A A A

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 596. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 23. ágúst 2022 og hefst kl. 17:00.
 

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Yfirferð slökkvitækja

Öryggismiðstöðin mætir með starfsemi sína á Patreksfjörð og tekur á móti slökkvitækjum í hleðslu og yfirferð. Fyrirtækið verður einnig með slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað til sölu á Patreksfirði.
 

Tekið verður á móti slökkvitækjum frá mánudegi til fimmtudags dagana 29.08.22 – 01.09.22
 

Vinsamlegast merkið tækin með fullu nafni og kennitölu. Tækjunum verður skilað 1-2 dögum síðar.

 

Staðsetningar móttöku slökkvitæka:

  • Patreksfjörður - Slökkvistöðin á Patreksfirði

  • Tálknafjörður - Verslunin Hjá Jóhönnu ehf.

  • Bíldudalur - Vegamót

  • Barðaströnd - Dreifbýli - vinsamlegast hafið samband

 

Nánari upplýsingar veita:

Þorgils Ólafur, sími: 820-2413

Jón Hjörtur, sími: 780-5840

Íþróttaskólinn á Tálknafirði

Auglýst er eftir einstakling sem hefur áhuga á að taka að sér að vera með íþróttaskólann veturinn 2022 – 2023.

 

Starfið er alla virka daga frá klukkan 13:15 – 14:00 fyrir börn í 1-4. bekk.

 

Óskað er eftir því að viðkomandi getur byrjað ekki seinna en 1. september.

 

Nánar upplýsingar veitir Marion eða Guðný Lilja, á tölvupóstinn mariong@myself.com eða á it@vesturbyggd.is


Íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðhalds 19.-21. ágúst 2022

Vegna viðhaldsframkvæmda í búningsklefum þarf að loka Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar í þrjá daga, frá föstudeginum 19. ágúst til og með sunnudagsins 21. ágúst 2022. Opnað verður á ný fyrir gesti á hefðbundnum tíma mánudaginn 22. ágúst 2022.
 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

 

  Sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

Vígslutónleikar í Tálknafjarðarkirkju - Inaugural Concert in Tálknafjörður

Myung Hwang Park and Andrew J. Yang kickstart the beginning of the first Westfjords Piano Festival!
Myung Hwang Park and Andrew J. Yang kickstart the beginning of the first Westfjords Piano Festival!

Westfjords Piano Festival opening concert at Tálknafjarðarkirkja at 20:00 on 17. August.
 

More information at our website: www.icelandpianofestival.com 

 

About the artists:
 

Andrew J. Yang (USA/Iceland) deemed "a prodigy, [running] the emotional gamut from brooding introspection to manic exuberance" (The San Francisco Examiner), has lived in Patreksfjörður for the last couple years where he teaches at Tónlistarskóla Vesturbyggðar. Most recently, he won the top prize at the International FLAME Piano Competition in Paris, France, and received the "White Rose" Medal of Honor from the President of Finland, Sauli Niinistö, for musical excellence. Yang received a Master’s degree in piano performance from Mannes School of Music in New York City, and both B.A.in Economics and B.M. in Piano Performance from Northwestern University.

 

Myung Hwang Park (France/South Korea), both pianist and composer-in-residence, received Master’s degrees in Composition Theory and Film Scoring at Conservatoire National Supérieur de Musique de Paris, one of the top programs in the world, while being laureate of scholarships from the Tarazzi Foundation and Leg Jabès Foundation Composer. He also holds a Master of Arts degree with piano at Haute Ecole de Musique de Genève. Park did numerous collaborations with animation schools such as Les Gobelins, Atelier Supérieur de l’Animation de Sèvres and with Conservatoire européen d’écriture audiovisuelle(CEEA) for a pilot of series. Park is one of the most ingenious young composers of our time.


Viðskiptavinir ATH!

Sunnudaginn 14. ágúst mun Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar loka klukkan 17:00 vegna starfsmannahittings.
Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.

  • Forstöðumaður

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón