykktar.
9) Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar.
10) Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
11) Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar.
 

Þinghlé-veitingar
 

12) Tillögur og nefndarálit tekin til afgreiðslu
13) Skýrslur aðildarfélaga
14) Önnur mál.

15) Kosningar:

    a) Kosning stjórnar sbr. 15.grein
   
b) Kosning skoðunarmanna (2 aðalmenn)
   
c) Kosning fulltrúa á Íþróttaþing ÍSÍ.

16) Þingslit.

 

Sumar á Tálknafirði!

Tálknafjarðarhreppur auglýsir sumarstörf 2022.
 

Sumarafleysingar í Íþróttamiðstöð.

 

Tálknafjarðarhreppur leitar að lifandi, skemmtilegum og þjónustulunduðum einstaklingum til að taka starfa við sumarafleysingar í Íþróttmiðstöð Tálknafjarðar sumarið 2022.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn afgreiðsla.

  • Sundlaugarvarsla

  • Eftirlit með öryggi gesta í mannvirkjum Íþróttamiðstöðvarinnar.

  • Ræstingar og þrif íþróttamannvirkja.

  • Frumkvæði að lausn verkefna sem starfað er að.

  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við forstöðumann Íþróttamiðstöðvar.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð færni í mannlegum samskiptum.

  • Góð þjónustulund.

  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð.

  • Krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

  • Verður að standast þær kröfur sem gerðar eru til starfsfólks sem sinnir sundlaugarvörslu.

  • Góð kunnátta í íslensku og kunnátta í öðru tungumáli er kostur.

  • Hreint sakavottorð.

 

Unnið er samkvæmt vaktaskipulagi.

Unnið er undir stjórn forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar.

Um er ræða tímabundin störf sumarið 2022 og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.

 

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

 

Hægt er að hringja í 846-4713 eða senda tölvupóst í netfangið sundlaug@talknafjordur.is til að fá nánari upplýsingar hjá Bjarnveigu Guðbrandsdóttur, forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar.

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og hægt er að skila útfylltum umsóknum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepp eða með því að senda þær netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.
Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 12. apríl 2022.
 

Sumar á Tálknafirði!

Tálknafjarðarhreppur auglýsir sumarstörf 2022.
 

Umsjón með tjaldsvæði Tálknafjarðar.

 

Tálknafjarðarhreppur leitar að kröftugum, áhugasömum og skipulögðum einstaklingum sem eiga auðvelt með mannleg samskipti til taka að sér störf við umsjón tjaldsvæðis Tálknafjarðar sumarið 2022.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almennt utanumhald og eftirlit með tjaldssvæði.

  • Innheimta gjöld af gestum tjaldsvæðis í samræmi við gjaldskrá.

  • Daglegt uppgjör.

  • Þrif á tjaldssvæði og þeim mannvirkjum sem því tengjast.

  • Innkaup á nauðsynlegum aðföngum fyrir starfsemi tjaldsvæðis.

  • Ábyrgð á að svæðið sé snyrtilegt og öruggt.

  • Frumkvæði að lausn verkefna sem starfað er að.

  • Samskipti við annað starfsfólk sveitarfélagsin varðandi þau verkefni er snúa að tjaldsvæði.

  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við sveitastjóra.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð færni í mannlegum samskiptum.

  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð

  • Krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku. Kunnátta í þriðja tungumáli er kostur.

  • Æskilegt er að hafa bílpróf.

  • Hafa náð 18 ára aldri.

  • Hreint sakavottorð.

Ráðnir verða tveir einstaklingar til að sinna störfum á Tjaldsvæði Tálknafjarðar sumarið 2022.

Unnið verður á vöktum, 7 dagar í vinnu og 7 dagar í fríi.

Unnið er undir stjórn sveitarstjóra.

Um er ræða tímabundin störf sumarið 2022 og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

 

Hægt er að hringja í 450-2500 eða senda tölvupóst í netfangið talknafjordur@talknafjordur.is til að fá nánari upplýsingar.

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og hægt er að skila útfylltum umsóknum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepp eða með því að senda þær netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.
Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 12. apríl 2022.

Sumar á Tálknafirði!

Tálknafjarðarhreppur auglýsir sumarstörf 2022.
 
Vinnuskóli Tálknafjarðar.

 

Yfirflokkstjóri vinnuskóla Tálknafjarðar

Tálknafjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til að stýra starfi Vinnuskólans sumarið 2022. Í starfinu felst að skipuleggja og stýra starfið Vinnuskólans, leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga. Halda utan um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með og samskipti við nemendur vinnuskóla.

  • Markviss vinna að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.

  • Leiðbeiningar til nemenda um verklag og aðferðir og eftirlit með að vel og rétt sé unnið. Gætir þess að ávallt liggi skýrt fyrir hvaða verkefnum eigi að sinna.

  • Frumkvæði að lausn verkefna sem starfað er að.

  • Dagleg umsjón með hreinsun og fegrun bæjarins, m.a. opinna svæða.

  • Að gæta þess að verkfæri séu til staðar og frágengin að loknu verki.

  • Utanumhald vegna mætinga og skráning annara upplýsinga sem varða vinnuskólann.

  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa og starfsmanna áhaldahúss.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki.

  • Reynsla af, og áhuga á, að vinna með og fræða ungt fólk.

  • Krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð

  • Bílpróf er skilyrði.

  • Hafa náð 18 ára aldri.

  • Hreint sakavottorð.

Yfirflokkstjóri starfar undir stjórn íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Yfirflokkstjóri er nemendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.

Um er ræða tímabundið starf sumarið 2022 og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.

 

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og hægt er að skila útfylltum umsóknum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepp eða með því að senda þær netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.
Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 12. apríl 2022.

 

Hægt er að hringja í 450-2500 eða senda tölvupóst í netfangið it@vesturbyggd.is til að fá nánari upplýsingar hjá Guðnýju Lilju Pálsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa.

....

 

Flokkstjóri hjá vinnuskóla Tálknafjarðar

Tálknafjarðarhreppur leitar eftir einstaklingi sem á gott með að vinna með öðrum, hefur frumkvæði, er fyrirmynd, stundvís, metnaðarfullur og samviskusamur til að taka að sér starf flokkstjóra hjá vinnuskóla Tálknafjarðar sumarið 2022.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiðbeiningar til nemenda um verklag og aðferðir og eftirlit með að vel og rétt sé unnið. Gætir þess að ávallt liggi skýrt fyrir hvaða verkefnum eigi að sinna.

  • Vinnur með nemendur að verkefnum eins og við á.

  • Frumkvæði að lausn verkefna sem starfað er að.

  • Að gæta þess að verkfæri séu til staðar og frágengin að loknu verki.

  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirflokkstjóra.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki.

  • Reynsla af, og áhuga á, að vinna með og fræða ungt fólk.

  • Krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð

  • Æskilegt er að hafa bílpróf.

  • Hafa náð 18 ára aldri.

  • Hreint sakavottorð.

 

Flokkstjóri starfar undir stjórn yfirflokkstjóra.

Flokkstjóri er nemendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.

Um er ræða tímabundið starf sumarið 2022 og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.

 

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

 

Hægt er að hringja í 450-2500 eða senda tölvupóst í netfangið it@vesturbyggd.is til að fá nánari upplýsingar hjá Guðnýju Lilju Pálsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa.

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og hægt er að skila útfylltum umsóknum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepp eða með því að senda þær netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.
Umsóknarfrestur er til og með föstudags 15. apríl 2022.

Árshátíð Tálknafjarðarskóla

Miðvikudaginn 6. apríl kl. 17:00 verður haldin árshátíð skólans í Íþróttamiðstöðinni.

Verið velkomin að koma og sjá nemendur sýna listir sínar á sviði.

Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri, sem 10. bekkur innheimtir.
Þau munu einnig sjá um veitingar í lok sýningar.

talknafjardarskoli.is/

 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón