A A A

Vinnuskóli Tálknafjarðarhrepps 2022

Vinnuskóli sumarið 2022 mun hefja göngu sína mánudaginn 20. júní klukkan 08:00.
 
Þar sem það hefur gengið mjög illa að fá flokkstjóra til starfa, mun verkefnin vera með öðruvísi hætti en þau hafa verið síðustu ár.
 

Foreldra/forráðamenn barna sem skráð eru í vinnuskólann fá ítarlegann tölvupóst frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa þá hvað varðar reglur, skipulag og fleira núna um helgina.

 

Kynningarfundur um tillögu að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum - Bíldudal

Fyrir liggur tillaga að Strandsvæðisskipulagi Vestfjarða 2022 sem kynnt er samkvæmt 12. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018.
 

Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri. Nú stendur Skipulagsstofnun fyrir kynningarfundum um skipulagstillöguna, og verður hún kynnt í þrígang á Vestfjörðum, á Bíldudal, Bolungarvík og Hólmavík.

Fundur á Bíldudal verður haldinn í félagsheimilinu Baldurshaga,  miðvikudaginn 22. júní kl. 12:00 - 13:30.
 

Tillagan verður kynnt ásamt því að farið verður yfir ferli þeirrar vinnu sem nú liggur að baki. Að því loknu mun þátttakendum gefast tækifæri til að leggja fram spurningar.

Dagskrá fundar:

  • Kynning tillögu að Strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum.
  • Spurningar og umræður.

 

Öll sem hafa áhuga eru hvött til að koma og kynna sér tillöguna og taka þátt í umræðum. Heitt verður á könnunni.

 

Tillöguna ásamt frekari upplýsingum um kynningartíma og frest til að koma að athugasemdum má nálgast hér. Nánari upplýsingar um ferlið má finna á hafskipulag.is

 

Sumarblómin gróðursett á þriðjudaginn

Á þriðjudaginn, 14. júní, kl. 17:00 ætla Tálknfirðingar að hittast við fánastöngina á Lækjatorgi og hjálpast að við að gróðursetja sumarblóm í beðin þar og víðar. Venjulega er þetta verkefni sem nemendur í Vinnuskólanum sjá um, en þar sem upphaf vinnuskólans hefur tafist og það styttist í 17. júní þá ætlar fólk að hjálpast að við að koma blómunum niður í þetta skiptið. Vonandi geta sem flest komið á þriðjudaginn og tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni.


Vegna vinnuskóla 2022, staða mála 9. júní

Eins og þegar hefur komið fram þá hefur gengið illa að finna einstaklinga til að taka að sér störf bæði yfirflokkstjóra og flokkstjóra í Vinnuskólanum í sumar. Þetta ástand tefur fyrir því að starfsemi Vinnuskólans geti hafist.  Hjá Tálknafjarðarhreppi er unnið að því að finna lausn á málinu þannig að ungmenni sem eru fædd á árunum 2006 til 2009 getið komið til starfa sem fyrst. Hins vegar er ekki alveg ljóst á þessari stundu hvenær verður hægt að kalla fólk inn til vinnu, en það mun dragast um einhverja daga. Stefnt er að því að nánari upplýsingar liggi fyrir í næstu viku og verður þá haft samband við þau sem hafa sótt um þátttöku í Vinnuskólanum.

Fram til föstudagsins 10. júní er hægt að skila eyðublöðum um þátttöku í Vinnuskólanum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, en á föstudögum er hún opin kl. 10:00-13:30.


Lilja Magnúsdóttir nýr oddviti sveitarstjórnar

Lilja Magnúsdóttir, oddviti
Lilja Magnúsdóttir, oddviti

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps kom saman til fyrsta fundar á nýju kjörtímabili fimmtudaginn 2. júní sl. Þar fór fram kjör oddvita og varaoddvita til eins árs í samræmi við Samþykkt um stjórn Tálknafjarðarhrepps. Á fundinum var Lilja Magnúsdóttir kjörin nýr oddviti sveitarstjórnar og Jóhann Örn Hreiðarsson var kjörin varaoddviti. Í samræmi við samþykkt fundarins mun næsti fundur sveitarstjórnar fara fram fimmtudaginn 23. júní og hefjast kl. 18:00.

 

Fundargerð fundarins má sjá hér: 592. fundur 2. júní 2022 - (PDF)

 

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 592. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, fimmtudaginn 2. júní 2022 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Lilja Magnúsdóttir

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón