A A A

Sveitarstjórnakosningar fara fram 14. maí 2022

Í fyrra tóku í gildi ný kosningalög sem eru nr. 112/2021. Samkvæmt þeim skulu sveitarstjórnarkosningar fara fram annan laugardag í maímánuði sem ber ekki upp á laugardag fyrir hvítasunnu. Það þýðir að sveitarstjórnarkosningar í ár munu fara fram 14. maí 2022.

 

Frestur til að tilkynna framboð er því fyrr á árinu en verið hefur í undanförnum sveitarstjórnarkosningum. Tilkynningar um framboð þurfa að berast til kjörstjórnar fyrir kl. 12:00 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag, eða fyrir kl. 12:00 föstudaginn 8. apríl 2022.

 

Sveitarstjórnarkosningarnar og það sem þeim tengist verður að sjálfsögðu kynnt betur þegar nær dregur en þó þykir rétt að vekja athygli á þessum atriðum þar sem kosningarnar færast nú fyrr á vorið.

 

Tálknafjarðarveg lokað vegna snjóflóðahættu

Veginum inn og út úr Tálknafirði hefur verið lokað vegna ofanflóðahættu og verður vegurinn lokaður á meðan veður gengur yfir.

Íþróttamiðstöð lokar í hádeginu í dag, föstudaginn 25. febrúar

Vegna veðurs sem gengur yfir mun Íþróttamiðstöðin loka nú í hádeginu í dag, föstudaginn 25. febrúar.
Húsið opnar að nýju á  hefðbundunum tíma laugardaginn 26. febrúar kl. 11:00.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

 

Tilkynning frá Kubb ehf

Vesturbyggð og Tálknafjörður. Vikan 21. -25. febrúar.

Kæru Íbúar.

Í þessari viku losum við pappa og plast. Vegna ófærðar og snjóa verðum við á Patreksfirði og Tálknafirði í dag 23. febrúar og á morgun þann 24. febrúar á Bíldudal.

Í næstu viku munum við losa gráu og brúnu tunnuna í öllum byggðarlögum og klára að dreyfa endurvinnslutunnum þar sem það á eftir. (Tálknafjörður og Barðarströnd)

  • Við minnum á að ef það er ekki flokkað rétt í brúnu- og endurvinnslutunnuna þá getur farið svo að hún verði ekki losuð. Það er í ábyrgð íbúa að flokka rétt.

  • Einnig viljum við minna á að moka frá tunnum og gera greiðfært. Ef það er ekki greiðfært þá eru tunnur ekki losaðar. Við metum allt framlag íbúa við að gera vinnuumhverfi starfsmanna okkar öruggt í þessari erfiðu færð.

Kveðja Kubbur ehf.

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 587. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem er aukafundur og er boðað til hans í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins.

Fundurinn fer fram föstudaginn 18. febrúar 2022 og hefst hann kl. 12:30.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Tilkynning frá Tálknafjarðarskóla vegna slæmrar veðurspár

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Samkvæmt veðurspá morgundagsins er spáð appelsínugulri viðvörun við upphaf skóladags. Samkvæmt óveðursáætlun Tálknafjarðarskóla kemur fram að hafi Veðurstofa Íslands gefið út gula, appelsínugula eða rauða viðvörun eru tilkynningar til foreldra/forráðamanna virkjaðar.

VIÐBÚNAÐARSTIG 2 – Appelsínugul viðvörun - í gildi frá byrjun skóladags
Miðlungs eða miklar líkur eru á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum. Veðrið getur valdið tjóni og slysum og ógnar mögulega lífi og limum ef aðgát er ekki höfð. Skólastjóri metur aðstæður, skólahald gæti fallið niður.
 
Hvernig eiga forsjáraðilar að bregðast við?
Meiri líkur eru á þörf fyrir fylgd í og úr skóla, að starfsfólk leiti liðsinnis forsjáraðila í upphafi skóladags vegna manneklu. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd.
 
Að morgni dags:
Forsjáraðilar þurfa að morgni að tryggja að starfsmaður sé í skólanum til að taka á móti börnunum þar sem einhver röskun getur orðið á skólastarfi vegna veðurs. Tafist getur að fullmanna skólann og mega forsjáraðilar þá búast við að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Forsjáraðilar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.
 
Í lok skóladags:
Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.
 
Sjá nánar í óveðursáætlun skólans á heimasíðu:
https://talknafjardarskoli.is/wp-content/uploads/2020/12/%C3%93ve%C3%B0urs%C3%A1%C3%A6tlun.pdf?fbclid=IwAR25WW9K0E-qbQsO31Utl8L1EyhCuGCvkygvJdizj-gKo_DtbF3TLtrGRK0
 
Mikilvægt er að láta skóla vita ef foreldrar/forráðamenn ákveða að senda börn sín ekki í skóla vegna veðurs, beinið slíkum upplýsingum til umsjónarkennara/deildarstjóra leikskóla.
 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón