A A A

Grunnur að góðu samfélagi, landsþing Sambands íslenskra sveitarfélga 2022

Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar Tálknafjarðarhepps, í pontu á landsþinginu á Akureyri 2022.
Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar Tálknafjarðarhepps, í pontu á landsþinginu á Akureyri 2022.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram á Akureyri dagana 28. til 30. september 2022 undir yfirskriftinni Grunnur að góðu samfélagi. Á þinginu hittust fulltrúar sveitarfélaga af öllu landinu til að bera saman bækur sínar og móta stefnu sambandsins sem nýkjörin stjórn þess vinnur svo eftir á kjörtímabilinu. Á þinginu tók borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir við sem formaður sambandsins og Vestfirðingurinn Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, var kjörin í stjórn þess.

 

Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, var fulltrúi Tálknafjarðarhrepps á þinginu. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri, tók einnig þátt í þinginu og stýrði, ásamt Ásgerði K. Gylfadóttur frá Hornafirði, vinnu starfshóps þar sem fjallað var um stefnumótun vegna velferðar, mannréttinda og lýðræðis annars vegar og menntun og velferð barna hins vegar.

 

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps  verður lokuð mánudaginn 3. október.

Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 4. október 2022 kl. 10:00.

 

Kveðja starfsfólk skrifstofu Tálknafjarðarhrepps.

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 598. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 27. september 2022 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Slæm veðurspá fyrir laugardaginn, tilkynning til eigenda og umsjónarfólks skipa og báta í Tálknafjarðarhöfn

Samkvæmt veðurspá mun hraustleg haustlægð ganga yfir landið nú um helgina . Veðrið verður verst laugardagskvöldið 24.09.2022 og aðfararnótt sunnudags 25.09.2022 og vindátt mjög líklega óhagstæð fyrir Tálknafjarðarhöfn. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna þessa veðurs og gildir hún frá kvöldmatarleyti á laugardegi og fram á sunnudagsmorgun á Tálknafirði.

 

Vegna þessa eru eigendur og umsjónarfólk báta og skipa í höfninni beðin um að gæta að fleyjum sínum til að fyrirbyggja hugsanlegt tjón. Sérstaklega þarf að huga að þeim bátum sem eru í flotbryggjum þar sem ekki hefur verið lokið við viðgerðir á festingum á þeim. Þá er fólk beðið um að hlíða greiðlega þeim fyrirmælum sem hafnarvörður kann að gefa.

 

Hafnarstjóri Tálknafjarðarhafnar

Ný heimasíða Tálknafjarðarskóla

Tálknafjarðarskóli kynnir með stolti nýja heimasíðu skólans www.talknafjardarskoli.is og bjóðum við öllum að kíkja á nýju síðuna okkar. Enn er verið að vinna að viðgerðum á netföngum @talknafjardarskoli.is þannig að við beinum fólki ennþá að senda á @talknafjordur.is þangað til aðrar upplýsingar berast.

 

Tæknilegir örðugleikar

Kæru foreldar
Það eru smá tæknilegir örðugleikar varðandi netföngin okkar @talknafjardarskoli.is þannig að við getum hvorki sent né tekið á móti skilaboðum. Verið er að vinna að lagfæringum og biðjum ykkur að senda okkur á netföngin okkar @talknafjordur.is eða hringja í okkur 4562537 ef þið þurfið að ná á okkur.


Vonandi lagast þetta sem fyrst en ég mun senda ykkur skilaboð þegar allt er komið í lag.

Bestu kveðjur
Birna Hannesdóttir
Skólastjóri

 

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón