A A A

Skipulagsauglýsing

Aðalskipulag

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 Norður Botn

 

Breytingin varðar landnotkun svæða í landi Norður-Botns þ.e. iðnaðarsvæði I3 og I11, efnistökusvæði E3 og E6 ásamt þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegur. Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka framleiðslugetu fiskeldisstöðvarinnar í Norður-Botni og skýra hvar framleiðsla skuli staðsett. Samhliða breytingu aðalskipulagsins er unnin tillaga að breytingu deiliskipulags seiðaeldisstöðvar í landi Norður-Botns.
 

Breyting á deiliskipulag fyrir Norðurbotn
 

Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Norður Botn.

 

Skipulagssvæðið er stækkað til norðurs út fyrir stórstraumsfjöru. Byggingarmagn á byggingarreit I, Norður-Botn fer úr 8.000 m² í 40.000 m², hámarks ársframleiðsla fer úr 200 tonnum í 2200 tonn. Byggingarmagn á byggingarreit II, Keldeyri fer úr 8.000 m² í 5.000 m², ársframleiðsla er óbreytt 200 tonn.
 

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með fimmtudeginum 16. september til 28. október 2022. Þær verða einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 28. október 2022.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Óskar Örn Gunnarsson


Fylgigögn:

Tillaga að Aðalskipulagsbreytingu Norður-Botn – greinargerð
20247-001 Askbr Norður-Botn grg (ID 194819) (.pdf)

Breyting á iðnaðarsvæðum í Norður-Botni – uppdráttur
SA26H-Nordur Botn (.pdf)

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norður-Botn – greinargerð
16176-002 Dskbr Norður-Botn grg (ID 233511) (.pdf)

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norður-Botn – skipulagsuppdráttur 1
16176-002 Dskbr Norður-Botn uppdr-1 (ID 182127) (.pdf)

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norður-Botn – skipulagsuppdráttur 2
16176-002 Dskbr Norður-Botn uppdr-2 (ID 182126) (.pdf)



Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð mánudaginn 05. september.

Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 6. sept 2022 kl. 10:00

 

Kveðja starfsfólk skrifstofu Tálknafjarðarhrepps.

Hámarksheilsa með Sigurjóni Erni

Sigurjón Ernir mun halda fyrirlestur í Skjaldborg helgina 3. og 4. September.
Sigurjón Ernir fer yfir leiðir til að hámarka árangur í hreyfingu, mataræði og öðrum lífstengdum þáttum.
 
Sigurjón Ernir er íþróttafræðingur, hlaupaþjálfari og er í dag með fremri ultrahlaupurum hér á landi og rekur í dag hóptímastöðvarnar Ultraform.

 

Skjaldborg, Aðalstræti 27, Patreksfirði
Laugardaginn 3. september kl. 10:30
Sunnudaginn 4. september kl. 13:00 (sami fyrirlestur)

Framkvæmdir við Strandgötu halda áfram

Fyrir nokkrum dögum var malbikunarflokkur á ferðinni á Tálknafirði og malbikaði Strandgötuna, Lækjargötuna, hluta af Hafnarsvæðinu og eitthvað á vegum einkaaðila líka. Það er mikill munur á umhverfinu eftir þessar malbikunarframkvæmdir og ónæðið sem var á framkvæmdatímanum í sumar hefur minnkað.

Vinnu við Strandgötuna á Tálknafirði er þó ekki lokið þetta árið. Næstu vikurnar verður unnið við stéttar, kanta, lýsingu og yfirborðsfrágang þannig að enn eru allnokkur handtök eftir. Þá er rétt að benda á að vegna þessa er möguleiki á því að götulýsing við Strandgötuna verði ekki með besta móti á fyrstu dögum haustsins en það mun lagast þegar líður nær lokum framkvæmda.

 

Einnig er rétt að koma því á framfæri að vinna við lagnir sem liggja undir íbúagötum fer fram síðar í haust. Síðar er stefnt að því að framtíðarfrágangur á yfirborði þeirra gatna verði kláraður á árinu 2023. Þær framkvæmdir verða betur kynntar síðar.

 

Það er því full ástæða til að hvetja Tálknfirðinga sem aðra til að halda áfram að fara varlega um götur sveitarfélagsins og tryggja þannig öryggi vegfarenda sem og þess fólks sem vinnur við framkvæmdirnar.

 

Samúðarkveðjur

Sveitarstjórn og íbúar Tálknafjarðarhrepps senda íbúum Húnabyggðar og þeim sem eiga um sárt að binda samúðarkveðjur vegna þeirra atburða sem urðu þar um síðustu helgi.

 

Bókun þessa efnis var gerð í upphafi 596. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fór fram þriðjudaginn 23. ágúst 2023.
 

Skólasetning Tálknafjarðarskóla 2022

1 af 2

Skólasetning verður haldin mánudaginn 22. ágúst kl. 12:00
í sal Tálknafjarðarskóla.

Eftir skólasetningu eru nemendum og foreldrum boðið í skólastofu þar sem nemendur fá afhenta stundatöflu og skóladagatal ásamt því að eiga samtal við umsjónarkennara sinn.
 
  Hlökkum til að taka á móti ykkur.
   Starfsfólk Tálknafjarðaskóla

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón