A A A

Malbikað á Tálknafirði í byrjun ágúst

Í byrjun ágúst 2022 verður malbikunarflokkur á vegum Colas Ísland við malbikunarframkvæmdir á Tálknafirði. Fulltrúar fyrirtækisins vilja koma því á framfæri að þeir geta bætt við sig verkefnum á sunnanverðum Vestfjörðum þá daga sem þeir verða með tæki, tól og efni á svæðinu.

Best er að hafa samband beint við Colas Ísland í síma 565-2030 til að fá nánari upplýsingar eða senda tölvupóst á hafsteinn.eliasson@colas.is eða audunn.palsson@colas.is.

Fyrirkomulag vinnuskólans í Tálknafirði

Með hækkandi sól er komið skýrt fyrirkomulag í vinnuskólanum í Tálknafirði.

Búið er að ráða inn bæði yfirflokkstjóra og flokkstjóra. Gerð verður örlítil breyting en í sumar verður unnið á föstudögum, en á síðasta ári var alltaf frí á þeim degi.  

 

Ekki hika við að senda fyrirspurnir Íþrótta- og tómstundafulltrúa, netfangið er it@vesturbyggd.is ef þær koma upp.


Gatnaframkvæmdir í júlí og ágúst

Undarfarnar vikur hafa Tálknfirðingar og gestir þeirra orðið varir við þær miklu framkvæmdir sem eru búnar að vera við endurbyggingu Strandgötunnar. Það verkefni er unnið á vegum Vegagerðarinnar en í samstarfi við Tálknafjarðarhrepp og tengist skilum vegarins frá ríkinu til sveitarfélagsins. Verktaki við verkefnið er Allt í járnum. Nú í júlí er unnið að jarðvegsskiptum og uppbyggingu vegarins þannig að hann verði tilbúinn þegar malbikunarflokkur kemur á svæðið í byrjun ágúst og leggur malbik á Strandgötuna allt frá innkomunni í þéttbýlið og að skólasvæðinu. Að auki verða gangstétt og ljósastaurar endurnýjaðir frá Lækjargötu að Hólsá, gönguleiðin yfir ána gerð öruggari með handriði og malbik lagt á göngustíginn út að skólasvæðinu. Gert er ráð fyrir því að öllum þáttum í þessu verki verði lokið í haust.
 

Samhliða malbikun Strandgötunnar og göngustígsins að skólanum verður farið í tvö önnur malbikunarverkefni á vegum Tálknafjarðarhrepps í byrjun ágúst. Lækjargatan verður malbikuð og jafnframt lagt malbik á hluta gatna á hafnarsvæðinu. Undirbúningur fyrir þessar framkvæmdir mun fara fram nú í síðari hluta júlímánaðar. Ráðgert er að ráðast í frekari malbikunarframkvæmdir á götum á árinu 2023, en það næst ekki á þessu ári þar sem það þarf að ráðst í framkvæmdir á lögnum áður en hægt verður að malbika.
 

Það er ekki hjá því komist að allt þetta rask valdi íbúum sem og öðrum vegfarendum óþægindum. Það er þó mikilvægt að sýna því fólki sem vinnur við þessar framkvæmdir tillitsemi og skilning, þetta tekur jú allt enda og verður mun betra en áður var.
 

Lýðskólinn á Flateyri - opið fyrir umsóknir

Nú er aftur tækifæri til að sækja um nám við einstakasta skóla á Íslandi. Í skólanum er pláss fyrir um 30 nemendur við skóla og nemendagarða. Öllum sem hafa náð 18 ára aldri þegar skólinn hefst býðst að sækja um.
 
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2022 en þar sem plássinn fyllast hratt mælum við með að sækja um sem fyrst. Skólaárið hefst í september og því lýkur í maí 2023.

Sjá nánar hér: https://lydflat.is/lydskolinn-a-flateyri-opnar-fyrir-umsoknir-2022-2023/

 

Vatnslaust vegna viðgerða á fimmtudagsmorgni

Vegna framkvæmda og viðgerða á vatnslögnum verður vatn tekið af að morgni dags utan Hólsár fimmtudaginn 7. júlí 2022. Lokað verður fyrir vatnið kl. 5:00 að morgni og gert ráð fyrir því að vatnslaust verði í tvær til þrjár klukkustundir, eða til kl. 8:00. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

 

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 594. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram fimmtudaginn 30. júní 2022 á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38, Tálknafirði og hefst kl. 19:00.

Um er að ræða aukafund sem er boðaður í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón