A A A

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Á föstudaginn 23. september fer fram okkar árlega Ólympíuhlaup þar sem nemendur munu hlaupa mismunandi vegalengdir. 
 

Nemendur munu hlaupa frá skólanum og í áttina að Stóra Laugardal. Þau munu vera klædd sjálflýsandi vestum og biðjum við ökumenn um að hafa varann á sér við akstur á þessu svæði milli klukkan 10 og 12.
 
Fyrirfram þakkir fyrir hugulsemina.
Nemendur og starfsfólk Tálknafjarðarskóla

Ný gönguleið kynnt til leiks

Á sunnudaginn næstkomandi verður ný gönguleið í nærumhverfinu kynnt til leiks og býðst íbúum að koma með í gönguferð.

 

Um er að ræða stíg sem liggur upp með Hólsá, upp fyrir Hrafnagil og í gegnum Þvergil upp að minni Rjúpnadals. Þaðan verður gengið að Systravörðum og loks niður Tungudalinn, niður í þorp.

Leiðin er 6.5 km, í gegnum íslenskan móa og er nokkuð grýtt á köflum. Áætlaður tími er 2½ - 3 klst. Leiðin er flestum fær, en þó er gott að miða við að göngufólk sé komið yfir 12 ára aldur.

 

Góðir gönguskór koma vel að notum, mælt með að fólk klæði sig eftir veðri og hafi vatnsbrúsa með í för.

 

Mæting er klukkan 14:00 við fjárhúsin uppi í Hrafnadal.

 

Starfsfólk óskast

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laust 100% starf karlkyns sundlaugarvarðar.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. október.


Störf sundlaugarvarða
felast í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi.
Unnið er á
12 klst vöktum alla virka daga viku í senn og aðra hverja helgi.

Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og ekki er verra að hafa dálítið frumkvæði.
Æskilegt er að
viðkomandi kunni amk eitt tungumál auk íslenskunnar.
Umsækjendur skulu vera orðnir
18. ára.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaga.

Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá samkvæmt 4. málsgrein 10. greinar Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846-4713
eða sundlaug@talknafjordur.is

Umsóknarfrestur er til 20. september 2022.


Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 597. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 13. september 2022 og hefst kl. 17:00.
 

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

BOCCIA mót 65+



BOCCIA mót 65+
Íþróttahúsinu á Tálknafirði
10.09.2022
Gleðin byrjar 12:30

Kaffi og léttar veitingar í boði

Tjaldsvæðið lokar

Sunnudagurinn 11. september verður síðasti dagurinn sem tjaldsvæðið á Tálknafirði verður opið sumarið 2022. Dagarnir þar á eftir verða nýttir til frágangs á svæðinu þannig að það verði klárt til að taka á móti haustdögum og síðan vetri.

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón